Erlent

Dróni kemur hundum sem eru fastir við eldgosið til bjargar

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Gríðarmikla ösku hefur lagt yfir hluta eyjunnar.
Gríðarmikla ösku hefur lagt yfir hluta eyjunnar. AP Photo/Saul Santos

Drónaeigandi á La Palma-eyju hefur fengið leyfi yfirvalda til þess að freista þess að bjarga þremur veikburða hundum sem eru fastir í grennd við Cumbre Vieja eldfjallið.

Hundarnir þrír hafa verið yfirgefnir vikum saman eftir að eldgosið hófst fyrir um mánuði síðan. Drónaeigendur hafa reynt að hugsa um þá með þeim að færa þeim mat en þangað til nú hefur enginn gengið svo langt að ætla sér að reyna að bjarga hundunum með dróna.

Þyrlum er meinað að fljúga um svæðið vegna öskufalls frá eldgosinu sem lagt hefur á annað þúsund hús í eyði á eyjunni. Yfirvöld segja að þau hafi trú á áætlun drónaeigandans, manns að nafni Jaime Perera, sem er eigendi fyrirtækis sem sérhæfir sig í drónaflugi.

Ætlun hans er að festa net í drónann og freista þess að koma hundunum í netið. Næsta skref er að fljúga með hundana í burtu einn í einu. Alls þarf að fljúga þeim um 450 metra yfir flæðandi hraun.

Yfirvöld hafa gefið Pereira fjórar mínútur til þess að koma hundunum í netið og fjórar mínútur til þess að fljúga þeim í burtu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×