Viðskipti innlent

Bein út­sending: Lands­bankinn kynnir þjóð­hags- og verð­bólgu­spá

Eiður Þór Árnason skrifar
Á morgunfundinum verður sömuleiðis fjallað um þróun og horfur á fasteignamarkaði.
Á morgunfundinum verður sömuleiðis fjallað um þróun og horfur á fasteignamarkaði. Vísir/Vilhelm

Landsbankinn mun kynna nýja þjóðhags- og verðbólguspá til næstu þriggja ára á morgunfundi í dag. Fundurinn hefst klukkan 8.30 í Silfurbergi í Hörpu og verður hægt að fylgjast með honum í beinu vefstreymi í spilaranum hér fyrir neðan.

Á fundinum mun Paul Donovan, aðalhagfræðingur hjá svissneska UBS bankanum, sömuleiðis flytja erindi um eftirköst heimsfaraldursins og hvernig áhrif hans gætu flýtt breytingum sem fylgi hinni svokölluðu fjórðu iðnbyltingu.

Dagskrá

  • Lilja B. Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, setur fundinn
  • Þjóðhags- og verðbólguspá Landsbankans 2021 – 2024 Daníel Svavarsson, forstöðumaður Hagfræðideildar Landsbankans
  • Hefur toppnum verður náð? Þróun og horfur á fasteignamarkaði Una Jónsdóttir, hagfræðingur í Hagfræðideild Landsbankans
  • Tekist á við byltingu: Eftirköst faraldursins og áhrif hans að flýta breytinum sem fylgja fjórðu iðnbyltingunni Paul Donovan, aðalhagfræðingur hjá UBS-banka (UBS Global Wealth Management)
  • Fundurinn stendur til 9.45





Fleiri fréttir

Sjá meira


×