„Við vorum bara á afturfótunum allan tímann“ Atli Arason skrifar 15. október 2021 23:00 Hlynur Bæringsson sagði að Stjörnumenn hefðu verið of soft gegn Keflvíkingum í kvöld Vísir/Getty Hlynur Bæringsson, leikmaður Stjörnunnar, var eðlilega ekki sáttur eftir 15 stiga tap í Keflavík í kvöld, 80-65. Heimamenn voru töluvert betri í frákasta leiknum undir körfunni en Keflvíkingar tóku 49 fráköst gegn 29 hjá Stjörnunni og Hlynur telur það sem eina af helstu ástæðunum fyrir tapi Stjörnunnar í kvöld. „Við vorum aðeins of soft, þeir tóku mikið aðeins of mikið af sóknarfráköstum. Þeir stjórnuðu tempóinu og ákafanum. Mér fannst þetta ekki vera eitthvað taktískt, frekar að við vorum bara á afturfótunum allan tímann. Þeir voru bara betri heilt yfir,“ sagði Hlynur frekar svekktur í viðtali við Vísi eftir leik, áður en hann bætti við, „þeir voru einhvern veginn bara klárari í þetta, þeir voru meira ‘physical‘ og við náðum ekki stoppi í svolítið langan tíma í öðrum leikhluta.“ Aðspurður af því hvort Hlynur hefði verið ánægður með eitthvað sérstakt í leik liðsins í kvöld þá varð hann að hugsa sig um í smá tíma áður en hann nefndi tvo leikmenn sem Stjörnunnar sem honum þótti standa upp úr. „Mér fannst Gunni [Ólafsson] góður. Mér fannst Rob [Turner] búa til mikið, Rob hefði mátt klára betur en hann bjó til mikið fyrir okkur og við nýttum það ekki. Hann bjó til mikið af opnum skotum allan fyrri hálfleikinn. Ég er ánægður með þá tvo til dæmis,“ svaraði Hlynur. Stjarnan fékk alls þrjá nýja erlenda leikmenn fyrir tímabilið, tveir þeirra voru í byrjunarliðinu í kvöld, Robert Turner og Shawn Hopkins og svo var David Gabrovsek að spila sinn fyrsta leik fyrir liðið í kvöld. Hlynur er spenntur fyrir þessum leikmönnum og telur þá alla eiga meira inni miðað við hvað þeir sýndu í kvöld. „Þeir eru allir góðir. David er búinn að vera meiddur en hann er flinkur leikmaður. Þetta er alvöru evrópskur fjarki, góður skotmaður og klár leikmaður. Við skorum samt bara 65 stig í dag þannig það var enginn sérstaklega heitur í þessum leik. Rob verður aðeins meira að taka til sín, eins og hann gerði í seinni hálfleik í síðasta leik [gegn ÍR] út af því að hann er mjög góður í að finna okkur hina. Ég held að þetta séu allt ágætis leikmenn,“ sagði Hlynur Bæringsson, leikmaður Stjörnunnar, að lokum. Subway-deild karla Stjarnan Mest lesið Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn „Langar að svara fyrir okkur“ Fótbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti Atlético Madríd stal sigrinum í París Fótbolti Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Fótbolti Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Handbolti Vandræði Madríd halda áfram Fótbolti Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Langar að svara fyrir okkur“ Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Atlético Madríd stal sigrinum í París Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Vandræði Madríd halda áfram Börsungar á bleiku skýi í Belgrað Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Glórulaus Mings kostaði Villa „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Inter áfram eftir þrjú mörk á ellefu mínútum í framlengingu Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Svona var blaðamannafundur Víkings Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út Snorri missir ekki svefn, ennþá Sjáðu þrennurnar hjá Díaz og Gyökeres og öll mörkin úr Meistaradeildinni Aron Einar valinn en enginn Gylfi í hópnum Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Segir æðislegt að fá Aron til sín Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Sjá meira
„Við vorum aðeins of soft, þeir tóku mikið aðeins of mikið af sóknarfráköstum. Þeir stjórnuðu tempóinu og ákafanum. Mér fannst þetta ekki vera eitthvað taktískt, frekar að við vorum bara á afturfótunum allan tímann. Þeir voru bara betri heilt yfir,“ sagði Hlynur frekar svekktur í viðtali við Vísi eftir leik, áður en hann bætti við, „þeir voru einhvern veginn bara klárari í þetta, þeir voru meira ‘physical‘ og við náðum ekki stoppi í svolítið langan tíma í öðrum leikhluta.“ Aðspurður af því hvort Hlynur hefði verið ánægður með eitthvað sérstakt í leik liðsins í kvöld þá varð hann að hugsa sig um í smá tíma áður en hann nefndi tvo leikmenn sem Stjörnunnar sem honum þótti standa upp úr. „Mér fannst Gunni [Ólafsson] góður. Mér fannst Rob [Turner] búa til mikið, Rob hefði mátt klára betur en hann bjó til mikið fyrir okkur og við nýttum það ekki. Hann bjó til mikið af opnum skotum allan fyrri hálfleikinn. Ég er ánægður með þá tvo til dæmis,“ svaraði Hlynur. Stjarnan fékk alls þrjá nýja erlenda leikmenn fyrir tímabilið, tveir þeirra voru í byrjunarliðinu í kvöld, Robert Turner og Shawn Hopkins og svo var David Gabrovsek að spila sinn fyrsta leik fyrir liðið í kvöld. Hlynur er spenntur fyrir þessum leikmönnum og telur þá alla eiga meira inni miðað við hvað þeir sýndu í kvöld. „Þeir eru allir góðir. David er búinn að vera meiddur en hann er flinkur leikmaður. Þetta er alvöru evrópskur fjarki, góður skotmaður og klár leikmaður. Við skorum samt bara 65 stig í dag þannig það var enginn sérstaklega heitur í þessum leik. Rob verður aðeins meira að taka til sín, eins og hann gerði í seinni hálfleik í síðasta leik [gegn ÍR] út af því að hann er mjög góður í að finna okkur hina. Ég held að þetta séu allt ágætis leikmenn,“ sagði Hlynur Bæringsson, leikmaður Stjörnunnar, að lokum.
Subway-deild karla Stjarnan Mest lesið Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn „Langar að svara fyrir okkur“ Fótbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti Atlético Madríd stal sigrinum í París Fótbolti Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Fótbolti Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Handbolti Vandræði Madríd halda áfram Fótbolti Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Langar að svara fyrir okkur“ Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Atlético Madríd stal sigrinum í París Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Vandræði Madríd halda áfram Börsungar á bleiku skýi í Belgrað Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Glórulaus Mings kostaði Villa „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Inter áfram eftir þrjú mörk á ellefu mínútum í framlengingu Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Svona var blaðamannafundur Víkings Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út Snorri missir ekki svefn, ennþá Sjáðu þrennurnar hjá Díaz og Gyökeres og öll mörkin úr Meistaradeildinni Aron Einar valinn en enginn Gylfi í hópnum Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Segir æðislegt að fá Aron til sín Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Sjá meira