Sáttur sama hvernig úrslitaleikurinn fer Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. október 2021 10:00 Garðar Gunnlaugsson fagnar marki sínu í bikarúrslitaleik ÍA og FH fyrir átján árum. Maðurinn sem tryggði Skagamönnum sinn síðasta stóra titil verður ánægður sama hvernig bikarúrslitaleikur ÍA og Víkings í dag fer. Garðar Gunnlaugsson skoraði eina mark bikarúrslitaleiksins 2003 þegar ÍA vann FH. Síðan þá hafa Skagamenn ekki unnið stóran titil. En þeir fá tækifæri til að breyta því í dag þegar þeir mæta Víkingi í úrslitaleik Mjólkurbikarsins. Garðar er Skagamaður og einn markahæsti leikmaður í sögu ÍA. En hann ber líka taugar til nýkrýndra Íslandsmeistara Víkings enda er bróðir hans, Arnar, þjálfari þeirra. Garðar verður því ánægður sama hvernig bikarúrslitaleikurinn fer. „Jú, í rauninni. Þetta er samt voðalega erfitt, uppeldisfélagið á móti stóra bróður, þannig að það eru tilfinningar í báðar áttir,“ sagði Garðar í samtali við Vísi. En heldur hann með öðru liðinu frekar en hinu? „Ég held ég viti það ekki fyrr en leikurinn byrjar. Sjáum til þegar einhver skorar, með hvorum ég fagna. Þetta er voðalega flókið,“ svaraði Garðar. Viðtal við Garðar úr DV 29. september 2003. ÍA er að spila sinn fyrsta bikarúrslitaleik í átján ár, eða síðan Garðar tryggði Skagamönnum sigurinn á FH-ingum 2003. „Þetta er risastórt. Við höfum ekki einu sinni komist í undanúrslit síðan þá. Þetta er frábær endir á þessum frábæra spretti sem þeir hafa verið á,“ sagði Garðar og vísaði til þess að ÍA bjargaði sér frá falli úr Pepsi Max-deildinni með því að vinna síðustu þrjá leiki sína. „Það er hægt að líta á þetta sem ákveðin sigur fyrir félagið, sama hvernig leikurinn fer, þótt það væri risastórt fyrir ÍA að vinna titilinn.“ Tvö heitustu liðin Þrátt fyrir að Víkingar hafi orðið Íslandsmeistarar segir Garðar að Skagamenn eigi góða möguleika í bikarúrslitaleiknum. „Þetta eru tvö heitustu liðin sem mætast. Þetta er líka bikarinn og þar er allt mögulegt,“ sagði Garðar. Einn slakasti leikur sem ég hef spilað Hann man vel eftir bikarúrslitaleiknum fyrir átján árum. Að hans sögn var frammistaða hans ekki upp á marga fiska en markið eftirminnilegt. Garðar fylgdi þá eftir skoti Kára Steins Reynissonar sem Daði Lárusson varði. Markið kom tíu mínútum fyrir leikslok. Klippa: Mark Garðars í bikarúrslitaleiknum 2003 „Þetta er einn slakasti leikur sem ég hef spilað á ævinni og ég bjóst við að vera tekinn út af með hverri mínútu sem leið í seinni hálfleik. En Óli karlinn [Ólafur Þórðarson, þjálfari ÍA] hafði mig inn á og það borgaði sig,“ sagði Garðar og bætti við að umrætt mark væri hans stærsta á ferlinum. Arnar uppskorið eins og hann hefur sáð Hann segir að það hafi verið frábært að fylgjast með velgengni Víkinga í sumar, undir stjórn stóra bróðurs. „Það er búið að vera æðislegt. Og hann uppsker eins og hann hefur sáð í þessu starfi. Hann leggur gríðarlega mikla vinnu á sig og er vel undirbúinn fyrir alla leiki. Svo er spilamennska liðsins flott og jákvæð og menn eru sáttir að spila þarna. Þetta er bæði skemmtilegur og árangursríkur fótbolti sem er erfið blanda að ná,“ sagði Garðar. En hvar stendur fjölskylda Garðars að málum þegar kemur að bikarúrslitaleiknum? „Við erum búin að ræða þetta svolítið og þetta er „win, win“. Foreldrar mínir hafa unnið mikla sjálfboðavinnu fyrir ÍA og eru mjög tengd félaginu. Þetta endar eiginlega alltaf vel,“ sagði Garðar að lokum. Leikur ÍA og Víkings hefst klukkan 15:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 14:15. Mjólkurbikarinn ÍA Víkingur Reykjavík Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Sjá meira
Garðar Gunnlaugsson skoraði eina mark bikarúrslitaleiksins 2003 þegar ÍA vann FH. Síðan þá hafa Skagamenn ekki unnið stóran titil. En þeir fá tækifæri til að breyta því í dag þegar þeir mæta Víkingi í úrslitaleik Mjólkurbikarsins. Garðar er Skagamaður og einn markahæsti leikmaður í sögu ÍA. En hann ber líka taugar til nýkrýndra Íslandsmeistara Víkings enda er bróðir hans, Arnar, þjálfari þeirra. Garðar verður því ánægður sama hvernig bikarúrslitaleikurinn fer. „Jú, í rauninni. Þetta er samt voðalega erfitt, uppeldisfélagið á móti stóra bróður, þannig að það eru tilfinningar í báðar áttir,“ sagði Garðar í samtali við Vísi. En heldur hann með öðru liðinu frekar en hinu? „Ég held ég viti það ekki fyrr en leikurinn byrjar. Sjáum til þegar einhver skorar, með hvorum ég fagna. Þetta er voðalega flókið,“ svaraði Garðar. Viðtal við Garðar úr DV 29. september 2003. ÍA er að spila sinn fyrsta bikarúrslitaleik í átján ár, eða síðan Garðar tryggði Skagamönnum sigurinn á FH-ingum 2003. „Þetta er risastórt. Við höfum ekki einu sinni komist í undanúrslit síðan þá. Þetta er frábær endir á þessum frábæra spretti sem þeir hafa verið á,“ sagði Garðar og vísaði til þess að ÍA bjargaði sér frá falli úr Pepsi Max-deildinni með því að vinna síðustu þrjá leiki sína. „Það er hægt að líta á þetta sem ákveðin sigur fyrir félagið, sama hvernig leikurinn fer, þótt það væri risastórt fyrir ÍA að vinna titilinn.“ Tvö heitustu liðin Þrátt fyrir að Víkingar hafi orðið Íslandsmeistarar segir Garðar að Skagamenn eigi góða möguleika í bikarúrslitaleiknum. „Þetta eru tvö heitustu liðin sem mætast. Þetta er líka bikarinn og þar er allt mögulegt,“ sagði Garðar. Einn slakasti leikur sem ég hef spilað Hann man vel eftir bikarúrslitaleiknum fyrir átján árum. Að hans sögn var frammistaða hans ekki upp á marga fiska en markið eftirminnilegt. Garðar fylgdi þá eftir skoti Kára Steins Reynissonar sem Daði Lárusson varði. Markið kom tíu mínútum fyrir leikslok. Klippa: Mark Garðars í bikarúrslitaleiknum 2003 „Þetta er einn slakasti leikur sem ég hef spilað á ævinni og ég bjóst við að vera tekinn út af með hverri mínútu sem leið í seinni hálfleik. En Óli karlinn [Ólafur Þórðarson, þjálfari ÍA] hafði mig inn á og það borgaði sig,“ sagði Garðar og bætti við að umrætt mark væri hans stærsta á ferlinum. Arnar uppskorið eins og hann hefur sáð Hann segir að það hafi verið frábært að fylgjast með velgengni Víkinga í sumar, undir stjórn stóra bróðurs. „Það er búið að vera æðislegt. Og hann uppsker eins og hann hefur sáð í þessu starfi. Hann leggur gríðarlega mikla vinnu á sig og er vel undirbúinn fyrir alla leiki. Svo er spilamennska liðsins flott og jákvæð og menn eru sáttir að spila þarna. Þetta er bæði skemmtilegur og árangursríkur fótbolti sem er erfið blanda að ná,“ sagði Garðar. En hvar stendur fjölskylda Garðars að málum þegar kemur að bikarúrslitaleiknum? „Við erum búin að ræða þetta svolítið og þetta er „win, win“. Foreldrar mínir hafa unnið mikla sjálfboðavinnu fyrir ÍA og eru mjög tengd félaginu. Þetta endar eiginlega alltaf vel,“ sagði Garðar að lokum. Leikur ÍA og Víkings hefst klukkan 15:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 14:15.
Mjólkurbikarinn ÍA Víkingur Reykjavík Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Sjá meira