Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Breiðablik 73-70 | Íslandsmeistararnir enn ósigraðir Dagur Lárusson skrifar 13. október 2021 19:50 Hörð barátta um boltann á Hlíðarenda í kvöld. Vísir/Bára Dröfn Íslandsmeistarar Vals unnu þriðja leikinn í röð er Breiðablik kom í heimsókn á Hlíðarenda í Subway-deild kvenna í kvöld. Fyrir leikinn var Valur á toppi Subway-deildarinnar eftir tvo sigra í fyrstu tveimur umferðunum en Breiðablik var í næst neðsta sætinu eftir tvö töp. Sigurinn var hins vegar einkar naumur en aðeins munaði þremur stigum á liðunum, lokatölur 73-70. Það var Valur sem byrjaði leikinn betur og komst í stöðuna 10-2 um miðbik fyrsta leikhluta og staðan var 20-12 þegar leihlutinn var búinn. Blikar neituðu hins vegar alltaf að missa Val of langt undan sér og náðu alltaf að koma til baka þegar Valur virtist vera að sigla fram úr. Birgit Ósk Snorradóttir stöðvuð.Vísir/Bára Dröfn Annar leikhluti var síðan frábærlega spilaður hjá Blikum á meðan lítið gekk upp hjá Val. Þegar um þrjár mínútur voru eftir af leikhlutanum og fyrri hálfleiknum voru Blikar komnir með forystuna, 27-29. Þá tók Ólafur, þjálfari Vals, leikhlé. Eftir það leikhlé tóku við æsispennandi mínútur þar sem liðin skiptust á að vera með forystuna. Leikhlutinn og fyrri hálfleikurinn endaði síðan þannig að staðan var jöfn, 33-33. Aftur var það Breiðablik sem byrjaði leikhlutann betur í þriðja leikhluta en um miðbik leikhlutans voru Blikar komnir með sjö stiga forystu, 37-44. Þegar þriðji leikhluti var búinn var staðan 50-52 og því æsispennandi loka leikhluti í vændum. Ásta Júlía fer í gegnum lið gestanna.Vísir/Bára Dröfn Í fjórða leikhlutanum leit allt út fyrir það á tímabili að Blikar myndu hreppa sigurinn þar sem staðan var orðin 60-65, en allt kom fyrir ekki. Á lokamínútunum kom í ljós hvort liðið hefði meiri reynslu í svona háspennu leikjum og því var lokastaðan 73-70. Dagbjört Dögg var stigahæst í liði Vals með 26 stig á meðan Chelsey Shumpert var stigahæst fyrir Blika með 20 stig. Chelsey Moriah Shumpert og Dagbjört Dögg í leik kvöldsins.Vísir/Bára Dröfn Valskonur fagna sigrinum.Vísir/Bára Dröfn Af hverju vann Valur? Liðin voru virkilega jöfn allan leikinn og það sem skar út um leikinn í lokinn var eflaust reynsla Vals í svona háspennu aðstæðum. Blikar voru með fimm stiga forystu þegar um fimm mínútur voru eftir en þá tók Valur við sér og tryggði sér að lokum sigum 73-70. Hverjar stóðu upp úr? Dagbjört Dögg á vítalínunni.Vísir/Bára Dröfn Dagbjört Dögg var stigahæst í leiknum með 26 stig og setti niður þriggja stiga skot á mikilvægum tímum í leiknum. Chelsea Shumpert var einnig frábær í liði Blika, sérstaklega í seinni hálfleiknum. Hvað fór illa? Í viðtali eftir leik sagði Ólafur Jónas Sigurðsson, þjálfari Vals, að hann hafi verið allt annað en sáttur með spilamennsku síns liðs í kvöld. Hann var ekki sáttur með varnarleikinn og sagði að vörnin sem Blikar hafi verið að spila hafi komið honum á óvart. Það væri ekki sanngjarnt að segja að eitthvað hafi farið illa hjá Blikum í kvöld en ef það þyrfti að vera eitthvað þá líklega það að ná að klára leikinn undir lokin þegar tækifæri gafst. Týpískur leikur milli Vals og Breiðabliks Ólafur Jónas á hliðarlínunni í leik kvöldsins.Vísir/Bára Dröfn „Við vissum alveg að Breiðablik myndi vera með eitthvað upp í erminni, Ívar kemur alltaf með eitthvað sem kemur okkur á óvart. Við svosem vorum alveg búnar að gera ráð fyrir því að hann myndi fara í einhverja svona skrýtna vörn og það virkaði bara, við hittum ekki neitt og fengum á okkur skot eftir skot. Þetta var í raun týpískur leikur á milli Vals og Breiðabliks,“ byrjaði Ólafur Jónas, þjálfari Vals, að segja í viðtali eftir leik. Aðspurður út í frammistöðuna í heildina var Ólafur ekkert að skafa af hlutunum heldur sagði að sitt lið hafi spilað skelfilegan varnarleik. „Varnarlega vorum við bara skelfilegar fannst mér, vorum með hendurnar niðri, þreyttar og vorum að hleypa þeim í skot sem við hefðum átt að koma í veg fyrir.“ Undir lokin var það Valur sem hreppti sigurinn en Ólafur vildi þó ekki meina að reynslan í liði hans hafi skilað sigrinum. „Nei ég vil nú ekki meina það, ég meina Sara kemur hérna inn, hún er sextán ára og rífur hvert frákastið á fætur öðru og kemur með þvílíkan kraft inn í leikinn. Þannig ég vil ekki meina að þetta hafi endilega verið reynslan í dag, þetta einfaldlega datt okkar meginn.“ Ánægður með vörnina og baráttuna Ívar skemmti sér vel á hliðarlínunni í kvöld.Vísir/Bára Dröfn „Ég er auðvitað ósáttur með að tapa, mér fannst við eiga möguleika á að vinna leikinn. Í lokin vorum við kannski ekki nógu markvissar sóknarlega, Chelsea er ekki kannski ekki komin nægilega vel inn í þetta hjá okkur, við vorum hikandi og það kostaði okkur í lokin,“ byrjaði Ívar Ásgrímsson, þjálfari Breiðabliks, að segja í viðtali eftir leik. Ívar telur að hann þurfi að koma Chelsea betur inn í sóknarleik Blika fyrir komandi leiki. „Við þurfum að koma henni betur inn í sóknarkerfin okkar, hefðum við verið betri þar í kvöld og í lokin á leiknum þá hefði það skipt sköpum,“ hélt Ívar áfram. „En ég er gríðarlega stoltur af stelpunum í kvöld, mér fannst þær berjast alveg gríðarlega vel og leggja sig allar fram og það var það sem ég bað þær um að gera og þær svöruðu því. Vonandi mun þetta halda svona áfram þegar þær sjá að þær geta þetta.“ Það jákvæðasta sem Ívar tekur úr leiknum er barátta liðsins. „Mér fannst baráttan vera mjög góð og svo löguðum við sóknarfráköstin, við vissum að það yrði erfitt sérstaklega þegar þú ert að spila svæði, erfitt að finna einhvern til þess að stíga út. En allra helst er ég ánægður með vörnina og baráttuna sem við sýndum,“ endaði Ívar á að segja. Ívar var þó ekki glaður allan leikinn.Vísir/Bára Dröfn Dagbjört Dögg fer framhjá Birgit Ósk Snorradóttir á meðan Ívar horfir á.Vísir/Bára Dröfn Ásta Júlía Grímsdóttir lét finna fyrir sér í kvöld.Vísir/Bára Dröfn Þórdís Jóna Kristjánsdóttir með boltann.Vísir/Bára Dröfn Ingunn Erla Bjarnadóttir undirbýr skot.Vísir/Bára Dröfn Ameryst Alston með boltann og Birgit Ósk til varnar.Vísir/Bára Dröfn Blikar sækja.Vísir/Bára Dröfn Subway-deild kvenna Valur Breiðablik Körfubolti Íslenski körfuboltinn
Íslandsmeistarar Vals unnu þriðja leikinn í röð er Breiðablik kom í heimsókn á Hlíðarenda í Subway-deild kvenna í kvöld. Fyrir leikinn var Valur á toppi Subway-deildarinnar eftir tvo sigra í fyrstu tveimur umferðunum en Breiðablik var í næst neðsta sætinu eftir tvö töp. Sigurinn var hins vegar einkar naumur en aðeins munaði þremur stigum á liðunum, lokatölur 73-70. Það var Valur sem byrjaði leikinn betur og komst í stöðuna 10-2 um miðbik fyrsta leikhluta og staðan var 20-12 þegar leihlutinn var búinn. Blikar neituðu hins vegar alltaf að missa Val of langt undan sér og náðu alltaf að koma til baka þegar Valur virtist vera að sigla fram úr. Birgit Ósk Snorradóttir stöðvuð.Vísir/Bára Dröfn Annar leikhluti var síðan frábærlega spilaður hjá Blikum á meðan lítið gekk upp hjá Val. Þegar um þrjár mínútur voru eftir af leikhlutanum og fyrri hálfleiknum voru Blikar komnir með forystuna, 27-29. Þá tók Ólafur, þjálfari Vals, leikhlé. Eftir það leikhlé tóku við æsispennandi mínútur þar sem liðin skiptust á að vera með forystuna. Leikhlutinn og fyrri hálfleikurinn endaði síðan þannig að staðan var jöfn, 33-33. Aftur var það Breiðablik sem byrjaði leikhlutann betur í þriðja leikhluta en um miðbik leikhlutans voru Blikar komnir með sjö stiga forystu, 37-44. Þegar þriðji leikhluti var búinn var staðan 50-52 og því æsispennandi loka leikhluti í vændum. Ásta Júlía fer í gegnum lið gestanna.Vísir/Bára Dröfn Í fjórða leikhlutanum leit allt út fyrir það á tímabili að Blikar myndu hreppa sigurinn þar sem staðan var orðin 60-65, en allt kom fyrir ekki. Á lokamínútunum kom í ljós hvort liðið hefði meiri reynslu í svona háspennu leikjum og því var lokastaðan 73-70. Dagbjört Dögg var stigahæst í liði Vals með 26 stig á meðan Chelsey Shumpert var stigahæst fyrir Blika með 20 stig. Chelsey Moriah Shumpert og Dagbjört Dögg í leik kvöldsins.Vísir/Bára Dröfn Valskonur fagna sigrinum.Vísir/Bára Dröfn Af hverju vann Valur? Liðin voru virkilega jöfn allan leikinn og það sem skar út um leikinn í lokinn var eflaust reynsla Vals í svona háspennu aðstæðum. Blikar voru með fimm stiga forystu þegar um fimm mínútur voru eftir en þá tók Valur við sér og tryggði sér að lokum sigum 73-70. Hverjar stóðu upp úr? Dagbjört Dögg á vítalínunni.Vísir/Bára Dröfn Dagbjört Dögg var stigahæst í leiknum með 26 stig og setti niður þriggja stiga skot á mikilvægum tímum í leiknum. Chelsea Shumpert var einnig frábær í liði Blika, sérstaklega í seinni hálfleiknum. Hvað fór illa? Í viðtali eftir leik sagði Ólafur Jónas Sigurðsson, þjálfari Vals, að hann hafi verið allt annað en sáttur með spilamennsku síns liðs í kvöld. Hann var ekki sáttur með varnarleikinn og sagði að vörnin sem Blikar hafi verið að spila hafi komið honum á óvart. Það væri ekki sanngjarnt að segja að eitthvað hafi farið illa hjá Blikum í kvöld en ef það þyrfti að vera eitthvað þá líklega það að ná að klára leikinn undir lokin þegar tækifæri gafst. Týpískur leikur milli Vals og Breiðabliks Ólafur Jónas á hliðarlínunni í leik kvöldsins.Vísir/Bára Dröfn „Við vissum alveg að Breiðablik myndi vera með eitthvað upp í erminni, Ívar kemur alltaf með eitthvað sem kemur okkur á óvart. Við svosem vorum alveg búnar að gera ráð fyrir því að hann myndi fara í einhverja svona skrýtna vörn og það virkaði bara, við hittum ekki neitt og fengum á okkur skot eftir skot. Þetta var í raun týpískur leikur á milli Vals og Breiðabliks,“ byrjaði Ólafur Jónas, þjálfari Vals, að segja í viðtali eftir leik. Aðspurður út í frammistöðuna í heildina var Ólafur ekkert að skafa af hlutunum heldur sagði að sitt lið hafi spilað skelfilegan varnarleik. „Varnarlega vorum við bara skelfilegar fannst mér, vorum með hendurnar niðri, þreyttar og vorum að hleypa þeim í skot sem við hefðum átt að koma í veg fyrir.“ Undir lokin var það Valur sem hreppti sigurinn en Ólafur vildi þó ekki meina að reynslan í liði hans hafi skilað sigrinum. „Nei ég vil nú ekki meina það, ég meina Sara kemur hérna inn, hún er sextán ára og rífur hvert frákastið á fætur öðru og kemur með þvílíkan kraft inn í leikinn. Þannig ég vil ekki meina að þetta hafi endilega verið reynslan í dag, þetta einfaldlega datt okkar meginn.“ Ánægður með vörnina og baráttuna Ívar skemmti sér vel á hliðarlínunni í kvöld.Vísir/Bára Dröfn „Ég er auðvitað ósáttur með að tapa, mér fannst við eiga möguleika á að vinna leikinn. Í lokin vorum við kannski ekki nógu markvissar sóknarlega, Chelsea er ekki kannski ekki komin nægilega vel inn í þetta hjá okkur, við vorum hikandi og það kostaði okkur í lokin,“ byrjaði Ívar Ásgrímsson, þjálfari Breiðabliks, að segja í viðtali eftir leik. Ívar telur að hann þurfi að koma Chelsea betur inn í sóknarleik Blika fyrir komandi leiki. „Við þurfum að koma henni betur inn í sóknarkerfin okkar, hefðum við verið betri þar í kvöld og í lokin á leiknum þá hefði það skipt sköpum,“ hélt Ívar áfram. „En ég er gríðarlega stoltur af stelpunum í kvöld, mér fannst þær berjast alveg gríðarlega vel og leggja sig allar fram og það var það sem ég bað þær um að gera og þær svöruðu því. Vonandi mun þetta halda svona áfram þegar þær sjá að þær geta þetta.“ Það jákvæðasta sem Ívar tekur úr leiknum er barátta liðsins. „Mér fannst baráttan vera mjög góð og svo löguðum við sóknarfráköstin, við vissum að það yrði erfitt sérstaklega þegar þú ert að spila svæði, erfitt að finna einhvern til þess að stíga út. En allra helst er ég ánægður með vörnina og baráttuna sem við sýndum,“ endaði Ívar á að segja. Ívar var þó ekki glaður allan leikinn.Vísir/Bára Dröfn Dagbjört Dögg fer framhjá Birgit Ósk Snorradóttir á meðan Ívar horfir á.Vísir/Bára Dröfn Ásta Júlía Grímsdóttir lét finna fyrir sér í kvöld.Vísir/Bára Dröfn Þórdís Jóna Kristjánsdóttir með boltann.Vísir/Bára Dröfn Ingunn Erla Bjarnadóttir undirbýr skot.Vísir/Bára Dröfn Ameryst Alston með boltann og Birgit Ósk til varnar.Vísir/Bára Dröfn Blikar sækja.Vísir/Bára Dröfn