Spænskir hægrimenn fýldir yfir gagnrýni á Kólumbus Kjartan Kjartansson skrifar 12. október 2021 14:58 Spænski fasistar hylla þá sem þeir kalla „hetjur“ landvinninga Spánar í Barcelona í dag. Í dag er minnst komu Kristófers Kólumbusar til „nýja heimsins“ árið 1492. Vísir/EPA Kergja ríkir nú á meðal spænskra hægrimanna vegna gagnrýni á nýlendustefnu þeirra og Kristófer Kólumbus. Þeir eru einnig ósáttir við að Bandaríkjaforseti hafi viðurkennt voðaverk gegn frumbyggjum Ameríkanna. Umræðan um landvinninga Evrópumanna í Ameríkunum blossar árlega upp í kringum Kólumbusardaginn sem er meðal annars haldinn hátíðlega á Spáni og Bandaríkjunum. Viðurkenning Joes Biden Bandaríkjaforseta á að frumbyggjar hafi mátt þola þjáningar með komu evrópsku landvinningamannanna fór sérstaklega fyrir brjóstið á íhaldsmönnum í báðum löndum. Biden hvatti landa sína til þess að sópa því hvernig komið var fram við frumbyggja undir teppið. Lýsti hann því jafnframt yfir að 11. október yrði héðan í frá bæði dagur Kólumbusar og frumbyggjaþjóða, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Pablo Casado, leiðtogi Lýðflokksins, stærsta hægriflokks Spánar, segir nýlendustefnu Spánverja í Ameríkunum mikilvægustu atburði mannkynssögunnar á eftir Rómarveldi. „Þarf spænska konungsríkið að biðjast afsökunar vegna þess að fyrir fimm öldum fann það nýja heiminn, virti þau sem voru þar, reisti háskóla, skapaði velsæld, byggði heilu borgirnar? Það held ég nú ekki,“ sagði Casado í myndbandi sem hann birti á Twitter og skautaði nokkuð létt fram hjá slátrun og kúgun spænskra landvinningamanna á frumbyggjum þess varð síðan þekkt sem Rómanska-Ameríka. Santiago Abascal, leiðtogi hægriöfgaflokksins Vox, lýsti Biden sem „sorglegum“. „Hann réðst á mesta meistarastykki spænsku landvinninganna: kristniboðið,“ sagði Abascal og lýsti nýlendunum sem „keisaradæmi mannréttinda“. Deilur um sérstakan hátíðardag vegna svokallaðra „landafunda“ Evrópumanna í Ameríkunum eru langt því frá nýjar af nálinni. Mörgum kemur það þannig spánskt fyrir sjónir að þjóðir þar sem meirihluti íbúa er af frumbyggjaættum skuli fagna tímamótum sem leiddu til fjöldamorðs á forfeðrum þeirra og eyðileggingu á menningu þeirra. Kólumbus sjálfur, sem var ítalskur, kom fram af sérstökum hrottaskap við þá heimamenn sem urðu á vegi hans í Karíbahafi. Þá var Kólumbus ekki sérlega vel áttaður þar sem hann hélt alla tíð að hann hefði í raun fundið nýja siglingaleið til Asíu sem var þó heilli heimsálfu og heimshafi lengra í vestur. Spánn Bandaríkin Ítalía Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Umræðan um landvinninga Evrópumanna í Ameríkunum blossar árlega upp í kringum Kólumbusardaginn sem er meðal annars haldinn hátíðlega á Spáni og Bandaríkjunum. Viðurkenning Joes Biden Bandaríkjaforseta á að frumbyggjar hafi mátt þola þjáningar með komu evrópsku landvinningamannanna fór sérstaklega fyrir brjóstið á íhaldsmönnum í báðum löndum. Biden hvatti landa sína til þess að sópa því hvernig komið var fram við frumbyggja undir teppið. Lýsti hann því jafnframt yfir að 11. október yrði héðan í frá bæði dagur Kólumbusar og frumbyggjaþjóða, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Pablo Casado, leiðtogi Lýðflokksins, stærsta hægriflokks Spánar, segir nýlendustefnu Spánverja í Ameríkunum mikilvægustu atburði mannkynssögunnar á eftir Rómarveldi. „Þarf spænska konungsríkið að biðjast afsökunar vegna þess að fyrir fimm öldum fann það nýja heiminn, virti þau sem voru þar, reisti háskóla, skapaði velsæld, byggði heilu borgirnar? Það held ég nú ekki,“ sagði Casado í myndbandi sem hann birti á Twitter og skautaði nokkuð létt fram hjá slátrun og kúgun spænskra landvinningamanna á frumbyggjum þess varð síðan þekkt sem Rómanska-Ameríka. Santiago Abascal, leiðtogi hægriöfgaflokksins Vox, lýsti Biden sem „sorglegum“. „Hann réðst á mesta meistarastykki spænsku landvinninganna: kristniboðið,“ sagði Abascal og lýsti nýlendunum sem „keisaradæmi mannréttinda“. Deilur um sérstakan hátíðardag vegna svokallaðra „landafunda“ Evrópumanna í Ameríkunum eru langt því frá nýjar af nálinni. Mörgum kemur það þannig spánskt fyrir sjónir að þjóðir þar sem meirihluti íbúa er af frumbyggjaættum skuli fagna tímamótum sem leiddu til fjöldamorðs á forfeðrum þeirra og eyðileggingu á menningu þeirra. Kólumbus sjálfur, sem var ítalskur, kom fram af sérstökum hrottaskap við þá heimamenn sem urðu á vegi hans í Karíbahafi. Þá var Kólumbus ekki sérlega vel áttaður þar sem hann hélt alla tíð að hann hefði í raun fundið nýja siglingaleið til Asíu sem var þó heilli heimsálfu og heimshafi lengra í vestur.
Spánn Bandaríkin Ítalía Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira