Viðskipti innlent

Kveður ferða­þjónustuna og hefur störf hjá Póstinum

Atli Ísleifsson skrifar
Sigríður Heiðar.
Sigríður Heiðar. Pósturinn

Sigríður Heiðar hefur verið ráðin í stöðu forstöðumanns söludeildar Póstsins. Hún hefur þegar hafið störf og mun leiða söluteymi Póstsins og bera ábyrgð á sölustarfsemi fyrirtækisins.

Í tilkynningu segir að Sigríður hafi útskrifast árið 2012 með meistaragráðu í markaðs- og alþjóðaviðskiptum frá Háskóla Íslands.

„Hún lauk námi BS.c í ferðamála- og viðskiptafræði árið 2008 frá sama skóla. Hún hefur víðtæka reynslu af sölu og markaðsmálum, starfaði síðast hjá Gray Line Iceland þar sem hún sinnti fjölmörgum stöðum frá framkvæmdastjóra sölusviðs, til sölustjóra og markaðsstjóra. Þar áður starfaði Sigríður hjá WOW air og fyrir það vann hún hjá Iceland Express,“ segir í tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×