Erlent

Dæmdir í þrjá­tíu ára fangelsi fyrir morð á hollenskum lög­manni

Atli Ísleifsson skrifar
Lögmaðurinn Gerald Roethof mætir í réttinn í morgun.
Lögmaðurinn Gerald Roethof mætir í réttinn í morgun. EPA

Dómstóll í Hollandi hefur dæmt tvo menn í þrjátíu ára fangelsi vegna morðsins á lögmanninum Derk Wiersum í september 2019. Lögmaðurinn var skotinn til bana fyrir utan heimili sitt í Buitenveldert í Amsterdam og vakti málið mikinn óhug meðal hollensku þjóðarinnar.

Hollenskir fjölmiðlar segja frá því í morgun að mennirnir tveir, sem kallaðir eru Moreno B. og Giërmo B., hafi hlotið þrjátíu ára dóm í morgun. Moreno B. er 33 ára og Giërmo B. 37 ára.

Dómari sagði mennina hafa skipulagt morðið vel og að um leigumorð hafi verið að ræða.

Um það leyti sem Wiersum var myrtur var hann lykilvitni í réttarhöldum glæpaforingjans Ridouan Taghi sem ákærður er fyrir umfangsmikil fíkniefnaviðskipti, morð og tilraun til morðs.

Taghi var lengi efstur á lista hollensku lögreglunnar yfir eftirlýsta menn, en er nú í gæsluvarðhaldi á meðan réttarhalda er beðið.

Glæpasamtök Taghi eru einnig sögð tengjast morðið á hinum hollenska blaðamanni Peter R. De Vries í sumar, en De Vries var ráðgjafi lykilsvitnis í máli Taghi.


Tengdar fréttir

Ætluð­u að ræna eða myrð­a fos­æt­is­ráð­herr­a Holl­ands

Yfirvöld í Hollandi hafa aukið öryggisgæslu Mark Rutte, forsætisráðherra, töluvert vegna ógna frá glæpasamtökum í landinu. Það var gert eftir að lögreglan í Hollandi komst á snoðir um að glæpamenn ætluðu sér að reyna að ræna eða jafnvel myrða forsætisráðherrann fráfarandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×