Erlent

Fleiri tugir látnir í sprengjuárás í Afganistan

Kjartan Kjartansson og Samúel Karl Ólason skrifa
Fólk safnaðist saman nærri moskunni þar sem stór sprenging varð í Kunduz í norðanverðu Afganistan í dag.
Fólk safnaðist saman nærri moskunni þar sem stór sprenging varð í Kunduz í norðanverðu Afganistan í dag. Vísir/EPA

Að minnsta kosti hundrað manns eru látnir eða særðir eftir sprengjuárás við mosku sjíta í norðanverðu Afganistan í dag. Enginn hefur enn lýst yfir ábyrgð á ódæðinu en Ríki íslams hefur staðið fyrir fjölda árása á sjítamúslima sem eru í minnihluta í landinu.

AP-fréttastofan hefur eftir lögreglustjóra úr röðum talibana í Kunduz, höfuðborg samnefnds héraðs, að flest fórnarlambanna séu látin. Hugsanlega hafi sjálfsmorðssprengjumaður sprengt sig í loft upp innan um trúariðkendur.

Blaðamaður CBS News í Afganistan hefur eftir embættismanni að barn, sem hafi unnið fyrir sér sem skóburstari, hafi verið með sprengiefni í bakpoka sínum og sprengt sig í loft upp í moskunni. Sú frásögn hefur þó ekki verið staðfest af öðrum fjölmiðlum.

Reynist fjöldi látinna réttur er árásin sú mannskæðasta frá því að vestrænar hersveitir yfirgáfu Afganistan í lok ágúst og talibanar tóku við völdum. Ríki íslams hefur staðið fyrir fjölda árása á talibana, þar á meðal sprengjuárás við mosku í Kabúl.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×