Unnusta Khashoggi „harmi lostin“ vegna yfirtöku Sáda á Newcastle Kjartan Kjartansson skrifar 8. október 2021 11:30 Stuðningsmenn Newcastle hafa ekki miklar áhyggjur af því að nýir eigendur liðsins láti myrða andófsfólks og fangelsa fólk sem berst fyrir mannréttindum í konungsríkinu. Vísir/EPA Hatice Cengiz, unnusta Jamals Khashoggi, segist harmi lostin vegna yfirtöku Sádi-Araba á enska knattspyrnuliðinu Newcastle. Útsendarar krónprins konungsríkisins myrtu Khashoggi og bútuðu niður lík hans fyrir þremur árum. Enska úrvalsdeildin lagði blessun sína yfir að Opinberi fjárfestingarsjóðurinn (PIF), sádiarabískur sjóður sem Mohammed bin Salman, krónprins og raunverulegur leiðtogi Sádi-Arabíu, stýrir festi kaup á Newcastle í gær. Hún komst að þeirri niðurstöðu að sjóðurinn væri ekki armur af sádiarabísku ríkisstjórninni. Yfirtakan er umdeild enda hafa Salman krónprins og sádiarabísk stjórnvöld verið sökuð um stórfelld mannréttindabrot. Eitt það hrottalegasta var morðið á Khashoggi, sádiarabískum blaðamanni, á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl í október árið 2018. Khashoggi, sem hafði verið gagnrýninn á stjórnvöld í heimalandinu, ætlaði að sækja sér gögn fyrir brúðkaup sitt og Cengiz. Á ræðisskrifstofunni beið hans aftökulið frá Sádi-Arabíu sem myrti hann, bútaði niður líkið og lét það hverfa. Vestrænar leyniþjónustustofnanir telja að Salman krónprins hafi skipað fyrir um morðið, hvað sem neitunum sádiarabískra stjórnvalda líður. Aðrir hlutir skipti meira máli en fjárhagsleg framtíð „Ég er mjög vonsvikin,“ segir Cengiz um að Salman og Sádum hafi verið leyft að kaupa Newcastle. Frá því að Khashoggi var myrtur hafi hún eytt öllum sínum kröftum í að leita réttlætis. „Síðan sé ég skyndilega fréttirnar og fólk var að tala um yfirtökuna og ég sagði „gerið það, ekki gera þetta, gerið það, berið virðingu fyrir sjálfum ykkur“,“ segir hún við breska ríkisútvarpið BBC. Þrátt fyrir að með yfirtökunni verði Newcastle auðugasta knattspyrnufélag í heimi minnir Cengiz stuðningsmenn liðsins á að aðrir hlutir skipti meira máli. „Svo virðist sem að þeim standi á sama um það sem kom fyrir Jamal, þeim er bara annt um fjárhagslega framtíð sína,“ sagði hún. Aðrir gagnrýnendur yfirtöku Sáda á liðinu segja að henni sé fyrst og fremst ætlað að hvítþvo ímynd olíuríkisins. Keir Starmer, leiðtogi Verkamannaflokksins, segist með böggum hildar yfir henni. Hann vill að sjálfstæður eftirlitsaðili meti hæfi hugsanlegra kaupenda knattspyrnuliða. Þá hafa margir spurt sig hvernig enska úrvalsdeildin gat komist að þeirri niðurstöðu að sádiarabíski fjárfestingasjóðurinn væri óháður stjórnvöldum í Ríad. Úrvalsdeildin hafði raunar áður hafnað yfirtöku hans, meðal annars á þeim forsendum að sjóðurinn væri undir stjórn stjórnvalda. Í yfirlýsingu í gær sagðist deildin hafa fengið „lagalegar tryggingar“ um að sádiarabíska ríkið muni ekki stjórna Newcastle. I am very interested to know how the Saudi sovereign wealth fund proved they are not a state-run entity. https://t.co/31dPimDsX5— southpaw (@nycsouthpaw) October 7, 2021 Sádi-Arabía Enski boltinn Morðið á Khashoggi Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Fleiri fréttir Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Sjá meira
Enska úrvalsdeildin lagði blessun sína yfir að Opinberi fjárfestingarsjóðurinn (PIF), sádiarabískur sjóður sem Mohammed bin Salman, krónprins og raunverulegur leiðtogi Sádi-Arabíu, stýrir festi kaup á Newcastle í gær. Hún komst að þeirri niðurstöðu að sjóðurinn væri ekki armur af sádiarabísku ríkisstjórninni. Yfirtakan er umdeild enda hafa Salman krónprins og sádiarabísk stjórnvöld verið sökuð um stórfelld mannréttindabrot. Eitt það hrottalegasta var morðið á Khashoggi, sádiarabískum blaðamanni, á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl í október árið 2018. Khashoggi, sem hafði verið gagnrýninn á stjórnvöld í heimalandinu, ætlaði að sækja sér gögn fyrir brúðkaup sitt og Cengiz. Á ræðisskrifstofunni beið hans aftökulið frá Sádi-Arabíu sem myrti hann, bútaði niður líkið og lét það hverfa. Vestrænar leyniþjónustustofnanir telja að Salman krónprins hafi skipað fyrir um morðið, hvað sem neitunum sádiarabískra stjórnvalda líður. Aðrir hlutir skipti meira máli en fjárhagsleg framtíð „Ég er mjög vonsvikin,“ segir Cengiz um að Salman og Sádum hafi verið leyft að kaupa Newcastle. Frá því að Khashoggi var myrtur hafi hún eytt öllum sínum kröftum í að leita réttlætis. „Síðan sé ég skyndilega fréttirnar og fólk var að tala um yfirtökuna og ég sagði „gerið það, ekki gera þetta, gerið það, berið virðingu fyrir sjálfum ykkur“,“ segir hún við breska ríkisútvarpið BBC. Þrátt fyrir að með yfirtökunni verði Newcastle auðugasta knattspyrnufélag í heimi minnir Cengiz stuðningsmenn liðsins á að aðrir hlutir skipti meira máli. „Svo virðist sem að þeim standi á sama um það sem kom fyrir Jamal, þeim er bara annt um fjárhagslega framtíð sína,“ sagði hún. Aðrir gagnrýnendur yfirtöku Sáda á liðinu segja að henni sé fyrst og fremst ætlað að hvítþvo ímynd olíuríkisins. Keir Starmer, leiðtogi Verkamannaflokksins, segist með böggum hildar yfir henni. Hann vill að sjálfstæður eftirlitsaðili meti hæfi hugsanlegra kaupenda knattspyrnuliða. Þá hafa margir spurt sig hvernig enska úrvalsdeildin gat komist að þeirri niðurstöðu að sádiarabíski fjárfestingasjóðurinn væri óháður stjórnvöldum í Ríad. Úrvalsdeildin hafði raunar áður hafnað yfirtöku hans, meðal annars á þeim forsendum að sjóðurinn væri undir stjórn stjórnvalda. Í yfirlýsingu í gær sagðist deildin hafa fengið „lagalegar tryggingar“ um að sádiarabíska ríkið muni ekki stjórna Newcastle. I am very interested to know how the Saudi sovereign wealth fund proved they are not a state-run entity. https://t.co/31dPimDsX5— southpaw (@nycsouthpaw) October 7, 2021
Sádi-Arabía Enski boltinn Morðið á Khashoggi Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Fleiri fréttir Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Sjá meira