Kínverskum kolanámumönnum sagt að spýta í lófana Kjartan Kjartansson skrifar 8. október 2021 10:49 Verkamenn fylla lestarvagn með kolum við námu í Diantou í Shaanxi-héraði. Kínverjar eru stærstu framleiðendur og notendur kola í heiminum. Vísir/EPA Stjórnvöld í Beijing hafa skapað kolanámufyrirtækjum Kína að auka framleiðslu sína til þess að vinna gegn orkuskorti í landinu. Skerða hefur þurft rafmagn til milljóna heimila og fyrirtækja undanfarnar vikur. Eftirspurn eftir orku hefur aukist margfalt í Kína líkt og víða annars staðar í heiminum eftir að byrjað var að slaka á sóttvarnaaðgerðum vegna kórónuveirufaraldursins. Fyrir vikið hefur orðið rafmagnsleysi í nokkrum héruðum í Kína vegna þess að orkuver hafa þurt að skammta rafmagn frá því um miðjan september. Þrjú helstu kolahéruð landsins hafa nú heitið því að herða sig í framleiðslu á kolum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Yfirvöld í Innri-Mongólíu, annars umsvifamesta kolahéraðsins, hafa sagt stjórnendum fleiri en sjötíu kolanáma að auka árlega framleiðslu um hátt í hundrað milljónir tonna. Það nemur um þremur prósentum af heildarkolanotkun Kína á ári. Reuters-fréttastofan hefur eftir sérfræðingum að framleiðsluaukningin muni létta á skortinum en ekki leysa vandamálið. Yfirvöld þurfi áfram að skammta rafmagn til að tryggja framboð yfir vetrarmánuðina. Stjórnvöld hafa þegar látið opna aftur tugi gamalla kolanáma og lagt blessun sína yfir opnun nokkurs fjölda nýrra náma. Indland stendur frammi fyrir orkuvanda Orkuskorts hefur orðið vart víðar um heim á undanförnum vikum, þar á meðal á meginlandi Evrópu, Bretlandi og Indlandi. Ástandið er sagt sérstaklega slæmt á Indlandi þar sem orkufyrirtæki landsins eiga í stökustu vandræðum með að tryggja sér næg kol til að anna eftirspurn eftir rafmagni. Aðeins nokkurra daga byrgðir af kolum eru eftir víða. Um 70% rafmagn er framleitt með bruna á kolum á Indlandi. Af 135 kolaorkuverum eru 108 með lágmarksbyrgðir af kolum, að sögn AP-fréttastofunnar. R.K. Singh, orkumálaráðherra Indlands, segir að Indverjar gætu þurft að búa sig undir fimm til sex mánuði af erfiðleikum vegna orkuskorts. Orkunotkun jókst um fimmtung í ágúst frá sama mánuði árið 2019 áður en faraldurinn hægði á öllum efnahagsumsvifum. Viðsnúningurinn eftir faraldurinn hefur verið mun hraðari en gert var ráð fyrir. Framboðið á orku hefur minnkað enn vegna flóða í kolanámum í óvenjuáköfu úrhelli á Indlandi. Heimsmarkaðsverð á kolum er svo hátt að séfræðingar telja að Indverjar geti ekki bjargað sér með því að flytja þau inn. Kína Loftslagsmál Orkumál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Kolaskortur og rafmagnsleysi Kína Verksmiðjum hefur verið lokað vegna orkuskorts í Kína sem hefur einnig náð til heimila í norðausturhluta landsins. Meðal annars hefur verksmiðjum fyrirtækja eins og Apple og Tesla verið lokað en orkuskorturinn hefur meðal annars verið rakinn til skorts á kolum. 27. september 2021 11:32 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent Fleiri fréttir Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Sjá meira
Eftirspurn eftir orku hefur aukist margfalt í Kína líkt og víða annars staðar í heiminum eftir að byrjað var að slaka á sóttvarnaaðgerðum vegna kórónuveirufaraldursins. Fyrir vikið hefur orðið rafmagnsleysi í nokkrum héruðum í Kína vegna þess að orkuver hafa þurt að skammta rafmagn frá því um miðjan september. Þrjú helstu kolahéruð landsins hafa nú heitið því að herða sig í framleiðslu á kolum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Yfirvöld í Innri-Mongólíu, annars umsvifamesta kolahéraðsins, hafa sagt stjórnendum fleiri en sjötíu kolanáma að auka árlega framleiðslu um hátt í hundrað milljónir tonna. Það nemur um þremur prósentum af heildarkolanotkun Kína á ári. Reuters-fréttastofan hefur eftir sérfræðingum að framleiðsluaukningin muni létta á skortinum en ekki leysa vandamálið. Yfirvöld þurfi áfram að skammta rafmagn til að tryggja framboð yfir vetrarmánuðina. Stjórnvöld hafa þegar látið opna aftur tugi gamalla kolanáma og lagt blessun sína yfir opnun nokkurs fjölda nýrra náma. Indland stendur frammi fyrir orkuvanda Orkuskorts hefur orðið vart víðar um heim á undanförnum vikum, þar á meðal á meginlandi Evrópu, Bretlandi og Indlandi. Ástandið er sagt sérstaklega slæmt á Indlandi þar sem orkufyrirtæki landsins eiga í stökustu vandræðum með að tryggja sér næg kol til að anna eftirspurn eftir rafmagni. Aðeins nokkurra daga byrgðir af kolum eru eftir víða. Um 70% rafmagn er framleitt með bruna á kolum á Indlandi. Af 135 kolaorkuverum eru 108 með lágmarksbyrgðir af kolum, að sögn AP-fréttastofunnar. R.K. Singh, orkumálaráðherra Indlands, segir að Indverjar gætu þurft að búa sig undir fimm til sex mánuði af erfiðleikum vegna orkuskorts. Orkunotkun jókst um fimmtung í ágúst frá sama mánuði árið 2019 áður en faraldurinn hægði á öllum efnahagsumsvifum. Viðsnúningurinn eftir faraldurinn hefur verið mun hraðari en gert var ráð fyrir. Framboðið á orku hefur minnkað enn vegna flóða í kolanámum í óvenjuáköfu úrhelli á Indlandi. Heimsmarkaðsverð á kolum er svo hátt að séfræðingar telja að Indverjar geti ekki bjargað sér með því að flytja þau inn.
Kína Loftslagsmál Orkumál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Kolaskortur og rafmagnsleysi Kína Verksmiðjum hefur verið lokað vegna orkuskorts í Kína sem hefur einnig náð til heimila í norðausturhluta landsins. Meðal annars hefur verksmiðjum fyrirtækja eins og Apple og Tesla verið lokað en orkuskorturinn hefur meðal annars verið rakinn til skorts á kolum. 27. september 2021 11:32 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent Fleiri fréttir Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Sjá meira
Kolaskortur og rafmagnsleysi Kína Verksmiðjum hefur verið lokað vegna orkuskorts í Kína sem hefur einnig náð til heimila í norðausturhluta landsins. Meðal annars hefur verksmiðjum fyrirtækja eins og Apple og Tesla verið lokað en orkuskorturinn hefur meðal annars verið rakinn til skorts á kolum. 27. september 2021 11:32