Erlent

Skotárás í skóla í Texas

Samúel Karl Ólason skrifar
Mikill viðbúnaður er við skólann.
Mikill viðbúnaður er við skólann.

Minnst fjórir eru slasaðir eftir skotárás í skóla í Arlington í Texas. Þrír voru fluttir á sjúkrahús, tveir nemendur og einn kennari, en af þeim eru tveir sagðir hafa orðið fyrir skotum. 

Fréttin hefur verið uppfærð.

Árásarmaðurinn flúði af vettvangi en lögreglan segir að búið sé að tryggja öryggi á skólalóðinni.

Skotárásin er sögð hafa byrjað á slagsmálum tveggja manna sem hafi undið upp á sig og endað með því að byssa var dregin á loft.

Nú leitar lögreglan átján ára manns sem grunaður er um árásina.

Mikill viðbúnaður var við skólann í kjölfar þess að skothljóð ómuðu þar. Héraðsmiðilinn NBCDFW sagði foreldra barna í skólanum hafa fengið tilkynningu um skotárás þar. Í henni stóð að nemendur og kennarar hefðu læst sig inni í skólastofum sínum og skrifstofum.

Samkvæmt lögum í Texas má hver sem er bera skammbyssu, án þess að vera með byssuleyfi.

Þetta myndband er sagt hafa verið tekið í Timberview-skólanum. Vert er að taka fram að það er ekki staðfest enn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×