„Við verðum að taka til og hagræða“ Sindri Sverrisson skrifar 5. október 2021 10:01 Valsmenn fengu til sín sterka leikmenn á borð við Tryggva Hrafn Haraldsson og Arnór Smárason til að freista þess að verja Íslandsmeistaratitilinn en enduðu aðeins í 5. sæti. VÍSIR/BÁRA „Við vorum með stóran hóp og mikla umgjörð, og við verðum að taka til og hagræða,“ segir Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals. Ljóst er að karlalið Vals kveður að minnsta kosti fimm leikmenn eftir vonbrigðatímabil og mikil óvissa ríkir um markvörðinn Hannes Þór Halldórsson. Valsmenn enduðu í 5. sæti Pepsi Max-deildarinnar og féllu úr leik í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Liðið verður því ekki eitt af þremur sem spila í Evrópukeppnum karla á næstu leiktíð. Ljóst er að Valur verður þar með af miklum tekjum en félagið tryggði sér til að mynda 810.000 evrur frá UEFA, rúmlega 120 milljónir króna, með þátttöku sinni í forkeppni Meistaradeildarinnar og Sambandsdeildarinnar í sumar. Mikið högg og áfall að missa af Evrópusæti „Þetta er mikið högg og áfall að hafa ekki komist í Evrópukeppni á næsta ári. Það fylgir því rosalegt tekjutap. Eðli málsins samkvæmt þurfum við því að leita leiða til að ná niður kostnaði, rétt eins og önnur lið. Við erum í þeim fasa núna; að leita leiða til að spara við okkur,“ segir Börkur. En hvernig er hægt að skera niður? Umgjörðin í kringum Valsliðið var aukin fyrir þetta tímabil og einn af nýju mönnunum, Arnór Smárason, sagði aðstöðuna og umhverfið standast sterkum liðum á Norðurlöndunum snúninginn. Börkur segir Val þó ekki ætla að slá af kröfum í umgjörð heldur verði leitað leiða til að spara í launakostnaði. Samkvæmt síðasta ársreikningi Vals nam kostnaður vegna launa og launatengdra gjalda alls 197 milljónum árið 2020, og 234 milljónum árið 2019. Ekki liggur fyrir hver launakostnaðurinn í ár verður. Hannes Þór Halldórsson lagði landsliðsskóna á hilluna á dögunum en á eitt ár eftir af samningi sínum við Val. Framtíð hans er þó í óvissu eftir að Valur fékk til sín markvörðinn Guy Smit.vísir/bára Valur hefur fengið til sín markvörðinn Guy Smit sem var orðinn samningslaus hjá Leikni en er fyrir með Hannes og Svein Sigurð Jóhannesson. Það verður að teljast ólíklegt að Hannes og Smit verði báðir á launaskrá hjá Val á næsta ári, í ljósi þess að félagið þarf að draga saman seglin eins og Börkur segir, en formaðurinn vill þó ekkert tjá sig um stöðu Hannesar. Ekki frekar en þjálfarinn Heimir Guðjónsson eða Hannes sjálfur. Fleiri fari út en komi inn Christian Köhler, Johannes Vall, Kaj Leo í Bartalsstovu, Magnus Egilsson og Kristinn Freyr Sigurðsson yfirgefa Val eftir að samningar þeirra runnu út. „Við munum vissulega leita leiða til að bæta liðið okkar frá því í sumar með því að taka inn nýja leikmenn, en ég veit ekki hversu margir þeir verða og ég hygg að þeir verði færri en fara út,“ segir Börkur og bætir við: „Við viljum alls ekki slá af þeim kröfum sem við gerum til okkar sjálfra varðandi umgjörð og aðstöðu. Langstærsta prósenta innkomu knattspyrnudeilda á Íslandi, að minnsta kosti í efstu deild, fer líka í laun og launatengdan kostnað. Fyrst og fremst þar getum við sparað. Annað er svo lítið brot af heildinni. Stóru peningarnir eru í laununum, rétt eins og í öðrum rekstri.“ Valur Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Kristinn Freyr gengur til liðs við FH Kristinn Freyr Sigurðsson er genginn í raðir FH frá Valsmönnum þar sem hann mun hitta fyrir sinn gamla þjálfara, Ólaf Jóhannesson. 2. október 2021 13:15 Guy Smit semur við Val Hollenski markvörðurinn Guy Smit er búinn að skrifa undir tveggja ára samning við Val, en hann lék með Leikni seinustu tvö tímabil. 1. október 2021 18:17 Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Valsmenn enduðu í 5. sæti Pepsi Max-deildarinnar og féllu úr leik í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Liðið verður því ekki eitt af þremur sem spila í Evrópukeppnum karla á næstu leiktíð. Ljóst er að Valur verður þar með af miklum tekjum en félagið tryggði sér til að mynda 810.000 evrur frá UEFA, rúmlega 120 milljónir króna, með þátttöku sinni í forkeppni Meistaradeildarinnar og Sambandsdeildarinnar í sumar. Mikið högg og áfall að missa af Evrópusæti „Þetta er mikið högg og áfall að hafa ekki komist í Evrópukeppni á næsta ári. Það fylgir því rosalegt tekjutap. Eðli málsins samkvæmt þurfum við því að leita leiða til að ná niður kostnaði, rétt eins og önnur lið. Við erum í þeim fasa núna; að leita leiða til að spara við okkur,“ segir Börkur. En hvernig er hægt að skera niður? Umgjörðin í kringum Valsliðið var aukin fyrir þetta tímabil og einn af nýju mönnunum, Arnór Smárason, sagði aðstöðuna og umhverfið standast sterkum liðum á Norðurlöndunum snúninginn. Börkur segir Val þó ekki ætla að slá af kröfum í umgjörð heldur verði leitað leiða til að spara í launakostnaði. Samkvæmt síðasta ársreikningi Vals nam kostnaður vegna launa og launatengdra gjalda alls 197 milljónum árið 2020, og 234 milljónum árið 2019. Ekki liggur fyrir hver launakostnaðurinn í ár verður. Hannes Þór Halldórsson lagði landsliðsskóna á hilluna á dögunum en á eitt ár eftir af samningi sínum við Val. Framtíð hans er þó í óvissu eftir að Valur fékk til sín markvörðinn Guy Smit.vísir/bára Valur hefur fengið til sín markvörðinn Guy Smit sem var orðinn samningslaus hjá Leikni en er fyrir með Hannes og Svein Sigurð Jóhannesson. Það verður að teljast ólíklegt að Hannes og Smit verði báðir á launaskrá hjá Val á næsta ári, í ljósi þess að félagið þarf að draga saman seglin eins og Börkur segir, en formaðurinn vill þó ekkert tjá sig um stöðu Hannesar. Ekki frekar en þjálfarinn Heimir Guðjónsson eða Hannes sjálfur. Fleiri fari út en komi inn Christian Köhler, Johannes Vall, Kaj Leo í Bartalsstovu, Magnus Egilsson og Kristinn Freyr Sigurðsson yfirgefa Val eftir að samningar þeirra runnu út. „Við munum vissulega leita leiða til að bæta liðið okkar frá því í sumar með því að taka inn nýja leikmenn, en ég veit ekki hversu margir þeir verða og ég hygg að þeir verði færri en fara út,“ segir Börkur og bætir við: „Við viljum alls ekki slá af þeim kröfum sem við gerum til okkar sjálfra varðandi umgjörð og aðstöðu. Langstærsta prósenta innkomu knattspyrnudeilda á Íslandi, að minnsta kosti í efstu deild, fer líka í laun og launatengdan kostnað. Fyrst og fremst þar getum við sparað. Annað er svo lítið brot af heildinni. Stóru peningarnir eru í laununum, rétt eins og í öðrum rekstri.“
Valur Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Kristinn Freyr gengur til liðs við FH Kristinn Freyr Sigurðsson er genginn í raðir FH frá Valsmönnum þar sem hann mun hitta fyrir sinn gamla þjálfara, Ólaf Jóhannesson. 2. október 2021 13:15 Guy Smit semur við Val Hollenski markvörðurinn Guy Smit er búinn að skrifa undir tveggja ára samning við Val, en hann lék með Leikni seinustu tvö tímabil. 1. október 2021 18:17 Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Kristinn Freyr gengur til liðs við FH Kristinn Freyr Sigurðsson er genginn í raðir FH frá Valsmönnum þar sem hann mun hitta fyrir sinn gamla þjálfara, Ólaf Jóhannesson. 2. október 2021 13:15
Guy Smit semur við Val Hollenski markvörðurinn Guy Smit er búinn að skrifa undir tveggja ára samning við Val, en hann lék með Leikni seinustu tvö tímabil. 1. október 2021 18:17