Erlent

Boða rann­sóknir vegna Pan­dóru­skjalanna

Fanndís Birna Logadóttir skrifar
Andrej Babiš, forsætisráðherra Tékklands, er meðal þeirra sem er nefndur í Pandóruskjölunum, en hann stendur nú í miðri kosningarbaráttu. 
Andrej Babiš, forsætisráðherra Tékklands, er meðal þeirra sem er nefndur í Pandóruskjölunum, en hann stendur nú í miðri kosningarbaráttu. 

Yfir­völd í að minnsta kosti átta löndum víða um heim hafa til­kynnt að þau muni koma til með hefja rann­sókn vegna upp­lýsinga í Pan­dóru­skjölunum svo­kölluðu sem birt voru í gær.

Að því er kemur fram í frétt á vef al­þjóð­legra sam­taka rann­sóknar­blaða­manna, ICIJ, hafa stjórn­völd í Pakistan, Mexíkó, Brasilíu, Sri Lanka, Ástralíu, Panama, Tékk­landi og á Spáni lofað því að hefja rann­sókn á fjár­málaum­svifum hátt settra aðila þar í landi.

Pan­dóru­skjölin, stærsti fjár­mála­gagna­leki allra tíma, af­hjúpuðu leyni­leg auð­æfi margs valda­mesta fólks heims. Í gögnunum má finna upp­lýsingar um fjár­mál 35 nú­verandi eða fyrr­verandi þjóðar­leið­toga og rúm­lega 330 stjórn­mála­manna frá 91 landi.

Meðal þeirra sem koma fram í skjölunum er Tony Blair, fyrr­verandi for­sætis­ráð­herra Bret­lands, Abdullah II bin Al-Hussein, konungur Jór­daníu, og Andrej Babiš, for­sætis­ráð­herra Tékk­lands. 

Yfir­völd í Tékk­landi greindu frá því fyrr í dag að þau kæmu til með að rann­saka for­sætis­ráð­herrann, sem stendur nú í miðri kosninga­bar­áttu og leyndi því að hann ætti ríf­lega 2,8 milljarða króna sveita­setur. Þá muni yfir­völd rann­saka alla aðra tékk­neska ríkis­borgara sem fram koma í skjölunum.

Imran Khan, for­sætis­ráð­herra Pakistan, greindi frá því í gær að yfir­völd myndu rann­saka alla þá sem fram komu í skjölunum. Meðal þeirra sem komu fram í skjölunum voru aðilar úr innsta hring Khan, þar á meðal fjár­mála­ráð­herra hans.

Í Panama verður komið á eftir­liti með þjónustu­aðilum sem koma fram í skjölunum, til að mynda lög­fræði­fyrir­tækið Alcoga­l. Þá munu allir skatt­greið­endur í Panama þurfa að sæta endur­skoðun ef þeirra er getið í skjölunum.

Leið­togi stjórnar­and­stöðunnar í Brasilíu, Alessandri Milin, til­kynnti í gær að hann myndi koma til með að óska eftir að lög­regla muni rann­saka aflands­starf­semi fjár­mála­ráð­herrans Pau­lo Guedes, og seðla­banka­stjórans Rober­to Campos Neto.

Í Srí Lanka sögðu ráð­herrar ríkis­stjórnarinnar að nefnd sem rann­sakar á­sakanir um mútur eða spillingu þurfi að kanna þá aðila sem fram koma í skjölunum. Niru­pama Rajap­aksa, fyrr­verandi ráð­herra, er einn af fjöl­mörgum stjórn­mála­mönnum í landinu sem koma fram í skjölunum.

Spænsk skatt­yfir­völd hafa til­kynnt að þau muni rann­saka mögu­lega glæpi ein­stak­linga sem koma fram í skjölunum. Slíkt hið sama verður gert í Mexíkó. Áströlsk yfir­völd munu einnig rann­saka hvort upp komi tengsl við Ástrali í skjölunum.

Nokkrir hátt settir ein­staklingar sem finna má í skjölunum hafa svarað fyrir sig og má þar til að mynda nefna fjár­mála­ráð­herra Hollands, Wop­ke Hoeksta, fjár­mála­ráð­herra Pakistan, Shaukat Tarin, og fyrrum for­seta Panama, Ri­car­do Martinelli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×