Luku 692 milljóna króna hlutafjárútboði fyrir safnkortaleik Eiður Þór Árnason skrifar 30. september 2021 23:36 Bræðurnir Ívar og Guðmundur Kristjánssynir stofnuðu fyrirtækið árið 2015. 1939 Games Íslenska tölvuleikjafyrirtækið 1939 Games hefur lokið 5,3 milljóna bandaríkjadala hlutafjárútboði, sem samsvarar ríflega 692 milljónum króna. Ráðist var í hlutafjárútboðið til að styðja við frekari vöxt félagsins og klára þróun tölvuleiksins Kards fyrir iOS og Android snjalltæki. Var fjármögnunin leidd af þremur kóreskum fjárfestingasjóðum sem hafa mikla reynslu af alþjóðlega leikjamarkaðnum og eru sagðir sjá mikil tækifæri fyrir leikinn í Kóreu og öðrum löndum Asíu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá 1939 Games en sjóðirnir heita Korea Investment Partners, Woori Technology Invest Co. Ltd. og Seoul Investment Partners. Aðrir sjóðir sem komu að fjármögnuninni voru finnski tölvuleikjafjárfestingasjóðurinn Sisu Game Ventures og íslenski vísisjóðurinn Crowberry Capital. Skilað 400 milljónum króna í tekjur 1939 Games var stofnað af bræðrunum Ívari og Guðmundi Kristjánssonum árið 2015 en þeir störfuðu báðir hjá CCP um árabil. Ívar var einn þriggja stofnenda CCP og var framkvæmdastjóri fyrirtækisins þegar EVE Online kom út árið 2003 en hann starfaði hjá CCP í 17 ár, lengst af sem fjármálastjóri. Guðmundur starfaði í 12 ár hjá CCP og lengst af sem verkefnastjóri. Kards er strategískur kortaleikur.1939 Games „Það er mikil viðurkenning á okkar starfi að fá svona öfluga fjárfesta að borðinu, sem hafa gífurlega þekkingu á þessu sviði og geta stutt enn frekar við það sem við erum að gera. Þetta fjármagn verður notað til að klára útgáfu leiksins fyrir farsíma og koma honum á markað, en þar liggja stærstu tækifærin fyrir leiki eins og Kards,“ segir Ívar Kristjánsson, framkvæmdastjóri 1939 Games, í tilkynningu. Hann bætir við að leiknum hafi verið mjög vel tekið á PC-tölvum þar sem yfir 700 þúsund hafa spilað hann. Þá sé leikurinn búinn að skila um 400 milljónum króna í tekjur. Gefa leikinn út fyrir síma á næsta ári Leiksvið Kards er síðari heimsstyrjöldin þar sem leikmenn mætast í einvígjum sem taka að jafnaði fimm til tíu mínútur. Ívar lýsir Kards sem nokkurs konar rafrænum safnkortaleik (e. cross-multi-platform Digital Collectible Card Game). Stefnt er að því að leikurinn verði gefinn út fyrir síma á næsta ári. Að sögn Ívars er áætlað að um 60 milljónir manna spili svona leiki í hverjum mánuði og að þessi tegund leikja skili um 250 milljörðum króna í tekjur á þessu ári. Stendur nú til að stækka og efla teymi fyrirtækisins. Nýsköpun Leikjavísir Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Var fjármögnunin leidd af þremur kóreskum fjárfestingasjóðum sem hafa mikla reynslu af alþjóðlega leikjamarkaðnum og eru sagðir sjá mikil tækifæri fyrir leikinn í Kóreu og öðrum löndum Asíu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá 1939 Games en sjóðirnir heita Korea Investment Partners, Woori Technology Invest Co. Ltd. og Seoul Investment Partners. Aðrir sjóðir sem komu að fjármögnuninni voru finnski tölvuleikjafjárfestingasjóðurinn Sisu Game Ventures og íslenski vísisjóðurinn Crowberry Capital. Skilað 400 milljónum króna í tekjur 1939 Games var stofnað af bræðrunum Ívari og Guðmundi Kristjánssonum árið 2015 en þeir störfuðu báðir hjá CCP um árabil. Ívar var einn þriggja stofnenda CCP og var framkvæmdastjóri fyrirtækisins þegar EVE Online kom út árið 2003 en hann starfaði hjá CCP í 17 ár, lengst af sem fjármálastjóri. Guðmundur starfaði í 12 ár hjá CCP og lengst af sem verkefnastjóri. Kards er strategískur kortaleikur.1939 Games „Það er mikil viðurkenning á okkar starfi að fá svona öfluga fjárfesta að borðinu, sem hafa gífurlega þekkingu á þessu sviði og geta stutt enn frekar við það sem við erum að gera. Þetta fjármagn verður notað til að klára útgáfu leiksins fyrir farsíma og koma honum á markað, en þar liggja stærstu tækifærin fyrir leiki eins og Kards,“ segir Ívar Kristjánsson, framkvæmdastjóri 1939 Games, í tilkynningu. Hann bætir við að leiknum hafi verið mjög vel tekið á PC-tölvum þar sem yfir 700 þúsund hafa spilað hann. Þá sé leikurinn búinn að skila um 400 milljónum króna í tekjur. Gefa leikinn út fyrir síma á næsta ári Leiksvið Kards er síðari heimsstyrjöldin þar sem leikmenn mætast í einvígjum sem taka að jafnaði fimm til tíu mínútur. Ívar lýsir Kards sem nokkurs konar rafrænum safnkortaleik (e. cross-multi-platform Digital Collectible Card Game). Stefnt er að því að leikurinn verði gefinn út fyrir síma á næsta ári. Að sögn Ívars er áætlað að um 60 milljónir manna spili svona leiki í hverjum mánuði og að þessi tegund leikja skili um 250 milljörðum króna í tekjur á þessu ári. Stendur nú til að stækka og efla teymi fyrirtækisins.
Nýsköpun Leikjavísir Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira