Leicester enn án sigurs í Evrópudeildinni

Leicester hefur aðeins tekið eitt stig úr fyrstu tveim leikjum sínum í Evrópudeildinni.
Leicester hefur aðeins tekið eitt stig úr fyrstu tveim leikjum sínum í Evrópudeildinni. Adam Nurkiewicz/Getty Images

Mahir Emreli kom Pólverjunum yfir eftir hálftíma leik eftir stoðsendingu frá Josue og staðan var því 1-0 þegar að flautað var til hálfleiks.

Gestirnir frá Leicester færðu sig framar á völlinn í seinni hálfleik og sköpuðu sér nokkur álitleg færi til að jafna leikinn.

Á 65. mínútu átti Jannik Vestergaard skalla í átt að marki eftir hornspyrnu Kiernan Dewsbury-Hall, en heimamenn náðu að sópa boltanum af marklínunni.

Ekki tókst gestunum að jafna metin og niðurstaðan varð því 1-0 sigur Legia sem er nú með sex stig eftir að hafa unnið fyrstu tvo leiki sína í C-riðli Evrópudeildarinnar. Leicester hefur ekki byrjað jafn vel og hefur nú aðeins eitt stig eftir fyrstu tvo leikina, en liðið gerði 2-2 jafntefli við Napoli í fyrsta leik.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira