Viðskipti innlent

Jón nýr rekstrar­stjóri Net­veitu

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Jón hefur verið ráðinn nýr rekstrarstjóri Netveitu.
Jón hefur verið ráðinn nýr rekstrarstjóri Netveitu. Aðsend

Jón Finnbogason hefur verið ráðinn sem rekstrarstjóri Netveitu, sem er á vegum Þjónustulausna Origo. Jón starfaði áður sem vörustjóri hjá Símanum og hann starfaði sem verkefnastjóri hjá Kaupþingi.

Þetta kemur fram í tilkynning frá Origo. Jón lauk mastersgráðu frá háskólanum CBS í Kaupmannahöfn í upplýsingastjórnun.

„Sérfræðiþekking starfsfólks Origo gerir okkur Netveituna í raun ráðgjafaeiningu þar sem við leysum fjarskipta- og netöryggisþarfir viðskiptavina. Mér finnst mjög spennandi að fara með reynslu úr fjarskiptaheiminum enn dýpra í upplýsingatæknina og netöryggið með Origo. Samstarf við Syndis gerir okkur svo kleift að bjóða uppá heildstæðar lausnir í upplýsingatækni svo viðskiptavinir geti dafnað í sinni eigin starfssemi,“ segir Jón í tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×