Sagði óbærilegt að hugsa um síðustu stundir dóttur sinnar: Morðingi Söruh Everard dæmdur í lífstíðarfangelsi Samúel Karl Ólason skrifar 30. september 2021 11:07 Sarah Everard, hvarf í mars er hún var á leið heim til sín í London eftir að hafa verið í heimsókn hjá vinum sínum. EPA/ANDY RAIN Fyrrverandi lögregluþjónninn Wayne Couzens hefur verið dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða Söruh Everard. Hinn 48 ára gamli Couzens játaði í sumar að hafa rænt, nauðgað og myrt Everard í mars. Við dómsuppkvaðningu sagði dómarinn að morð Everard hefði verið ógeðfellt og grimmilegt. Hann sagði Couzens hafa skipulagt ódæðið í þaula og varið minnst mánuði í að undirbúa sig. Miðað við undirbúninginn hafi Couzens ætlað sér að leita uppi konu til að nauðga og myrða og hafði hann leigt bíl sem leit út eins og lögreglubíll. Þá sagði dómarinn að þrátt fyrir að hann hefði játað morðið, hefði Couzens aldrei gert fyllilega grein fyrir því sem gerðist þegar hann myrti Everard. Everard var 33 ára gömul. Hvarf hennar vakti mikla athygli í Bretlandi og grimmilegt morð hennar beindi í kjölfarið kastljósinu að öryggi kvenna þar í landi. Þegar hún var að ganga heim frá vini sínum þann 3. mars notaði Couzens starf sitt sem lögregluþjónn til að handtaka hana á fölskum forsendum fyrir að brjóta sóttvarnarlög. Hann handjárnaði hana og færði hana í bíl sem hann hafði leigt degi áður. Couzens keyrði rúmlega hundrað kílómetra til strjálbýls svæðis í Kent þar sem hann færði Everard yfir í annan bíl, nauðgaði henni og kyrkti hana svo með lögreglubelti sínu. Því næst flutti hann lík hennar inn í skóg nærri Ashford í Kent og brenndi það. Seinna meir flutti hennar að nærliggjandi tjörn og skildi það eftir þar. Nokkrum dögum eftir það fór Couzens með eiginkonu sinni og börnum í gönguferð á þetta sama svæði. Couozens hafði leigt bílinn sem hann var á degi áður og meðal annars keypt límband til að nota við mannránið sem hann ætlaði að fremja. Lögreglan í London birti í gær yfirlýsingu þar sem glæpur Couzens var sagður viðurstyggilegur og Couzens sagður hafa svikið allt það sem lögreglan stæði fyrir. Þá stóð í yfirlýsingunni að hugur lögregluþjóna væri hjá fjölskyldu Everard. Lögreglan ætlar ekki að tjá sig frekar fyrr en dómsmálinu gegn Couzens er lokið. Saksóknarar sögðu glæp lögregluþjónsins fyrrverandi vera svo alvarlegan að hann ætti að vera dæmdur í lífstíðarfangelsi, sem í Bretlandi þýðir nákvæmlega það. Couzens mun að líkindum aldrei verða sleppt úr fangelsi. Verjandi Couzens sagði hann fullan iðrunar og sagði að ekki ætti að dæma hann í meira en 30 ára fangelsi. Í dómsal í dag sagði hann að Couzens þyrfti á meðferð að halda, svo komast mætti að því af hverju hann hefði framið þetta ódæði. Geðlæknir hefur rætt við Couzens og komist að þeirri niðurstöðu að hann þjáðist mögulega af vægu þunglyndi. Það tengdist ákvörðun hans að myrða Everard þó ekkert, samkvæmt dómaranum. Hér má sjá sjónvarpsfrétt Sky News þar sem meðal annars er farið er yfir síðasta kvöld Söruh Everard og rætt við lögregluþjón sem kom að rannsókninni á morði hennar. What happened the night Wayne Couzens killed Sarah Everard?Sky News speaks to an officer who worked on the case as a court hears what happened the night she was murdered by Wayne Couzens.Read more here: https://t.co/YrQEEf1fOB pic.twitter.com/O29pNzjSd5— Sky News (@SkyNews) September 30, 2021 Neitaði að horfa í augu fjölskyldu hennar Fjölskyldumeðlimir Everard lásu yfirlýsingar í dómsalnum í gær og þá sögðust foreldrar hennar og systir aldrei geta fyrirgefið Couzens. Á einum tímapunkti krafðist faðir Everard þess að lögregluþjónninn liti í augu hans en sá neitaði og horfði hann niður á gólfið allan tímann. Susan Everard, móðir Söruh, sagði dóttur sína hafa dáið við hræðilegar kringumstæður og hún gæti ekki hætt að hugsa um hvað Sarah þurfti að þola á sínum síðustu stundum. Hún hafi verið ein með manni sem vildi henni mein og hafi eflaust verið mjög óttaslegin. „Að hugsa um það er óbærilegt,“ sagði Susan Everard, samkvæmt Sky News. Teikning úr dómsal í London í gær. Hér má sjá Tom Little, saksóknara, og Wayne Couzens í bakgrunni.AP/Elizabeth Cook Jeremy Everard, faðir Söruh, krafðist þess að Couzens hofði á sig, sem hann gerði ekki. Hann sagðist sömuleiðis ekki geta hætt að hugsa um þjáningar dóttur sinnar og sagðist aldrei geta fyrirgefið lögregluþjóninum. „Þú brenndir lík dóttur minnar,“ sagði Jeremy. Hann sagði Couzens hafa kvalið þau frekar með því að segja ekki hvort hann hefði brennt Söruh Everard lifandi eða látna. „Engin refsing sem þú færð mun vera sambærileg þeim sársauka og kvölum sem þú hefur valdið okkur,“ sagði hann. Sagði Couzens vera skrímsli Katie Everard, systir Söruh, sagði Couzens vera skrímsli. Hann hafði komið fram við systur hennar eins og rusl. Hann hefði tekið eigin sjúku þarfir fram fyrir líf hennar og losað sig við lík hennar eins og rusl. Hún sagðist sömuleiðis ekki geta hætt að hugsa um kvalir systur sinnar. „Við getum aldrei fengið Söruh aftur. Síðustu augnablik lífs hennar eru sífellt í huga mér,“ sagði hún. Bretland England Morðið á Söruh Everard Erlend sakamál Tengdar fréttir Couzens játar að hafa rænt og nauðgað Söruh Everard Breski lögreglumaðurinn Wayne Couzens játaði að hafa rænt og nauðgað Söruh Everard þegar hann mætti fyrir dómara í morgun. 8. júní 2021 11:47 Handtökur á mótmælum vegna lögregluaðgerða á minningarsamkomu Hundruð hafa safnast saman í miðborg Lundúna til þess að minnast Söruh Everard, sem var myrt af lögreglumanni í Kent 3. mars síðastliðinn, og til þess að mótmæla lögreglunni. Komið hefur til átaka milli lögreglu og mótmælenda og einhverjir hafa verið handteknir. 15. mars 2021 20:48 Segja aðgerðir lögreglu á minningarsamkomu hafa verið nauðsynlegar Aðstoðarlögreglustjóri lögreglunnar í London segir að aðgerðir lögreglu gegn konum sem söfnuðust saman til að minnast ungrar konu sem var myrt í borginni hafi verið nauðsynlegar. Borgarstjóri London og innanríkisráðherra Bretlands eru á meðal þeirra sem hafa krafið lögregluna skýringa á framgöngu hennar gegn konunum. 14. mars 2021 08:40 Hafa fundið líkamsleifar Everard Bresk lögregluyfirvöld hafa staðfest að líkamsleifar sem fundust í gær eru Sarah Everard, sem sást síðast á göngu 3. mars sl. Lögreglumaður hefur verið handtekinn, grunaður um að hafa rænt og myrt Everard. 12. mars 2021 14:41 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Við dómsuppkvaðningu sagði dómarinn að morð Everard hefði verið ógeðfellt og grimmilegt. Hann sagði Couzens hafa skipulagt ódæðið í þaula og varið minnst mánuði í að undirbúa sig. Miðað við undirbúninginn hafi Couzens ætlað sér að leita uppi konu til að nauðga og myrða og hafði hann leigt bíl sem leit út eins og lögreglubíll. Þá sagði dómarinn að þrátt fyrir að hann hefði játað morðið, hefði Couzens aldrei gert fyllilega grein fyrir því sem gerðist þegar hann myrti Everard. Everard var 33 ára gömul. Hvarf hennar vakti mikla athygli í Bretlandi og grimmilegt morð hennar beindi í kjölfarið kastljósinu að öryggi kvenna þar í landi. Þegar hún var að ganga heim frá vini sínum þann 3. mars notaði Couzens starf sitt sem lögregluþjónn til að handtaka hana á fölskum forsendum fyrir að brjóta sóttvarnarlög. Hann handjárnaði hana og færði hana í bíl sem hann hafði leigt degi áður. Couzens keyrði rúmlega hundrað kílómetra til strjálbýls svæðis í Kent þar sem hann færði Everard yfir í annan bíl, nauðgaði henni og kyrkti hana svo með lögreglubelti sínu. Því næst flutti hann lík hennar inn í skóg nærri Ashford í Kent og brenndi það. Seinna meir flutti hennar að nærliggjandi tjörn og skildi það eftir þar. Nokkrum dögum eftir það fór Couzens með eiginkonu sinni og börnum í gönguferð á þetta sama svæði. Couozens hafði leigt bílinn sem hann var á degi áður og meðal annars keypt límband til að nota við mannránið sem hann ætlaði að fremja. Lögreglan í London birti í gær yfirlýsingu þar sem glæpur Couzens var sagður viðurstyggilegur og Couzens sagður hafa svikið allt það sem lögreglan stæði fyrir. Þá stóð í yfirlýsingunni að hugur lögregluþjóna væri hjá fjölskyldu Everard. Lögreglan ætlar ekki að tjá sig frekar fyrr en dómsmálinu gegn Couzens er lokið. Saksóknarar sögðu glæp lögregluþjónsins fyrrverandi vera svo alvarlegan að hann ætti að vera dæmdur í lífstíðarfangelsi, sem í Bretlandi þýðir nákvæmlega það. Couzens mun að líkindum aldrei verða sleppt úr fangelsi. Verjandi Couzens sagði hann fullan iðrunar og sagði að ekki ætti að dæma hann í meira en 30 ára fangelsi. Í dómsal í dag sagði hann að Couzens þyrfti á meðferð að halda, svo komast mætti að því af hverju hann hefði framið þetta ódæði. Geðlæknir hefur rætt við Couzens og komist að þeirri niðurstöðu að hann þjáðist mögulega af vægu þunglyndi. Það tengdist ákvörðun hans að myrða Everard þó ekkert, samkvæmt dómaranum. Hér má sjá sjónvarpsfrétt Sky News þar sem meðal annars er farið er yfir síðasta kvöld Söruh Everard og rætt við lögregluþjón sem kom að rannsókninni á morði hennar. What happened the night Wayne Couzens killed Sarah Everard?Sky News speaks to an officer who worked on the case as a court hears what happened the night she was murdered by Wayne Couzens.Read more here: https://t.co/YrQEEf1fOB pic.twitter.com/O29pNzjSd5— Sky News (@SkyNews) September 30, 2021 Neitaði að horfa í augu fjölskyldu hennar Fjölskyldumeðlimir Everard lásu yfirlýsingar í dómsalnum í gær og þá sögðust foreldrar hennar og systir aldrei geta fyrirgefið Couzens. Á einum tímapunkti krafðist faðir Everard þess að lögregluþjónninn liti í augu hans en sá neitaði og horfði hann niður á gólfið allan tímann. Susan Everard, móðir Söruh, sagði dóttur sína hafa dáið við hræðilegar kringumstæður og hún gæti ekki hætt að hugsa um hvað Sarah þurfti að þola á sínum síðustu stundum. Hún hafi verið ein með manni sem vildi henni mein og hafi eflaust verið mjög óttaslegin. „Að hugsa um það er óbærilegt,“ sagði Susan Everard, samkvæmt Sky News. Teikning úr dómsal í London í gær. Hér má sjá Tom Little, saksóknara, og Wayne Couzens í bakgrunni.AP/Elizabeth Cook Jeremy Everard, faðir Söruh, krafðist þess að Couzens hofði á sig, sem hann gerði ekki. Hann sagðist sömuleiðis ekki geta hætt að hugsa um þjáningar dóttur sinnar og sagðist aldrei geta fyrirgefið lögregluþjóninum. „Þú brenndir lík dóttur minnar,“ sagði Jeremy. Hann sagði Couzens hafa kvalið þau frekar með því að segja ekki hvort hann hefði brennt Söruh Everard lifandi eða látna. „Engin refsing sem þú færð mun vera sambærileg þeim sársauka og kvölum sem þú hefur valdið okkur,“ sagði hann. Sagði Couzens vera skrímsli Katie Everard, systir Söruh, sagði Couzens vera skrímsli. Hann hafði komið fram við systur hennar eins og rusl. Hann hefði tekið eigin sjúku þarfir fram fyrir líf hennar og losað sig við lík hennar eins og rusl. Hún sagðist sömuleiðis ekki geta hætt að hugsa um kvalir systur sinnar. „Við getum aldrei fengið Söruh aftur. Síðustu augnablik lífs hennar eru sífellt í huga mér,“ sagði hún.
Bretland England Morðið á Söruh Everard Erlend sakamál Tengdar fréttir Couzens játar að hafa rænt og nauðgað Söruh Everard Breski lögreglumaðurinn Wayne Couzens játaði að hafa rænt og nauðgað Söruh Everard þegar hann mætti fyrir dómara í morgun. 8. júní 2021 11:47 Handtökur á mótmælum vegna lögregluaðgerða á minningarsamkomu Hundruð hafa safnast saman í miðborg Lundúna til þess að minnast Söruh Everard, sem var myrt af lögreglumanni í Kent 3. mars síðastliðinn, og til þess að mótmæla lögreglunni. Komið hefur til átaka milli lögreglu og mótmælenda og einhverjir hafa verið handteknir. 15. mars 2021 20:48 Segja aðgerðir lögreglu á minningarsamkomu hafa verið nauðsynlegar Aðstoðarlögreglustjóri lögreglunnar í London segir að aðgerðir lögreglu gegn konum sem söfnuðust saman til að minnast ungrar konu sem var myrt í borginni hafi verið nauðsynlegar. Borgarstjóri London og innanríkisráðherra Bretlands eru á meðal þeirra sem hafa krafið lögregluna skýringa á framgöngu hennar gegn konunum. 14. mars 2021 08:40 Hafa fundið líkamsleifar Everard Bresk lögregluyfirvöld hafa staðfest að líkamsleifar sem fundust í gær eru Sarah Everard, sem sást síðast á göngu 3. mars sl. Lögreglumaður hefur verið handtekinn, grunaður um að hafa rænt og myrt Everard. 12. mars 2021 14:41 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Couzens játar að hafa rænt og nauðgað Söruh Everard Breski lögreglumaðurinn Wayne Couzens játaði að hafa rænt og nauðgað Söruh Everard þegar hann mætti fyrir dómara í morgun. 8. júní 2021 11:47
Handtökur á mótmælum vegna lögregluaðgerða á minningarsamkomu Hundruð hafa safnast saman í miðborg Lundúna til þess að minnast Söruh Everard, sem var myrt af lögreglumanni í Kent 3. mars síðastliðinn, og til þess að mótmæla lögreglunni. Komið hefur til átaka milli lögreglu og mótmælenda og einhverjir hafa verið handteknir. 15. mars 2021 20:48
Segja aðgerðir lögreglu á minningarsamkomu hafa verið nauðsynlegar Aðstoðarlögreglustjóri lögreglunnar í London segir að aðgerðir lögreglu gegn konum sem söfnuðust saman til að minnast ungrar konu sem var myrt í borginni hafi verið nauðsynlegar. Borgarstjóri London og innanríkisráðherra Bretlands eru á meðal þeirra sem hafa krafið lögregluna skýringa á framgöngu hennar gegn konunum. 14. mars 2021 08:40
Hafa fundið líkamsleifar Everard Bresk lögregluyfirvöld hafa staðfest að líkamsleifar sem fundust í gær eru Sarah Everard, sem sást síðast á göngu 3. mars sl. Lögreglumaður hefur verið handtekinn, grunaður um að hafa rænt og myrt Everard. 12. mars 2021 14:41