Framtíð Koeman hangir á bláþræði eftir afhroð Börsunga gegn Benfica Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. september 2021 21:00 Darwin Nunez kom Benfica yfir snemma leiks. EFE/MANUEL DE ALMEIDA Barcelona mátti þola 3-0 tap gegn Benfica er liðin mættust í E-riðli Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Börsungar hafa þar með tapað báðum leikjum sínum til þessa í keppninni. Barcelona mátti þola 3-0 tap gegn Bayern München í fyrstu umferð og voru Börsungar lentir undir eftir aðeins þriggja mínútna leik í kvöld. Darwin Núñez skoraði þá eftir góða sendingu Julian Weigl. Fleiri urðu mörkin ekki í fyrri hálfleik og heimamenn 1-0 yfir í hálfleik. Um miðbik síðari hálfleiks tvöfaldaði Rafa Silva forystu Benfica eftir að boltinn féll fyrir hann innan vítateigs Börsunga. Staðan orðin 2-0 og ekki skánaði hún á 77. mínútu þegar heimamenn fengu dæmda vítaspyrnu. Núñez fór á punktinn og brást ekki bogalistin, staðan því orðin 3-0 og reyndust það lokatölur. Eric Garcia hafði reyndar lítinn áhuga á að klára leikinn og fékk sitt annað gula spjald í liði Barcelona þegar tvær mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. Ronald Koeman og Sergio Roberto skilja ekkert í því hversu lélegur Börsungar voru og hafa verið undanfarið.Eric Verhoeven/Getty Images Reikna má með að sæti Ronald Koeman, þjálfara Barcelona, sé orðið verulega heitt eftir úrslit kvöldsins en liðið er í 6. sæti La Liga, spænsku úrvalsdeildarinnar, að loknum sex umferðum og er svo án stiga í Meistaradeildinni að loknum tveimur umferðum. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Meistaradeild Evrópu Fótbolti
Barcelona mátti þola 3-0 tap gegn Benfica er liðin mættust í E-riðli Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Börsungar hafa þar með tapað báðum leikjum sínum til þessa í keppninni. Barcelona mátti þola 3-0 tap gegn Bayern München í fyrstu umferð og voru Börsungar lentir undir eftir aðeins þriggja mínútna leik í kvöld. Darwin Núñez skoraði þá eftir góða sendingu Julian Weigl. Fleiri urðu mörkin ekki í fyrri hálfleik og heimamenn 1-0 yfir í hálfleik. Um miðbik síðari hálfleiks tvöfaldaði Rafa Silva forystu Benfica eftir að boltinn féll fyrir hann innan vítateigs Börsunga. Staðan orðin 2-0 og ekki skánaði hún á 77. mínútu þegar heimamenn fengu dæmda vítaspyrnu. Núñez fór á punktinn og brást ekki bogalistin, staðan því orðin 3-0 og reyndust það lokatölur. Eric Garcia hafði reyndar lítinn áhuga á að klára leikinn og fékk sitt annað gula spjald í liði Barcelona þegar tvær mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. Ronald Koeman og Sergio Roberto skilja ekkert í því hversu lélegur Börsungar voru og hafa verið undanfarið.Eric Verhoeven/Getty Images Reikna má með að sæti Ronald Koeman, þjálfara Barcelona, sé orðið verulega heitt eftir úrslit kvöldsins en liðið er í 6. sæti La Liga, spænsku úrvalsdeildarinnar, að loknum sex umferðum og er svo án stiga í Meistaradeildinni að loknum tveimur umferðum. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti