Viðskipti innlent

Bein út­sending: Kynningar­fundur um yfir­lýsingu fjár­mála­stöðug­leika­nefndar

Atli Ísleifsson skrifar
Rannveig Sigurðardóttir og Ásgeir Jónsson eiga bæði sæti í fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans.
Rannveig Sigurðardóttir og Ásgeir Jónsson eiga bæði sæti í fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans. Vísir/Vilhelm

Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans mun kynna og gera grein fyrir yfirlýsingu sinni á fundi sem hefst í bankanum klukkan 9:30.

Í yfirlýsingunni, sem send birt var klukkan 8:30 í morgun, kemur meðal annars fram að staða stóru bankanna þriggja sé sterk og viðnámsþróttur þeirra mikill.

Vegna ört hækkandi fasteignaverðs og aukinnar skuldsetningar heimila hafi nefndin ákveðið að setja reglur um hámark greiðslubyrðar þannig að greiðslubyrðarhlutfall fasteignalána skuli almennt takmarkast við 35 prósent en 40 prósent fyrir fyrstu kaupendur.

Þá hafi nefndin ákveðið í ljósi aukinnar uppsöfnunar sveiflutengdrar kerfisáhættu að hækka sveiflujöfnunarauka á fjármálafyrirtæki úr 0% prósent í tvö prósent.

Í fjármálastöðugleikanefnd sitja Ásgeir Jónsson formaður, Gunnar Jakobsson staðgengill formanns, Rannveig Sigurðardóttir, Unnur Gunnarsdóttir, Axel Hall, Bryndís Ásbjarnardóttir og Guðmundur Kristján Tómasson.

Hægt verður að fylgjast með útsendingunni í spilaranum að neðan.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×