Viðskipti innlent

Ráðnar til 1xInternet á Íslandi

Atli Ísleifsson skrifar
Fanney Þorbjörg Guðmundsdóttir og Ísabella Jasonardóttir.
Fanney Þorbjörg Guðmundsdóttir og Ísabella Jasonardóttir.

Fanney Þorbjörg Guðmundsdóttir og Ísabella Jasonardóttir hafa verið ráðnar til hugbúnaðarfyrirtækisins 1xInternet á Íslandi. Fanney Þorbjörg tekur við stöðu fjármálastjóra og Ísabella verkefnastjóra.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. Þar segir að Fanney Þorbjörg sé hagfræðingur að mennt og með próf í verðbréfamiðlun.

„Fanney kemur til 1xINTERNET frá Salt Pay þar sem hún starfaði í fjárstýringu.

Fanney er í sambúð með Ævari Hrafni Ingólfssyni, lögfræðingi hjá KPMG og eiga þau saman einn son.

Ísabella hefur tekið við starfi verkefnastjóra hjá 1xINTERNET en hún útskrifaðist með BSc gráðu í rekstrarverkfræði frá Háskólanum í Reykjavík í vor. Ísabella kemur frá Íslandsbanka þar sem hún hefur starfað síðastliðin ár, nú síðast í fyrirtækjaráðgjöf. Ísabella mun koma til með að leiða hugbúnaðarverkefni hérlendis sem og annarsstaðar í Evrópu. Ísabella er í sambúð með Magnúsi Karli Magnússyni, mastersnema og handboltaþjálfara,“ segir í tilkynningunni.

Fyrirtækið var stofnað árið 2011 með það að markmiði að þróa framsæknar veflausnir og veita faglega þjónustu til viðskiptavina sinna. Fyrirtækið er með höfuðstöðvar í Frankfurt og skrifstofur í Berlín, Reykjavík og Conil de la Frontera. Starfsmenn eru nú sextíu talsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×