Svikahrappar tæmdu kort Halldóru á tíu mínútum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. september 2021 10:37 Halldóra Björg Haraldsdóttir sat eftir með sárt ennið eftir að svikahrappar létu greipar sópa um bankareikning hennar, Aðsend. Það var heldur óskemmtilegt fyrir Halldóru Björg Haraldsdóttir að líta á heimabankann sinn í vikunni. Óþekktir og óprúttnir aðilar höfðu látið greipar sópa um bankareikning hennar og eytt um 130 þúsund krónur hjá veðmálafyrirtækinu Betsson á innan við tíu mínútum. Hún segist ekki hafa hugmynd um hvernig þrjótarnir komust yfir reikningsupplýsingar hennar. „Hvernig er dagurinn ykkar að ganga? Ég var rænd 133.320 krónum af hökkurum á internetinu í dag:), “skrifaði Halldóra á Twitter í fyrrdag þar sem hún birti skjáskot af færslunum, tíu talsins. Uppfært 30. september klukkan 13.40: Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur Halldóra endurheimt fjármunina eftir að Betsson skoðaði og fór yfir umræddar færslur. „Það var svolítið leiðinlegt að sjá þetta, segir Halldóra í samtali við Vísi. Hún segist ekki hafa vitað hvaðan á sig stóð veðrið um helgina þegar hún ætlaði að fara að greiða fyrir mat í Kringlunni, þegar kortinu var hafnað. „Ég var rosalega hissa, því að ég vissi að það ætti að vera 130-140 þúsund inn á kortinu. Svo bara athugaði ég þetta og var að skoða, því að ég vissi að ég hefði ekki eytt svona miklum pening, því það gengur tæplega að eyða svona pening á tíu mínútum,“ segir Halldóra. Tóku síðasta þúsundkallinn Þegar hún kíkti á heimabankann beið meðfylgjandi sjón, sem sjá má á myndinni hér til hliðar. Tíu færslur frá veðmálafyrirtækinu Betsson, sú lægsta 1.550 krónur en þær hæstu upp á 31.005 krónur. Rúmlega 130 þúsund krónur horfnar á um tíu mínútum. Hér má sjá færslurnar. „Þá voru fullt af færslum frá þessu Betsson og þá var búið að taka fyrst sjö þúsund krónur, margar sjö þúsund króna færslur. Þær hafa verið um sex, eitthvað svoleiðis. Síðan fór þetta að verða meira, um tuttugu og þrjátíu þúsund. Svo hætta færslurnar ekki fyrr en allt var farið af bankareikningnum. Þeir reyndu alltaf að taka meira þangað til það stoppaði. Þeir tóku þarna alveg síðasta þúsundkallinn sem var eftir,“ segir Halldóra. Betsson er veðmálasíða þar sem hægt er að veðja á knattspyrnuleiki og alls konar íþróttir og ljóst er að þrjótarnir hafa getað skemmt sér vel fyrir fjármunina sem þeir sópuðu til sín frá Halldóru. „Já, mér finnst svolítið leiðinlegt að hann hafi ekki unnið neitt fyrir mig. Það fór allt bara í vaskinn,“ segir Halldóra hlæjandi sem reynir að líta á björtu hliðarnar á þessari óskemmtilegu lífsreynslu, ef einhverar eru. „Ég var bara að lifa eðlilegu lífi og svo var allur peningurinn farinn,“ segir Halldóra. Hefur ekki hugmynd um hvernig þeir komust yfir upplýsingarnar Hún segir það alveg á kristaltæru að hún hafi ekki eytt peningunum á Betsson og í raun hefur hún enga hugmynd um hvar eða hvernig þrjótarnir komust yfir reikningsupplýsingar hennar. „Þetta var klárlega ekki ég, ég hef ekkert verið að skrá mig inn á neinar veðmálasíður heldur. Maður veit ekkert hvaðan þetta kemur, sem er svolítið „scary.“ Mér bara dettur ekki til hugar hvernig þetta getur hafa komið upp. Maður veit aldrei með netið, þetta er „scary“ staður,“ segir Halldóra. Reiknar með að fá peningana til baka Hún segist strax hafa farið í það að láta loka kortinu sínu hjá Arion banka auk þess sem hún tilkynnti málið til Valitor. Hún reiknar með að fá peninginn til baka, þó hún viti ekki hvenær það sé. Raunar hrósar hún happi yfir því að þjófarnir hafi látið greipar sópa svo skammt frá mánaðarmótum, því stutt sé í næstu launaútborgun. „Þeir eru náttúrulega tryggðir fyrir þessu sem er rosalega gott þannig að það eru allar líkur á því að ég fái þetta til baka,“ segir Halldóra. Hún vonar að Arion banki og Valitor rannsaki málið svo hægt sé að fyrirbyggja það að aðrir lendi í samskonar lífsreynslu. „Ég býst við því og vona að þeir kafi eitthvað í málinu. Þetta er líka glatað fyrir þá.“ Íslenskir bankar Netöryggi Neytendur Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
„Hvernig er dagurinn ykkar að ganga? Ég var rænd 133.320 krónum af hökkurum á internetinu í dag:), “skrifaði Halldóra á Twitter í fyrrdag þar sem hún birti skjáskot af færslunum, tíu talsins. Uppfært 30. september klukkan 13.40: Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur Halldóra endurheimt fjármunina eftir að Betsson skoðaði og fór yfir umræddar færslur. „Það var svolítið leiðinlegt að sjá þetta, segir Halldóra í samtali við Vísi. Hún segist ekki hafa vitað hvaðan á sig stóð veðrið um helgina þegar hún ætlaði að fara að greiða fyrir mat í Kringlunni, þegar kortinu var hafnað. „Ég var rosalega hissa, því að ég vissi að það ætti að vera 130-140 þúsund inn á kortinu. Svo bara athugaði ég þetta og var að skoða, því að ég vissi að ég hefði ekki eytt svona miklum pening, því það gengur tæplega að eyða svona pening á tíu mínútum,“ segir Halldóra. Tóku síðasta þúsundkallinn Þegar hún kíkti á heimabankann beið meðfylgjandi sjón, sem sjá má á myndinni hér til hliðar. Tíu færslur frá veðmálafyrirtækinu Betsson, sú lægsta 1.550 krónur en þær hæstu upp á 31.005 krónur. Rúmlega 130 þúsund krónur horfnar á um tíu mínútum. Hér má sjá færslurnar. „Þá voru fullt af færslum frá þessu Betsson og þá var búið að taka fyrst sjö þúsund krónur, margar sjö þúsund króna færslur. Þær hafa verið um sex, eitthvað svoleiðis. Síðan fór þetta að verða meira, um tuttugu og þrjátíu þúsund. Svo hætta færslurnar ekki fyrr en allt var farið af bankareikningnum. Þeir reyndu alltaf að taka meira þangað til það stoppaði. Þeir tóku þarna alveg síðasta þúsundkallinn sem var eftir,“ segir Halldóra. Betsson er veðmálasíða þar sem hægt er að veðja á knattspyrnuleiki og alls konar íþróttir og ljóst er að þrjótarnir hafa getað skemmt sér vel fyrir fjármunina sem þeir sópuðu til sín frá Halldóru. „Já, mér finnst svolítið leiðinlegt að hann hafi ekki unnið neitt fyrir mig. Það fór allt bara í vaskinn,“ segir Halldóra hlæjandi sem reynir að líta á björtu hliðarnar á þessari óskemmtilegu lífsreynslu, ef einhverar eru. „Ég var bara að lifa eðlilegu lífi og svo var allur peningurinn farinn,“ segir Halldóra. Hefur ekki hugmynd um hvernig þeir komust yfir upplýsingarnar Hún segir það alveg á kristaltæru að hún hafi ekki eytt peningunum á Betsson og í raun hefur hún enga hugmynd um hvar eða hvernig þrjótarnir komust yfir reikningsupplýsingar hennar. „Þetta var klárlega ekki ég, ég hef ekkert verið að skrá mig inn á neinar veðmálasíður heldur. Maður veit ekkert hvaðan þetta kemur, sem er svolítið „scary.“ Mér bara dettur ekki til hugar hvernig þetta getur hafa komið upp. Maður veit aldrei með netið, þetta er „scary“ staður,“ segir Halldóra. Reiknar með að fá peningana til baka Hún segist strax hafa farið í það að láta loka kortinu sínu hjá Arion banka auk þess sem hún tilkynnti málið til Valitor. Hún reiknar með að fá peninginn til baka, þó hún viti ekki hvenær það sé. Raunar hrósar hún happi yfir því að þjófarnir hafi látið greipar sópa svo skammt frá mánaðarmótum, því stutt sé í næstu launaútborgun. „Þeir eru náttúrulega tryggðir fyrir þessu sem er rosalega gott þannig að það eru allar líkur á því að ég fái þetta til baka,“ segir Halldóra. Hún vonar að Arion banki og Valitor rannsaki málið svo hægt sé að fyrirbyggja það að aðrir lendi í samskonar lífsreynslu. „Ég býst við því og vona að þeir kafi eitthvað í málinu. Þetta er líka glatað fyrir þá.“
Íslenskir bankar Netöryggi Neytendur Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira