Jón Dagur svaraði „höturum“ með marki og dýfu Sindri Sverrisson skrifar 28. september 2021 09:32 Jón Dagur Þorsteinsson er lykilmaður í liði AGF en gæti yfirgefið félagið næsta sumar þegar samningur hans rennur út. Getty/Lars Ronbog Jón Dagur Þorsteinsson, landsliðsmaður í fótbolta, segist hafa viljað senda sínum hörðustu gagnrýnendum skilaboð þegar hann fagnaði marki að hætti Jürgen Klinsmann í dönsku úrvalsdeildinni í gær. Jón Dagur hefur verið talsvert í umræðunni í Danmörku, í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum, og í grein í Århus Stiftstidende á sunnudaginn var þeirri spurningu velt upp hvort hann væri „mest pirrandi“ leikmaður dönsku úrvalsdeildarinnar. Það virðist fara í taugarnar á stuðningsmönnum andstæðinga AGF, og jafnvel sumum af stuðningsmönnum liðsins, hvernig Jón Dagur lætur innan vallar. Hann hefur meðal annars ögrað andstæðingum með látbragði og gerst sekur um leikaraskap, það sem af er tímabili. Go'morn Aarhus Dagur - hvordan var det nu det gik i aftes...? #ksdh pic.twitter.com/H3Yqe6HTRl— AGF (@AGFFodbold) September 21, 2021 Jón Dagur segist sjálfur aðeins sjá eftir leikaraskapnum. Líkt og Klinsmann gerði eftir að hafa verið sakaður um leikaraskap í Englandi á sínum tíma, þá fagnaði Jón Dagur sigurmarki í gær með því að „dýfa“ sér. Hann skoraði eina markið í 1-0 sigri á SönderjyskE. Jón Dagur Thorsteinsson receives a lot of critique for his behavior on the pitch, and he responded with a "dive" after his goal tonight vs. SønderjyskE. #sldk #agfsje #ultratwitteragf #soenderjyske pic.twitter.com/5tJEhEUp2v— Danish Football (@DANISHF00TBALL) September 27, 2021 „Ég sendi smá skilaboð til þeirra sem að hatast við mig [e. haters] í markinu,“ sagði Jón Dagur brosandi eftir leik. Hann var svo valinn í úrvalslið 10. umferðar hjá Tipsbladet. Jon Dagur Þorsteinsson is in the Team of the Week by @tipsbladet https://t.co/RbwnXp10mK— Magnus Agnar Magnusson (@totalfl) September 28, 2021 Betri eftir því sem athyglin er meiri Jón Dagur er mikilvægur hlekkur í liði AGF og umtalið virðist aðeins styrkja hann, að sögn þjálfarans David Nielsen: „Því meiri sem athyglin er, því fleiri áhorfendur og því stærri sem leikurinn er, þeim mun betur spilar Jón. Hann er með þannig hugarfar og það er mikilvægt að hafa svona týpu í hópnum. Þannig er það. Þegar maður spilar fyrir AGF þá verður maður að vera undir það búinn að vera hataðasti leikmaðurinn yfir tímabilið,“ sagði Nielsen. Jón Dagur Þorsteinsson í baráttunni við Antonio Rüdiger í landsleiknum gegn Þýskalandi fyrr í þessum mánuði. Hann verður væntanlega í landsliðshópnum sem valinn verður í vikunni.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Jón Dagur verður samningslaus næsta sumar en hann kom til AGF frá Fulham árið 2019. Samkvæmt Århus Stiftstidende gerði franska félagið Nimes tilboð í hann síðasta sumar en AGF vildi ekki selja. „Ég er ekki mikið fyrir að hugsa um hvernig samningurinn minn er. Ef þú ferð að hafa áhyggjur af slíku þá bitnar það á spilamennskunni. Ég læt umboðsmanninn minn sjá um þetta,“ sagði Jón Dagur og hafði ekkert að segja um það hver framtíð sín yrði. Danski boltinn Tengdar fréttir Jón Dagur tryggði AGF sigur í Íslendingaslag Jón Dagur Þorsteinsson og félagar hans í AGF tóku á móti Kristófer Inga Kristóferssyni og félögum hans í SønderjyskE í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Jón Dagur skoraði eina mark leiksins þegar að AGF hafði betur, 1-0. 27. september 2021 18:57 Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Sport Fleiri fréttir Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Sjá meira
Jón Dagur hefur verið talsvert í umræðunni í Danmörku, í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum, og í grein í Århus Stiftstidende á sunnudaginn var þeirri spurningu velt upp hvort hann væri „mest pirrandi“ leikmaður dönsku úrvalsdeildarinnar. Það virðist fara í taugarnar á stuðningsmönnum andstæðinga AGF, og jafnvel sumum af stuðningsmönnum liðsins, hvernig Jón Dagur lætur innan vallar. Hann hefur meðal annars ögrað andstæðingum með látbragði og gerst sekur um leikaraskap, það sem af er tímabili. Go'morn Aarhus Dagur - hvordan var det nu det gik i aftes...? #ksdh pic.twitter.com/H3Yqe6HTRl— AGF (@AGFFodbold) September 21, 2021 Jón Dagur segist sjálfur aðeins sjá eftir leikaraskapnum. Líkt og Klinsmann gerði eftir að hafa verið sakaður um leikaraskap í Englandi á sínum tíma, þá fagnaði Jón Dagur sigurmarki í gær með því að „dýfa“ sér. Hann skoraði eina markið í 1-0 sigri á SönderjyskE. Jón Dagur Thorsteinsson receives a lot of critique for his behavior on the pitch, and he responded with a "dive" after his goal tonight vs. SønderjyskE. #sldk #agfsje #ultratwitteragf #soenderjyske pic.twitter.com/5tJEhEUp2v— Danish Football (@DANISHF00TBALL) September 27, 2021 „Ég sendi smá skilaboð til þeirra sem að hatast við mig [e. haters] í markinu,“ sagði Jón Dagur brosandi eftir leik. Hann var svo valinn í úrvalslið 10. umferðar hjá Tipsbladet. Jon Dagur Þorsteinsson is in the Team of the Week by @tipsbladet https://t.co/RbwnXp10mK— Magnus Agnar Magnusson (@totalfl) September 28, 2021 Betri eftir því sem athyglin er meiri Jón Dagur er mikilvægur hlekkur í liði AGF og umtalið virðist aðeins styrkja hann, að sögn þjálfarans David Nielsen: „Því meiri sem athyglin er, því fleiri áhorfendur og því stærri sem leikurinn er, þeim mun betur spilar Jón. Hann er með þannig hugarfar og það er mikilvægt að hafa svona týpu í hópnum. Þannig er það. Þegar maður spilar fyrir AGF þá verður maður að vera undir það búinn að vera hataðasti leikmaðurinn yfir tímabilið,“ sagði Nielsen. Jón Dagur Þorsteinsson í baráttunni við Antonio Rüdiger í landsleiknum gegn Þýskalandi fyrr í þessum mánuði. Hann verður væntanlega í landsliðshópnum sem valinn verður í vikunni.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Jón Dagur verður samningslaus næsta sumar en hann kom til AGF frá Fulham árið 2019. Samkvæmt Århus Stiftstidende gerði franska félagið Nimes tilboð í hann síðasta sumar en AGF vildi ekki selja. „Ég er ekki mikið fyrir að hugsa um hvernig samningurinn minn er. Ef þú ferð að hafa áhyggjur af slíku þá bitnar það á spilamennskunni. Ég læt umboðsmanninn minn sjá um þetta,“ sagði Jón Dagur og hafði ekkert að segja um það hver framtíð sín yrði.
Danski boltinn Tengdar fréttir Jón Dagur tryggði AGF sigur í Íslendingaslag Jón Dagur Þorsteinsson og félagar hans í AGF tóku á móti Kristófer Inga Kristóferssyni og félögum hans í SønderjyskE í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Jón Dagur skoraði eina mark leiksins þegar að AGF hafði betur, 1-0. 27. september 2021 18:57 Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Sport Fleiri fréttir Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Sjá meira
Jón Dagur tryggði AGF sigur í Íslendingaslag Jón Dagur Þorsteinsson og félagar hans í AGF tóku á móti Kristófer Inga Kristóferssyni og félögum hans í SønderjyskE í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Jón Dagur skoraði eina mark leiksins þegar að AGF hafði betur, 1-0. 27. september 2021 18:57