Klæddist treyjunni hans Messi en fann enga pressu: Ævintýraendurkoma Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. september 2021 11:30 Leikmenn Barcelona fögnuðu marki Ansu Fati með því að lyfta stráknum upp. AP/Joan Monfort Táningurinn Ansu Fati snéri aftur með stæl þegar Barcelona vann lífsnauðsynlegan sigur í spænsku deildinni um helgina. Ansu Fati var að spila sinn fyrsta leik með Barcelona í tíu mánuði en hann er nú í allt öðrum treyjunúmeri en fyrir meiðslin. Barcelona vann Levante 3-0 og létti pressunni af liðinu eftir mjög slaka byrjun á leiktíðinni. Nú birti yfir öllu með endurkomu eins efnilegasta leikmannsins í spænska fótboltanum. Hann er líka vonarstjarna og kominn í nýtt númer. Fati fékk nefnilega tíuna hans Lionel Messi þegar besti leikmaðurinn í sögu Barcelona fór til Paris Saint Germain. @ANSUFATI torna 3 2 3 dies després — FC Barcelona (@FCBarcelona_cat) September 26, 2021 „Ég sá ekki fyrir mér svona endurkomu. Þegar við í Barcelona spilum á heimavelli þá verðum við alltaf að vinna. Ég er ánægður með sigurinn en við eigum enn langa leið fyrir höndum,“ sagði Ansu Fati eftir leikinn. Hann reif liðþófa í byrjun nóvember í fyrra. „Ég vil sýna þakklæti mitt til læknanna og sjúkraþjálfaranna sem hafa verið með mér í öllu þessu ferli. Stuðningsmennirnir eiga líka þakkir skilið enda voru þeir ótrúlegir,“ sagði Fati. Þetta var hans fyrsti leikur í 323 daga. Fati kom inn á sem varamaður þegar tíu mínútur voru eftir og skoraði þriðja og síðasta mark leiksins í uppbótatíma. Blaðamennirnir spurðu Fati út í það klæðast tíunni hans Messi. „Ég fann enga pressu. Það er heiður fyrir mig að klæðast henni næstur á eftir Leo. Ég þakklátur klúbbnum og fyrirliðunum fyrir það að leyfa mér að fá tækifæri til að klæðast tíunni,“ sagði Fati. Ansu Fati had a tough recovery following a serious knee injury that required four surgeries. So when he scored on his return, he ran to the stands to celebrate with the doctor that helped him through it pic.twitter.com/VM7786UHrJ— B/R Football (@brfootball) September 26, 2021 „Ég vil ekki sjá þetta sem pressu. Ég bara þakklátur fyrir það að fá að spila í treyju sem hefur gefið þessu félagi svo mikið,“ sagði Fati. Ansu Fati er enn bara átján ára gamall, fæddur í lok október 2002. Hann kom til Barcelona frá Sevilla þegar hann tíu ára gamall. Aðeins mánuði fyrir meiðslin hafði Fati verið sá yngsti til að skora í El Clásico eða aðeins 17 ára og 359 daga gamall. Hann var líka sá fyrsti til að skora fleiri en eitt mark í Meistaradeildinni fyrir átján ára afmælið. Fati hefur skorað eitt mark í fjórum landsleikjum og setti met þegar hann skoraði. Hann er yngsti markaskorari spænska landsliðsins frá upphafi en hann var þá bara 17 ára og 311 daga gamall. @ANSUFATI: "Estoy muy feliz de volver a hacer lo que más me gusta. " pic.twitter.com/GVUoAvayoe— FC Barcelona (@FCBarcelona_es) September 26, 2021 Spænski boltinn Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Enski boltinn Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Sport Músaskítur í leikhúsi draumanna Enski boltinn Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Sport Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Körfubolti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Sjá meira
Ansu Fati var að spila sinn fyrsta leik með Barcelona í tíu mánuði en hann er nú í allt öðrum treyjunúmeri en fyrir meiðslin. Barcelona vann Levante 3-0 og létti pressunni af liðinu eftir mjög slaka byrjun á leiktíðinni. Nú birti yfir öllu með endurkomu eins efnilegasta leikmannsins í spænska fótboltanum. Hann er líka vonarstjarna og kominn í nýtt númer. Fati fékk nefnilega tíuna hans Lionel Messi þegar besti leikmaðurinn í sögu Barcelona fór til Paris Saint Germain. @ANSUFATI torna 3 2 3 dies després — FC Barcelona (@FCBarcelona_cat) September 26, 2021 „Ég sá ekki fyrir mér svona endurkomu. Þegar við í Barcelona spilum á heimavelli þá verðum við alltaf að vinna. Ég er ánægður með sigurinn en við eigum enn langa leið fyrir höndum,“ sagði Ansu Fati eftir leikinn. Hann reif liðþófa í byrjun nóvember í fyrra. „Ég vil sýna þakklæti mitt til læknanna og sjúkraþjálfaranna sem hafa verið með mér í öllu þessu ferli. Stuðningsmennirnir eiga líka þakkir skilið enda voru þeir ótrúlegir,“ sagði Fati. Þetta var hans fyrsti leikur í 323 daga. Fati kom inn á sem varamaður þegar tíu mínútur voru eftir og skoraði þriðja og síðasta mark leiksins í uppbótatíma. Blaðamennirnir spurðu Fati út í það klæðast tíunni hans Messi. „Ég fann enga pressu. Það er heiður fyrir mig að klæðast henni næstur á eftir Leo. Ég þakklátur klúbbnum og fyrirliðunum fyrir það að leyfa mér að fá tækifæri til að klæðast tíunni,“ sagði Fati. Ansu Fati had a tough recovery following a serious knee injury that required four surgeries. So when he scored on his return, he ran to the stands to celebrate with the doctor that helped him through it pic.twitter.com/VM7786UHrJ— B/R Football (@brfootball) September 26, 2021 „Ég vil ekki sjá þetta sem pressu. Ég bara þakklátur fyrir það að fá að spila í treyju sem hefur gefið þessu félagi svo mikið,“ sagði Fati. Ansu Fati er enn bara átján ára gamall, fæddur í lok október 2002. Hann kom til Barcelona frá Sevilla þegar hann tíu ára gamall. Aðeins mánuði fyrir meiðslin hafði Fati verið sá yngsti til að skora í El Clásico eða aðeins 17 ára og 359 daga gamall. Hann var líka sá fyrsti til að skora fleiri en eitt mark í Meistaradeildinni fyrir átján ára afmælið. Fati hefur skorað eitt mark í fjórum landsleikjum og setti met þegar hann skoraði. Hann er yngsti markaskorari spænska landsliðsins frá upphafi en hann var þá bara 17 ára og 311 daga gamall. @ANSUFATI: "Estoy muy feliz de volver a hacer lo que más me gusta. " pic.twitter.com/GVUoAvayoe— FC Barcelona (@FCBarcelona_es) September 26, 2021
Spænski boltinn Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Enski boltinn Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Sport Músaskítur í leikhúsi draumanna Enski boltinn Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Sport Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Körfubolti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Sjá meira