Klæddist treyjunni hans Messi en fann enga pressu: Ævintýraendurkoma Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. september 2021 11:30 Leikmenn Barcelona fögnuðu marki Ansu Fati með því að lyfta stráknum upp. AP/Joan Monfort Táningurinn Ansu Fati snéri aftur með stæl þegar Barcelona vann lífsnauðsynlegan sigur í spænsku deildinni um helgina. Ansu Fati var að spila sinn fyrsta leik með Barcelona í tíu mánuði en hann er nú í allt öðrum treyjunúmeri en fyrir meiðslin. Barcelona vann Levante 3-0 og létti pressunni af liðinu eftir mjög slaka byrjun á leiktíðinni. Nú birti yfir öllu með endurkomu eins efnilegasta leikmannsins í spænska fótboltanum. Hann er líka vonarstjarna og kominn í nýtt númer. Fati fékk nefnilega tíuna hans Lionel Messi þegar besti leikmaðurinn í sögu Barcelona fór til Paris Saint Germain. @ANSUFATI torna 3 2 3 dies després — FC Barcelona (@FCBarcelona_cat) September 26, 2021 „Ég sá ekki fyrir mér svona endurkomu. Þegar við í Barcelona spilum á heimavelli þá verðum við alltaf að vinna. Ég er ánægður með sigurinn en við eigum enn langa leið fyrir höndum,“ sagði Ansu Fati eftir leikinn. Hann reif liðþófa í byrjun nóvember í fyrra. „Ég vil sýna þakklæti mitt til læknanna og sjúkraþjálfaranna sem hafa verið með mér í öllu þessu ferli. Stuðningsmennirnir eiga líka þakkir skilið enda voru þeir ótrúlegir,“ sagði Fati. Þetta var hans fyrsti leikur í 323 daga. Fati kom inn á sem varamaður þegar tíu mínútur voru eftir og skoraði þriðja og síðasta mark leiksins í uppbótatíma. Blaðamennirnir spurðu Fati út í það klæðast tíunni hans Messi. „Ég fann enga pressu. Það er heiður fyrir mig að klæðast henni næstur á eftir Leo. Ég þakklátur klúbbnum og fyrirliðunum fyrir það að leyfa mér að fá tækifæri til að klæðast tíunni,“ sagði Fati. Ansu Fati had a tough recovery following a serious knee injury that required four surgeries. So when he scored on his return, he ran to the stands to celebrate with the doctor that helped him through it pic.twitter.com/VM7786UHrJ— B/R Football (@brfootball) September 26, 2021 „Ég vil ekki sjá þetta sem pressu. Ég bara þakklátur fyrir það að fá að spila í treyju sem hefur gefið þessu félagi svo mikið,“ sagði Fati. Ansu Fati er enn bara átján ára gamall, fæddur í lok október 2002. Hann kom til Barcelona frá Sevilla þegar hann tíu ára gamall. Aðeins mánuði fyrir meiðslin hafði Fati verið sá yngsti til að skora í El Clásico eða aðeins 17 ára og 359 daga gamall. Hann var líka sá fyrsti til að skora fleiri en eitt mark í Meistaradeildinni fyrir átján ára afmælið. Fati hefur skorað eitt mark í fjórum landsleikjum og setti met þegar hann skoraði. Hann er yngsti markaskorari spænska landsliðsins frá upphafi en hann var þá bara 17 ára og 311 daga gamall. @ANSUFATI: "Estoy muy feliz de volver a hacer lo que más me gusta. " pic.twitter.com/GVUoAvayoe— FC Barcelona (@FCBarcelona_es) September 26, 2021 Spænski boltinn Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Handbolti Fleiri fréttir Loks vann Tottenham Í beinni: Man. Utd. - Rangers | Bretlandsbarátta á Old Trafford Úr frystinum og til Juventus Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Haaland fær tíu milljarða hjálp Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Sjá meira
Ansu Fati var að spila sinn fyrsta leik með Barcelona í tíu mánuði en hann er nú í allt öðrum treyjunúmeri en fyrir meiðslin. Barcelona vann Levante 3-0 og létti pressunni af liðinu eftir mjög slaka byrjun á leiktíðinni. Nú birti yfir öllu með endurkomu eins efnilegasta leikmannsins í spænska fótboltanum. Hann er líka vonarstjarna og kominn í nýtt númer. Fati fékk nefnilega tíuna hans Lionel Messi þegar besti leikmaðurinn í sögu Barcelona fór til Paris Saint Germain. @ANSUFATI torna 3 2 3 dies després — FC Barcelona (@FCBarcelona_cat) September 26, 2021 „Ég sá ekki fyrir mér svona endurkomu. Þegar við í Barcelona spilum á heimavelli þá verðum við alltaf að vinna. Ég er ánægður með sigurinn en við eigum enn langa leið fyrir höndum,“ sagði Ansu Fati eftir leikinn. Hann reif liðþófa í byrjun nóvember í fyrra. „Ég vil sýna þakklæti mitt til læknanna og sjúkraþjálfaranna sem hafa verið með mér í öllu þessu ferli. Stuðningsmennirnir eiga líka þakkir skilið enda voru þeir ótrúlegir,“ sagði Fati. Þetta var hans fyrsti leikur í 323 daga. Fati kom inn á sem varamaður þegar tíu mínútur voru eftir og skoraði þriðja og síðasta mark leiksins í uppbótatíma. Blaðamennirnir spurðu Fati út í það klæðast tíunni hans Messi. „Ég fann enga pressu. Það er heiður fyrir mig að klæðast henni næstur á eftir Leo. Ég þakklátur klúbbnum og fyrirliðunum fyrir það að leyfa mér að fá tækifæri til að klæðast tíunni,“ sagði Fati. Ansu Fati had a tough recovery following a serious knee injury that required four surgeries. So when he scored on his return, he ran to the stands to celebrate with the doctor that helped him through it pic.twitter.com/VM7786UHrJ— B/R Football (@brfootball) September 26, 2021 „Ég vil ekki sjá þetta sem pressu. Ég bara þakklátur fyrir það að fá að spila í treyju sem hefur gefið þessu félagi svo mikið,“ sagði Fati. Ansu Fati er enn bara átján ára gamall, fæddur í lok október 2002. Hann kom til Barcelona frá Sevilla þegar hann tíu ára gamall. Aðeins mánuði fyrir meiðslin hafði Fati verið sá yngsti til að skora í El Clásico eða aðeins 17 ára og 359 daga gamall. Hann var líka sá fyrsti til að skora fleiri en eitt mark í Meistaradeildinni fyrir átján ára afmælið. Fati hefur skorað eitt mark í fjórum landsleikjum og setti met þegar hann skoraði. Hann er yngsti markaskorari spænska landsliðsins frá upphafi en hann var þá bara 17 ára og 311 daga gamall. @ANSUFATI: "Estoy muy feliz de volver a hacer lo que más me gusta. " pic.twitter.com/GVUoAvayoe— FC Barcelona (@FCBarcelona_es) September 26, 2021
Spænski boltinn Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Handbolti Fleiri fréttir Loks vann Tottenham Í beinni: Man. Utd. - Rangers | Bretlandsbarátta á Old Trafford Úr frystinum og til Juventus Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Haaland fær tíu milljarða hjálp Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Sjá meira