Samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar 24. september 2021 11:46 Stundum var mér öllum lokið þegar ég í störfum mínum sem bæjarstjóri, bæði fyrir austan og norðan, var að eiga við ríkisvaldið vegna samninga um mikilvæg málefni fyrir mínar heimabyggðir. Sveitarfélögin hafa gjarnan viljað taka að sér verkefni fyrir ríkið enda nærsamfélögin oft betur til þess fallin að sinna þjónustu við íbúa sína. Ríkið hefur að sama skapi séð sér ákveðinn hag í því að semja við sveitarfélögin. Hér má sem dæmi nefna grunnskólana sem voru, með samkomulagi árið 1996, fluttir undir stjórn sveitarfélaganna. Einnig falla hér undir samningar um rekstur hjúkrunarheimila, samningar um menningarmál, o.fl. Ég hef ekki tölu á hversu marga fundi ég hef setið þar sem tekist hefur verið á um kostnað við rekstur og mismunandi útreikninga. Ég hef heldur ekki tölu á hversu mörg símtöl ég hef átt og hversu marga tölvupósta ég hef sent endurtekið til þess að ýta á eftir að samningar, sem voru að renna út eða voru þegar útrunnir, yrðu endurnýjaðir. Þjarkið var of stór hluti vinnu minnar. Alltaf var tekist á um krónur og aura og sveitarfélögin á endanum nánast neydd að samningaborðinu. Íbúar landsbyggðanna eiga allt undir því að ríkið leggi til fjármagn í eflingu byggðanna, m.a. með því að semja við sveitarfélögin um ákveðna þjónustu og stuðli þar með að fjölbreyttum störfum um allt land og við allra hæfi. Það skiptir byggðirnar máli að reknir séu háskólar, hjúkrunarheimili, heilsugæslur, framhaldsskólar og menningarmiðstöðvar. Það skiptir líka máli að samgöngur séu greiðar og öruggar, göng séu grafin og atvinnusvæði stækkuð. Ríkið er sveitarfélögunum mikilvægt og sveitarfélögin eru ríkinu mikilvæg. Þar á að ríkja jafnræði enda um að ræða tvö jafngild stjórnsýslustig. Það er því aðkallandi að skapa samtalsgrundvöll byggðan á virðingu ríkisvaldsins fyrir reynslu og þekkingu sveitarfélaganna og íbúa þeirra og láta af því viðhorfi að sveitarfélögin séu eins og „suðandi barn í búð” þegar kemur að samningagerðinni. Ég fullyrði að sveitarfélögin hafi metnað til að vinna gott starf og veita góða þjónustu. Sveitarfélögin eru ekki að kalla eftir ölmusu frá ríkinu, þau eru að kalla eftir því að á þau sé hlustað. Þau eru að kalla eftir sanngirni. Hlotnist mér sá heiður að verða þingmaður Norðausturkjördæmis mun ég, með þessa reynslu mína í farteskinu, leggja mig fram um að bæta samskipti ríkis og sveitarfélaga svo þau byggi á sanngirni, trausti og jafnréttisgrunni. Höfundur skipar 1. sæti Viðreisnar í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Viðreisn Sveitarstjórnarmál Eiríkur Björn Björgvinsson Mest lesið Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þeir sem þurfa ekki að takast á við afleiðingar gjörða sinna Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Kjósum Rósu á þing Linda Baldvinsdóttir Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Fjölskylduhúsið Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Þöglar raddir Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kjósum Rósu á þing Linda Baldvinsdóttir skrifar Skoðun Þeir sem þurfa ekki að takast á við afleiðingar gjörða sinna Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir skrifar Skoðun Götusalar eða stjórnmálamenn? Friðrik Erlingsson skrifar Sjá meira
Stundum var mér öllum lokið þegar ég í störfum mínum sem bæjarstjóri, bæði fyrir austan og norðan, var að eiga við ríkisvaldið vegna samninga um mikilvæg málefni fyrir mínar heimabyggðir. Sveitarfélögin hafa gjarnan viljað taka að sér verkefni fyrir ríkið enda nærsamfélögin oft betur til þess fallin að sinna þjónustu við íbúa sína. Ríkið hefur að sama skapi séð sér ákveðinn hag í því að semja við sveitarfélögin. Hér má sem dæmi nefna grunnskólana sem voru, með samkomulagi árið 1996, fluttir undir stjórn sveitarfélaganna. Einnig falla hér undir samningar um rekstur hjúkrunarheimila, samningar um menningarmál, o.fl. Ég hef ekki tölu á hversu marga fundi ég hef setið þar sem tekist hefur verið á um kostnað við rekstur og mismunandi útreikninga. Ég hef heldur ekki tölu á hversu mörg símtöl ég hef átt og hversu marga tölvupósta ég hef sent endurtekið til þess að ýta á eftir að samningar, sem voru að renna út eða voru þegar útrunnir, yrðu endurnýjaðir. Þjarkið var of stór hluti vinnu minnar. Alltaf var tekist á um krónur og aura og sveitarfélögin á endanum nánast neydd að samningaborðinu. Íbúar landsbyggðanna eiga allt undir því að ríkið leggi til fjármagn í eflingu byggðanna, m.a. með því að semja við sveitarfélögin um ákveðna þjónustu og stuðli þar með að fjölbreyttum störfum um allt land og við allra hæfi. Það skiptir byggðirnar máli að reknir séu háskólar, hjúkrunarheimili, heilsugæslur, framhaldsskólar og menningarmiðstöðvar. Það skiptir líka máli að samgöngur séu greiðar og öruggar, göng séu grafin og atvinnusvæði stækkuð. Ríkið er sveitarfélögunum mikilvægt og sveitarfélögin eru ríkinu mikilvæg. Þar á að ríkja jafnræði enda um að ræða tvö jafngild stjórnsýslustig. Það er því aðkallandi að skapa samtalsgrundvöll byggðan á virðingu ríkisvaldsins fyrir reynslu og þekkingu sveitarfélaganna og íbúa þeirra og láta af því viðhorfi að sveitarfélögin séu eins og „suðandi barn í búð” þegar kemur að samningagerðinni. Ég fullyrði að sveitarfélögin hafi metnað til að vinna gott starf og veita góða þjónustu. Sveitarfélögin eru ekki að kalla eftir ölmusu frá ríkinu, þau eru að kalla eftir því að á þau sé hlustað. Þau eru að kalla eftir sanngirni. Hlotnist mér sá heiður að verða þingmaður Norðausturkjördæmis mun ég, með þessa reynslu mína í farteskinu, leggja mig fram um að bæta samskipti ríkis og sveitarfélaga svo þau byggi á sanngirni, trausti og jafnréttisgrunni. Höfundur skipar 1. sæti Viðreisnar í Norðausturkjördæmi.
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar