Umdeild endurskoðun í Arizona staðfestir sigur Biden Kjartan Kjartansson skrifar 24. september 2021 09:00 Starfsmenn Cyberninjas liggja yfir atkvæðaseðlum í íþróttahúsi í Phoenix, stærstu borg Arizona. Endurskoðun fyrirtækisins tók mun lengri tíma en til stóð og kostaði hundruð milljónir íslenskra króna. Á endanum virðist hún aðeins hafa staðfest opinber úrslit kosninganna. AP/Matt York Sex mánaða löng og afar umdeild endurskoðun einkafyrirtækis á úrslitum bandarísku forsetakosninganna í Arizona sem repúblikanar létu fara fram sýndi að opinber úrslit voru rétt. Stofnað var til könnunarinnar vegna samsæriskenninga um að stórfelld svik hefðu kostað Donald Trump sigurinn í Arizona og fleiri ríkjum. Öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins í Arizona ákváðu að ráðast í endurskoðunina þrátt fyrir að Doug Ducey, ríkisstjóri og repúblikani, hefði staðfest úrslitin, ríkis- og alríkisdómara hafnað ásökunum um svindl og að tvær endurskoðanir og endurtalning hefðu þegar farið fram. Það gerðu þeir einnig þrátt fyrir háværar mótbárur demókrata og repúblikana sem sáu um framkvæmd kosninganna í Maricopa-sýslu, fjölmennustu sýslu Arizona. Lögðu þeir hald á kosningavélar og fleiri en tvær milljónir atkvæða frá Maricopa. Fengu þeir einkafyrirtækið Cyberninjas til að sjá um endurskoðunina en eigandi þess hafði þá tekið undir stoðlausar ásakanir Trump, fyrrverandi forseta, um kosningasvik. Sérfræðingar gagnrýndu aðferðir Cyberninjas við endurskoðunina og sögðu þær viðvaningslegar og hlutdrægar, að sögn Washington Post. Sýndu að Biden fékk enn fleiri atkvæði og Trump enn færri Úttektin hefur dregist verulega á langin en henni átti upphaflega að ljúka í sumar. Bandarískir fjölmiðlar segja nú að til standi að kynna niðurstöður úttektar Cyberninjas í dag. Þeir hafa margir komist yfir drög að skýrslu fyrirtækisins. Drögin staðfesta ekki aðeins sigur Joe Biden heldur sýna að munurinn á þeim Trump var í raun örlítið meiri en í opinberum tölum. Biden fékk 99 fleiri atkvæði samkvæmt úttektinni en Trump 261 atkvæði færra, að sögn New York Times. Talsmaður endurskoðunarinnar segir að skýrsludrögin séu lík endanlegri skýrslunni. „Voru stófelld svik eða eitthvað? Það lítur ekki þannig út,“ segir hann. Niðurstöðurnar virðast kippa fótunum undan ásökunum Trump sem vonaðist til að endurskoðunin í Arizona yrði sú fyrsta af mörgum sem sýndu að hann hefði verið raunverulegur sigurvegari kosninganna. Skýrsluhöfundar virðast reyna að baktryggja sig gegn væntanlega hörðum viðbrögðum fyrrverandi forsetans með því að segja að það geti verið að kjörstjórnir hafi tekið við ólögmætum atkvæðum sem sýslurnar hafi svo talið. Segja þeir að frekari rannsóknar sé þörf. Yfirvöld í Marcopa-sýslu, þar sem repúblikanar fara einnig með völdin, tístu um drögin að skýrslunni í gær og sögðu þau staðfesta opinberar tölur. „Því miður er skýrslan líka full af mistökum og röngum ályktunum um hvernig Maricopa-sýsla stýrði kosningunum árið 2020,“ tístu sýsluyfirvöld. Unfortunately, the report is also littered with errors & faulty conclusions about how Maricopa County conducted the 2020 General Election.— Maricopa County (@maricopacounty) September 24, 2021 Kostnaðurinn við úttektina á kosningaúrslitunum er sagður hafa numið um 5,7 milljónum dollara, jafnvirði meira en 730 milljóna íslenskra króna. Hægriöfgahópar og stuðningsmenn Trump fjármögnuðu verkið að mestu leyti. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Donald Trump Joe Biden Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Sjá meira
Öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins í Arizona ákváðu að ráðast í endurskoðunina þrátt fyrir að Doug Ducey, ríkisstjóri og repúblikani, hefði staðfest úrslitin, ríkis- og alríkisdómara hafnað ásökunum um svindl og að tvær endurskoðanir og endurtalning hefðu þegar farið fram. Það gerðu þeir einnig þrátt fyrir háværar mótbárur demókrata og repúblikana sem sáu um framkvæmd kosninganna í Maricopa-sýslu, fjölmennustu sýslu Arizona. Lögðu þeir hald á kosningavélar og fleiri en tvær milljónir atkvæða frá Maricopa. Fengu þeir einkafyrirtækið Cyberninjas til að sjá um endurskoðunina en eigandi þess hafði þá tekið undir stoðlausar ásakanir Trump, fyrrverandi forseta, um kosningasvik. Sérfræðingar gagnrýndu aðferðir Cyberninjas við endurskoðunina og sögðu þær viðvaningslegar og hlutdrægar, að sögn Washington Post. Sýndu að Biden fékk enn fleiri atkvæði og Trump enn færri Úttektin hefur dregist verulega á langin en henni átti upphaflega að ljúka í sumar. Bandarískir fjölmiðlar segja nú að til standi að kynna niðurstöður úttektar Cyberninjas í dag. Þeir hafa margir komist yfir drög að skýrslu fyrirtækisins. Drögin staðfesta ekki aðeins sigur Joe Biden heldur sýna að munurinn á þeim Trump var í raun örlítið meiri en í opinberum tölum. Biden fékk 99 fleiri atkvæði samkvæmt úttektinni en Trump 261 atkvæði færra, að sögn New York Times. Talsmaður endurskoðunarinnar segir að skýrsludrögin séu lík endanlegri skýrslunni. „Voru stófelld svik eða eitthvað? Það lítur ekki þannig út,“ segir hann. Niðurstöðurnar virðast kippa fótunum undan ásökunum Trump sem vonaðist til að endurskoðunin í Arizona yrði sú fyrsta af mörgum sem sýndu að hann hefði verið raunverulegur sigurvegari kosninganna. Skýrsluhöfundar virðast reyna að baktryggja sig gegn væntanlega hörðum viðbrögðum fyrrverandi forsetans með því að segja að það geti verið að kjörstjórnir hafi tekið við ólögmætum atkvæðum sem sýslurnar hafi svo talið. Segja þeir að frekari rannsóknar sé þörf. Yfirvöld í Marcopa-sýslu, þar sem repúblikanar fara einnig með völdin, tístu um drögin að skýrslunni í gær og sögðu þau staðfesta opinberar tölur. „Því miður er skýrslan líka full af mistökum og röngum ályktunum um hvernig Maricopa-sýsla stýrði kosningunum árið 2020,“ tístu sýsluyfirvöld. Unfortunately, the report is also littered with errors & faulty conclusions about how Maricopa County conducted the 2020 General Election.— Maricopa County (@maricopacounty) September 24, 2021 Kostnaðurinn við úttektina á kosningaúrslitunum er sagður hafa numið um 5,7 milljónum dollara, jafnvirði meira en 730 milljóna íslenskra króna. Hægriöfgahópar og stuðningsmenn Trump fjármögnuðu verkið að mestu leyti.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Donald Trump Joe Biden Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Sjá meira