Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Sportiva 81-76 | Fimm stiga sigur í langþráðum Evrópuleik Andri Már Eggertsson skrifar 23. september 2021 22:27 Valur - Haukar. VÍS bikar kvenna. Vetur 2021-2022. Körfubolti. Bára Dröfn Kristinsdóttir Haukar unnu góðan fimm stiga sigur gegn portúgalska liðinu Club Uniao Sportiva í langþráðum Evrópuleik í Ólafssal í kvöld. Lokatölur 81-76. Haukar byrjuðu leikinn eins vel og hugsast gæti. Haukakonur komust í 10-1 eftir tæplega þriggja mínútna leik og tóku gestirnir frá Portúgal leikhlé. Uniao Sportiva svaraði góðri byrjun Hauka og komu sér aftur inn í leikinn með sex stiga sveiflu. Fyrstu tíu mínútur leiksins einkenndust af afar mörgum villum á bæði lið og voru alls 15 villur dæmdar í 1. leikhluta. Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, neyddist til að taka leikhlé strax í upphafi annan leikhluta. Sportiva hafði þá gert fimm fyrstu stigin í öðrum leikhluta. Eftir leikhlé Bjarna gerði Sportiva tvær körfur í röð og staðan 23-27. Haiden Palmer setti niður þriggja stiga körfu og við það snerist pendúlinn. Haukar áttu þá átta stiga sveiflu og komust fimm stigum yfir. Sportiva náði að minnka forskot Hauka áður en flautað var til hálfleiks og voru hálfleikstölur 40-39. Haukakonur byrjuðu seinni hálfleikinn af miklum krafti og gerðu þær þrjár körfur í röð á stuttum kafla og komust sex stigum yfir. Þegar 3. leikhluti var við það að klárast komu tvær afar smekklegar þriggja stiga körfur. Bríet Sif Hinriksdóttir hitti úr þriggja stiga skoti þegar tæplega fjórar sekúndur vorur eftir. Simone Costa rétt náði að taka skot fyrir aftan miðju sem hún hitti úr og minnkaði leikinn í tvö stig. 4.leikhluti var æsispennandi. Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, tók leikhlé Simone Costa hitti úr opnu þriggja stiga skoti og jafnaði leikinn í 68-68. Leikhlé Bjarna svínvirkaði og gerðu Haukakonur tvær mikilvægar körfur í röð á því augnabliki. Undir lok leiks kórónaði Haiden Palmer góðan leik sinn. Haukar voru þá þremur stigum yfir og tók Haiden Palmer þá leikinn í sínar hendur og gerði síðustu körfu leiksins. Ótrúlegur Evrópusigur Hauka 81-76. Af hverju unnu Haukar? Haukar spiluðu leikinn frábærlega frá upphafi til enda. Haukakonur svöruðu því vel þegar þær lentu undir í 3. leikhluta og héldu áfram að láta boltann ganga og finna opin skot. Þegar tæplega fjórar mínútur voru eftir af leiknum áttu heimakonur 9-2 áhlaup sem fór langt með sigurinn. Hverjar stóðu upp úr? Haiden Palmer gerði ekki bara mikilvægustu körfu leiksins. Haiden Palmer var stórgóð í leiknum og endaði hún sem stigahæsta kona vallarins með 24 stig. Helena Sverrisdóttir átti afar góðan leik í kvöld. Helena gerði 15 stig í leiknum og tók 6 fráköst. Hvað gekk illa? Haukar áttu í miklum vandræðum með Sportiva undir körfunni. Sportiva tók 49 fráköst í leiknum af þeim voru 20 sóknarfráköst. Haukar tóku aðeins 36 fráköst í leiknum. Vítanýting Sportiva var afar léleg. Þær fengu alls 31 víti og brenndu af 11. Hvað gerist næst? Liðin mætast næst í Portúgal. Leikurinn fer fram næsta fimmtudag. Helena Sverrisdóttir: Erfiðasta sem ég geri er að horfa á leiki eftir útilokun Helena Sverrisdóttir segir að það sé lítið mál að spila leikina, en mun erfiðara að þurfa að fylgjast með þeim af hliðarlínunni.VÍSIR/BÁRA Helena Sverrisdóttir, fyrirliði Hauka, var afar glöð í leiks lok „Við vorum frábærar í kvöld. Það var mikið fjör í kringum leikinn. Þessi góða byrjun okkar sýndi okkur það að við getum spilað á þessu sviði,“ sagði Helena sem var afar ánægð með byrjun leiksins. Haukar voru einu stigi yfir í hálfleik og ætluðu þær að byggja ofan á góðan fyrri hálfleik. „Við fórum yfir nokkur atriði í hálfleik. Bæði það sem við vildum bæta og það sem við ætluðum að halda áfram að gera. Það voru margar hjá okkur sem stigu upp og er ég ótrúlega glöð.“ Leikurinn var æsispennandi og aðeins tvær mínútur voru eftir af leiknum þegar Helena fékk sína fimmtu villu og þar með útilokun frá leiknum. „Ég er aldrei stressuð inn á vellinum. En að standa fyrir utan völlinn er afar erfitt.“ Helena var ánægð með baráttu liðsins heilt yfir. Þrátt fyrir að hafa lent í vandræðum með Sportiva undir körfunni. Körfubolti Haukar Evrópubikarinn í körfubolta kvenna
Haukar unnu góðan fimm stiga sigur gegn portúgalska liðinu Club Uniao Sportiva í langþráðum Evrópuleik í Ólafssal í kvöld. Lokatölur 81-76. Haukar byrjuðu leikinn eins vel og hugsast gæti. Haukakonur komust í 10-1 eftir tæplega þriggja mínútna leik og tóku gestirnir frá Portúgal leikhlé. Uniao Sportiva svaraði góðri byrjun Hauka og komu sér aftur inn í leikinn með sex stiga sveiflu. Fyrstu tíu mínútur leiksins einkenndust af afar mörgum villum á bæði lið og voru alls 15 villur dæmdar í 1. leikhluta. Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, neyddist til að taka leikhlé strax í upphafi annan leikhluta. Sportiva hafði þá gert fimm fyrstu stigin í öðrum leikhluta. Eftir leikhlé Bjarna gerði Sportiva tvær körfur í röð og staðan 23-27. Haiden Palmer setti niður þriggja stiga körfu og við það snerist pendúlinn. Haukar áttu þá átta stiga sveiflu og komust fimm stigum yfir. Sportiva náði að minnka forskot Hauka áður en flautað var til hálfleiks og voru hálfleikstölur 40-39. Haukakonur byrjuðu seinni hálfleikinn af miklum krafti og gerðu þær þrjár körfur í röð á stuttum kafla og komust sex stigum yfir. Þegar 3. leikhluti var við það að klárast komu tvær afar smekklegar þriggja stiga körfur. Bríet Sif Hinriksdóttir hitti úr þriggja stiga skoti þegar tæplega fjórar sekúndur vorur eftir. Simone Costa rétt náði að taka skot fyrir aftan miðju sem hún hitti úr og minnkaði leikinn í tvö stig. 4.leikhluti var æsispennandi. Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, tók leikhlé Simone Costa hitti úr opnu þriggja stiga skoti og jafnaði leikinn í 68-68. Leikhlé Bjarna svínvirkaði og gerðu Haukakonur tvær mikilvægar körfur í röð á því augnabliki. Undir lok leiks kórónaði Haiden Palmer góðan leik sinn. Haukar voru þá þremur stigum yfir og tók Haiden Palmer þá leikinn í sínar hendur og gerði síðustu körfu leiksins. Ótrúlegur Evrópusigur Hauka 81-76. Af hverju unnu Haukar? Haukar spiluðu leikinn frábærlega frá upphafi til enda. Haukakonur svöruðu því vel þegar þær lentu undir í 3. leikhluta og héldu áfram að láta boltann ganga og finna opin skot. Þegar tæplega fjórar mínútur voru eftir af leiknum áttu heimakonur 9-2 áhlaup sem fór langt með sigurinn. Hverjar stóðu upp úr? Haiden Palmer gerði ekki bara mikilvægustu körfu leiksins. Haiden Palmer var stórgóð í leiknum og endaði hún sem stigahæsta kona vallarins með 24 stig. Helena Sverrisdóttir átti afar góðan leik í kvöld. Helena gerði 15 stig í leiknum og tók 6 fráköst. Hvað gekk illa? Haukar áttu í miklum vandræðum með Sportiva undir körfunni. Sportiva tók 49 fráköst í leiknum af þeim voru 20 sóknarfráköst. Haukar tóku aðeins 36 fráköst í leiknum. Vítanýting Sportiva var afar léleg. Þær fengu alls 31 víti og brenndu af 11. Hvað gerist næst? Liðin mætast næst í Portúgal. Leikurinn fer fram næsta fimmtudag. Helena Sverrisdóttir: Erfiðasta sem ég geri er að horfa á leiki eftir útilokun Helena Sverrisdóttir segir að það sé lítið mál að spila leikina, en mun erfiðara að þurfa að fylgjast með þeim af hliðarlínunni.VÍSIR/BÁRA Helena Sverrisdóttir, fyrirliði Hauka, var afar glöð í leiks lok „Við vorum frábærar í kvöld. Það var mikið fjör í kringum leikinn. Þessi góða byrjun okkar sýndi okkur það að við getum spilað á þessu sviði,“ sagði Helena sem var afar ánægð með byrjun leiksins. Haukar voru einu stigi yfir í hálfleik og ætluðu þær að byggja ofan á góðan fyrri hálfleik. „Við fórum yfir nokkur atriði í hálfleik. Bæði það sem við vildum bæta og það sem við ætluðum að halda áfram að gera. Það voru margar hjá okkur sem stigu upp og er ég ótrúlega glöð.“ Leikurinn var æsispennandi og aðeins tvær mínútur voru eftir af leiknum þegar Helena fékk sína fimmtu villu og þar með útilokun frá leiknum. „Ég er aldrei stressuð inn á vellinum. En að standa fyrir utan völlinn er afar erfitt.“ Helena var ánægð með baráttu liðsins heilt yfir. Þrátt fyrir að hafa lent í vandræðum með Sportiva undir körfunni.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti