Biden og Macron vilja byggja upp traust aftur Samúel Karl Ólason skrifar 22. september 2021 18:35 Joe Biden og Emmanuel Macron. EPA/PHIL NOBLE Sendiherra Frakklands mun snúa aftur til Washington DC í næstu viku. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, kallaði sendiherrann heim eftir að Bandaríkjamenn, Ástralar og Bretar tilkynntu nýjan varnarsáttmála. Sá sáttmáli felur í sér að Ástralar kaupa kjarnorkuknúna kafbáta frá Bandaríkjunum en þá hættu Ástralar við að kaupa rafmagnsknúna kafbáta af Frökkum. Ráðamenn í Frakklandi brugðust reiðir við þessari tilkynningu. Meðal annars sögðu þeir Bandaríkjamenn hafa stungið þá í bakið og líktu Biden við Donald Trump, fyrrverandi forseta. Eins og áður segir var franski sendiherrann kallaður heim og var það í fyrsta skipti sem það er gert á þeim rúmu tveimur öldum sem ríkin hafa átt í pólitískum samskiptum. Frakkar eru taldir verða af minnst 66 milljörðum Bandaríkjadala eða yfir 8.500 milljörðum íslenskra króna. Sjá einnig: Sakar Ástrala og Bandaríkjamenn um tvöfeldni og lygar Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, og Macron töluðu saman í síma í dag. Í sameiginlegri yfirlýsingu segir að þeir hafi komist að samkomulagi um frekari viðræður og samráð til að tryggja traust milli ríkjanna. Þá ákváðu þeir að hittast í Evrópu í október og ræða frekar saman, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Í yfirlýsingunni segir einnig að Biden og Macron hafi verið sammála um að betra hefði verið að Bandaríkjamenn hefðu rætt málið við bandamenn sína í Evrópu. Höfðu rætt áhyggjur sínar opinberlega Ráðamenn í Ástralíu sögðu fyrr í vikunni að ákvörðun þeirra hefði ekki átt að koma Frökkum á óvart. Ástralar hefðu gert áhyggjur sínar af töfum og kostnaði, auk þess sem þeir höfðu áhyggjur af notagildi rafmagnskafbáta í Kyrrahafinu. Í frétt Reuters segir að þessar áhyggjur hafi verið ræddar í ástralska þinginu á undanförnum árum. Meðal annars um það að samningurinn hafði hækkað úr 40 milljörðum dala í 60 milljarða og það áður en byrjað var að smíða einn einasta kafbát. Kjarnorkuknúnir kafbátar eru mun öflugri en kafbátar sem eru keyrðir af díselolíu og rafmagni. Hægt er að sigla þeim mun hraðar, lengur og lengra og þar að auki þarf ekki að sigla þeim reglulega við yfirborðið til að hlaða rafgeyma. Frakkland Bandaríkin Ástralía Bretland Suður-Kínahaf Kína Joe Biden Mest lesið Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla Erlent Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Innlent Fleiri fréttir Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Sjá meira
Sá sáttmáli felur í sér að Ástralar kaupa kjarnorkuknúna kafbáta frá Bandaríkjunum en þá hættu Ástralar við að kaupa rafmagnsknúna kafbáta af Frökkum. Ráðamenn í Frakklandi brugðust reiðir við þessari tilkynningu. Meðal annars sögðu þeir Bandaríkjamenn hafa stungið þá í bakið og líktu Biden við Donald Trump, fyrrverandi forseta. Eins og áður segir var franski sendiherrann kallaður heim og var það í fyrsta skipti sem það er gert á þeim rúmu tveimur öldum sem ríkin hafa átt í pólitískum samskiptum. Frakkar eru taldir verða af minnst 66 milljörðum Bandaríkjadala eða yfir 8.500 milljörðum íslenskra króna. Sjá einnig: Sakar Ástrala og Bandaríkjamenn um tvöfeldni og lygar Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, og Macron töluðu saman í síma í dag. Í sameiginlegri yfirlýsingu segir að þeir hafi komist að samkomulagi um frekari viðræður og samráð til að tryggja traust milli ríkjanna. Þá ákváðu þeir að hittast í Evrópu í október og ræða frekar saman, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Í yfirlýsingunni segir einnig að Biden og Macron hafi verið sammála um að betra hefði verið að Bandaríkjamenn hefðu rætt málið við bandamenn sína í Evrópu. Höfðu rætt áhyggjur sínar opinberlega Ráðamenn í Ástralíu sögðu fyrr í vikunni að ákvörðun þeirra hefði ekki átt að koma Frökkum á óvart. Ástralar hefðu gert áhyggjur sínar af töfum og kostnaði, auk þess sem þeir höfðu áhyggjur af notagildi rafmagnskafbáta í Kyrrahafinu. Í frétt Reuters segir að þessar áhyggjur hafi verið ræddar í ástralska þinginu á undanförnum árum. Meðal annars um það að samningurinn hafði hækkað úr 40 milljörðum dala í 60 milljarða og það áður en byrjað var að smíða einn einasta kafbát. Kjarnorkuknúnir kafbátar eru mun öflugri en kafbátar sem eru keyrðir af díselolíu og rafmagni. Hægt er að sigla þeim mun hraðar, lengur og lengra og þar að auki þarf ekki að sigla þeim reglulega við yfirborðið til að hlaða rafgeyma.
Frakkland Bandaríkin Ástralía Bretland Suður-Kínahaf Kína Joe Biden Mest lesið Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla Erlent Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Innlent Fleiri fréttir Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Sjá meira