Kjöt- og drykkjarframleiðendur í úlfakreppu vegna skorts á kolsýru Kjartan Kjartansson skrifar 22. september 2021 15:58 Kjötðnaður í Bretlandi er í tilvistarkreppu vegna skorts á koltvísýringi. Hann er notaður til þess að rota kjúklinga og svín fyrir slátrun. Vísir/EPA Matvælaframleiðendur í Bretlandi eru í öngum sínum eftir að bresk stjórnvöld vöruðu þá við því að verð á kolsýru gæti hækkað um 500% vegna skorts á jarðgasi. Stjórnvöld hafa nú framlengt neyðaraðstoð sem á að koma í veg fyrir skort á kjötvörum. Mikil eftirspurn eftir jarðgasi í Asíu eftir að hjól efnahagslífsins byrjuðu að snúast aftur eftir að slakað var á sóttvarnaaðgerðum vegna kórónuveirufaraldursins hafa valdið skorti á framboði í Evrópu. Kolsýra sem er notuð í drykkjarframleiðslu og til að rota hænsni og svín fyrir slátrun er aukaafurð frá áburðariðnaði sem er háður framboði á jarðgasi, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Nú segir Geroge Eustice, umhverfisráðherra Bretlands, að matvælaframleiðlendur þar þurfi að sætta sig við gríðarlega verðhækkun á kolsýru. Stjórnvöld hafa undanfarið greitt bandarísku fyrirtæki til hefja framleiðslu aftur í tveimur áburðarverksmiðjum sem var lokað því þær voru óarðbæðrar. Þær sjá Bretlandi fyrir um 60% þeirrar kolsýru sem er notuð þar. Án samningsins segir Eustice að mörg sláturshús hefðu klárað kolsýrubyrgðir sínar á örfáum dögum. Framleiðendur hafa varað við því að skortur gæti orðið á kalkúnakjöti fyrir jólin en kalkúnn er vinsæll hátíðarmatur í Bretlandi. Verslunarkeðjan Iceland segir að tímabundinn samningur bresku ríkisstjórnarinnar til að auka framboð á kolsýru eigi ekki eftir að leysa vandann og bjarga jólunum. Bretland Gosdrykkir Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Eldrauður dagur í Kauphöllinni Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Mikil eftirspurn eftir jarðgasi í Asíu eftir að hjól efnahagslífsins byrjuðu að snúast aftur eftir að slakað var á sóttvarnaaðgerðum vegna kórónuveirufaraldursins hafa valdið skorti á framboði í Evrópu. Kolsýra sem er notuð í drykkjarframleiðslu og til að rota hænsni og svín fyrir slátrun er aukaafurð frá áburðariðnaði sem er háður framboði á jarðgasi, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Nú segir Geroge Eustice, umhverfisráðherra Bretlands, að matvælaframleiðlendur þar þurfi að sætta sig við gríðarlega verðhækkun á kolsýru. Stjórnvöld hafa undanfarið greitt bandarísku fyrirtæki til hefja framleiðslu aftur í tveimur áburðarverksmiðjum sem var lokað því þær voru óarðbæðrar. Þær sjá Bretlandi fyrir um 60% þeirrar kolsýru sem er notuð þar. Án samningsins segir Eustice að mörg sláturshús hefðu klárað kolsýrubyrgðir sínar á örfáum dögum. Framleiðendur hafa varað við því að skortur gæti orðið á kalkúnakjöti fyrir jólin en kalkúnn er vinsæll hátíðarmatur í Bretlandi. Verslunarkeðjan Iceland segir að tímabundinn samningur bresku ríkisstjórnarinnar til að auka framboð á kolsýru eigi ekki eftir að leysa vandann og bjarga jólunum.
Bretland Gosdrykkir Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Eldrauður dagur í Kauphöllinni Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira