Sigur í sjónmáli Elín Íris Fanndal skrifar 22. september 2021 14:15 Ágæti kjósandi! Nú er örstutt í kosningar. Ég finn að það er eitthvað stórkostlegt í vændum fyrir þau sem hafa beðið alltof lengi eftir bættum hag. Sanngirnis- og réttlætisskúta Flokks fólksins siglir seglum þöndum í blússandi meðbyr öfugt við það sem skoðanakannanir bentu til í upphafi. Það bætist hratt við áhöfn hennar sem er frábært því plássið er ótakmarkað. Við gætum verið á lokametrunum í átt að betra og sanngjarnara samfélagi. Ef Flokkur fólksins fær traust umboð kjósenda þá munu efnaminni, öryrkjar, fatlaðir og eldri borgarar finna á borði, ekki einungis í orði, umtalsverðar umbætur á lífskjörum sínum. Réttlætið getur sigrað! Við viljum kveðja samfélag sem mismunar þjóðfélagsþegnum sínum eftir efnahag og sýnir þeim forkastanlega lítilsvirðingu með hunsun og tómlæti. Samfélag þar sem stjórnmálamenn missa skyndilega minnið um leið og kosningum lýkur og gleyma öllum sínum fögru loforðum. Við í Flokki fólksins skilgreinum okkur hvorki til vinstri né hægri heldur einbeitum okkur að ört stækkandi hópi þeirra sem líða skort á einn eða annan hátt í okkar forríka samfélagi. Lífsgæði eiga ekki að vera einkaréttur útvalinna! Af hverju er þessi meðbyr nú með Flokki fólksins? Við Íslendingar erum að mínu mati að hrökkva upp með andfælum af martröð sem hefur til þessa, gert spilltu ríkisvaldi auðveldara að breikka markvisst bilið á milli ómældrar fátæktar og óhóflegs ríkidæmis. Við höfum fengið nóg og við vitum að við eigum betra skilið, þessi litla en harðduglega þjóð. Það er nóg til handa öllum og okkur ber siðferðisleg skylda til að sjá til þess að allir þegnar óháð efnahag fái sanngjarna sneið af auðlindakökunni. Ekki bara fáir útvaldir! Okkur sem erum komin yfir miðjan aldur er orðið ljóst að margra okkar mun ekki bíða áhyggjulaust ævikvöld eftir langa starfsævi – nema gripið sé í taumana. Þau okkar sem fóru illa út úr efnahagshruninu munu enn skulda verðtryggð lán þegar við komumst á eftirlaunaaldur, missum heilsuna eða þurfum að hætta að vinna af öðrum ástæðum. Við kvíðum framtíð okkar, það er óásættanlegt að þurfa að kvíða framtíð sinni komin yfir miðjan aldur þegar möguleikar til þess að geta unnið fyrir sér minnka með hverju árinu sem líður og hækkandi skuldir vofa yfir okkur sem mara. Þessu vill Flokkur fólksins breyta, við krefjumst réttlætis fyrir alla í ríku landi! Eldri borgarar þessa lands líða margir hverjir skort vegna langvarandi áhugaleysis og vanvirðingar stjórnvalda í þeirra garð. Þeir eru nú taldir “vandamál” og áhugi verið afar takmarkaður til að leysa þann vanda, enda skilar það auðvaldinu ekki veraldlegum arði, að ekki sé minnst á marglofaðan stöðugleikann sem gæti raskast. Þess vegna nýtur Flokkur fólksins meðbyrs. Við stöndum saman og erum að brjóta niður múra óréttlætis sem hingað til hafa talist óbrjótanlegir. Með þínum stuðningi halda okkur engin bönd, við þorum, getum og viljum fyrir þig! Með kærri kveðju og þökk. Höfundur skipar þriðja sæti Flokks fólksins á Suðurlandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Flokkur fólksins Suðurkjördæmi Mest lesið Missum ekki af orkuskiptalestinni Tómas Þór Þórðarson Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison Skoðun Fimm ástæður fyrir að vextirnir eru á réttri leið Konráð S. Guðjónsson Skoðun Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn vill afnema skyldu til jafnlaunavottunar! Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Er rökvilla að ganga? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Vinnum gullið án klósettpappírs Ásmundur Einar Daðason Skoðun Umbreyting á einni nóttu – Þegar öryrki verður að ellilífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Heima er best? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Heimurinn er galopinn frá Norðurlandi eystra Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Er rökvilla að ganga? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir að vextirnir eru á réttri leið Konráð S. Guðjónsson skrifar Skoðun Forðast að tala um meginstefnuna Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Missum ekki af orkuskiptalestinni Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Umbreyting á einni nóttu – Þegar öryrki verður að ellilífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins er tilbúinn í ríkisstjórn! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Vegurinn heim María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Vinnum gullið án klósettpappírs Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn vill afnema skyldu til jafnlaunavottunar! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd á ekki að vera leikhús Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Lítið að frétta í lífi án frétta á landsbyggðunum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ágæti kjósandi! Nú er örstutt í kosningar. Ég finn að það er eitthvað stórkostlegt í vændum fyrir þau sem hafa beðið alltof lengi eftir bættum hag. Sanngirnis- og réttlætisskúta Flokks fólksins siglir seglum þöndum í blússandi meðbyr öfugt við það sem skoðanakannanir bentu til í upphafi. Það bætist hratt við áhöfn hennar sem er frábært því plássið er ótakmarkað. Við gætum verið á lokametrunum í átt að betra og sanngjarnara samfélagi. Ef Flokkur fólksins fær traust umboð kjósenda þá munu efnaminni, öryrkjar, fatlaðir og eldri borgarar finna á borði, ekki einungis í orði, umtalsverðar umbætur á lífskjörum sínum. Réttlætið getur sigrað! Við viljum kveðja samfélag sem mismunar þjóðfélagsþegnum sínum eftir efnahag og sýnir þeim forkastanlega lítilsvirðingu með hunsun og tómlæti. Samfélag þar sem stjórnmálamenn missa skyndilega minnið um leið og kosningum lýkur og gleyma öllum sínum fögru loforðum. Við í Flokki fólksins skilgreinum okkur hvorki til vinstri né hægri heldur einbeitum okkur að ört stækkandi hópi þeirra sem líða skort á einn eða annan hátt í okkar forríka samfélagi. Lífsgæði eiga ekki að vera einkaréttur útvalinna! Af hverju er þessi meðbyr nú með Flokki fólksins? Við Íslendingar erum að mínu mati að hrökkva upp með andfælum af martröð sem hefur til þessa, gert spilltu ríkisvaldi auðveldara að breikka markvisst bilið á milli ómældrar fátæktar og óhóflegs ríkidæmis. Við höfum fengið nóg og við vitum að við eigum betra skilið, þessi litla en harðduglega þjóð. Það er nóg til handa öllum og okkur ber siðferðisleg skylda til að sjá til þess að allir þegnar óháð efnahag fái sanngjarna sneið af auðlindakökunni. Ekki bara fáir útvaldir! Okkur sem erum komin yfir miðjan aldur er orðið ljóst að margra okkar mun ekki bíða áhyggjulaust ævikvöld eftir langa starfsævi – nema gripið sé í taumana. Þau okkar sem fóru illa út úr efnahagshruninu munu enn skulda verðtryggð lán þegar við komumst á eftirlaunaaldur, missum heilsuna eða þurfum að hætta að vinna af öðrum ástæðum. Við kvíðum framtíð okkar, það er óásættanlegt að þurfa að kvíða framtíð sinni komin yfir miðjan aldur þegar möguleikar til þess að geta unnið fyrir sér minnka með hverju árinu sem líður og hækkandi skuldir vofa yfir okkur sem mara. Þessu vill Flokkur fólksins breyta, við krefjumst réttlætis fyrir alla í ríku landi! Eldri borgarar þessa lands líða margir hverjir skort vegna langvarandi áhugaleysis og vanvirðingar stjórnvalda í þeirra garð. Þeir eru nú taldir “vandamál” og áhugi verið afar takmarkaður til að leysa þann vanda, enda skilar það auðvaldinu ekki veraldlegum arði, að ekki sé minnst á marglofaðan stöðugleikann sem gæti raskast. Þess vegna nýtur Flokkur fólksins meðbyrs. Við stöndum saman og erum að brjóta niður múra óréttlætis sem hingað til hafa talist óbrjótanlegir. Með þínum stuðningi halda okkur engin bönd, við þorum, getum og viljum fyrir þig! Með kærri kveðju og þökk. Höfundur skipar þriðja sæti Flokks fólksins á Suðurlandi.
Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson Skoðun
Umbreyting á einni nóttu – Þegar öryrki verður að ellilífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Skoðun Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Umbreyting á einni nóttu – Þegar öryrki verður að ellilífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn vill afnema skyldu til jafnlaunavottunar! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson Skoðun
Umbreyting á einni nóttu – Þegar öryrki verður að ellilífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun