Einn flokkur hlustar best á eldri borgara Gísli Rafn Ólafsson skrifar 22. september 2021 07:46 Nú í vikunni gaf Landssamband eldri borgara (LEB) út samanburð á milli stjórnmálaflokkana um afstöðu þeirra til baráttumála eldri borgara. Það hefur eflaust komið mörgum á óvart að Píratar skoruðu hæst í þessum samanburði. Þó svo að Píratar skori ekki hátt hjá kjósendum í elsta aldurshópnum, þá er það ekki þannig að við Píratar séum hunsa kröfur þeirra. Rétt eins og í öðrum málum þá hlustum við á rök þeirra og erum þeim svo sannarlega sammála um að það sé nauðsynlegt að stórbæta aðstæður þessa mikilvæga hóps. Það er skammarlegt hvernig hefur verið komið fram við þennan hóp sem við eigum öll eftir að tilheyra þegar fram líða stundir. Það er ólíðandi að innan þessa hóps sé fólk sem þurfi að lifa undir fátæktarmörkum bara af því að stjórnmálamenn hunsa það. Það er algjörlega fáránlegt að ekki sé hægt að sinna fólki af mannúð af því að kerfin „segja nei“ þegar kemur að því að veita fólki persónulega nálgun á þá þjónustu sem það þarf. Hvað viljum við gera fyrir eldra fólk? Við Píratar viljum afnema allar tekjutengdar skerðingar sem eldra fólk verður fyrir og gefa því kost á að velja hvenær og hvernig það ákveður að hætta á vinnumarkaðnum. Starfslok eiga að ráðast af áhuga og færni fólks, ekki aldri. Jú, það mun kosta peninga en það kostar okkur líka ómældar fjárhæðir að halda fólki í skerðingafangelsi - svo ég tali nú ekki um hvað það er ómannúðlegt og tærandi. Við stefnum á framtíð þar sem kerfin okkar styðja fólk í að gera það sem það sjálft vill - frekar en að skipa því að gera það sem kerfið vill. Við viljum hækka og samræma skilgreiningar á lágmarksframfærslu og tryggja að eldra fólk þurfi ekki að lifa undir fátæktarmörkum. Við teljum að ellilífeyrir eigi að þróast í takt við launaþróun og höfum meira að segja lagt til að hann hækki jafn mikið hlutfallslega og laun þingmanna hækka hverju sinni. Við viljum auka möguleika eldra fólks þegar kemur að húsnæðisúrræðum og styðjum uppbyggingu millistig milli eigin heimilis og hjúkrunarheimila. Já, þessir skrýtnu Píratar sem margt eldra fólk heldur kannski að tengist sjóránum, er ný tegund af stjórnmálaflokki. Stjórnmálaflokkur sem berst fyrir réttindum fólks og trúir því að við eigum öll að geta lifað saman í velferðarsamfélagi. Markmið Pírata er að byggja betra samfélag fyrir alla, líka eldri borgara. Ísland fyrir alla aldurshópa. Heilbrigðisþjónusta fólks Við Píratar setjum forvarnir, fyrirbyggjandi aðgerðir, velferð sjúklinga og réttindi notenda heilbrigðisþjónustu í forgang. Við viljum að sjúklingurinn njóti vafans, ekki kerfið. Við viljum búa til langtíma heilbrigðisáætlun sem á að stuðla að mannúðlegu viðmóti og nærgætni í heilbrigðiskerfinu, lausu við fordóma. Við stefnum að gjaldfrjálsri heilbrigðisþjónustu og tryggja að réttindi notenda séu alltaf í forgangi. Það er hreinlega innbyggt í grunnstefnuna okkar, sjálft erfðaefni Pírata, að berjast fyrir réttindum fólks. Réttur allra einstaklinga er jafn sterkur og Píratar taka alltaf afstöðu með hinum valdaminni gegn hinum valdameiri. Það er okkar grundvallarsýn í stjórnmálum og frá henni verður ekki hvikað. Já, við Píratar erum tilbúin að berjast fyrir ykkar réttindum - sama á hvaða aldri þið eruð - og munum ekki ganga á bak loforðsins þegar kosningar eru búnar. Við munum berjast af því að það er það eina rétt, það sem drífur okkur áfram. Eldri borgarar - Þið eigið skýran valkost. Höfundur er miðaldra frambjóðandi í 2. sæti í framboðs Pírata í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gísli Rafn Ólafsson Skoðun: Kosningar 2021 Píratar Eldri borgarar Suðvesturkjördæmi Mest lesið ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen Skoðun Skoðun Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson skrifar Sjá meira
Nú í vikunni gaf Landssamband eldri borgara (LEB) út samanburð á milli stjórnmálaflokkana um afstöðu þeirra til baráttumála eldri borgara. Það hefur eflaust komið mörgum á óvart að Píratar skoruðu hæst í þessum samanburði. Þó svo að Píratar skori ekki hátt hjá kjósendum í elsta aldurshópnum, þá er það ekki þannig að við Píratar séum hunsa kröfur þeirra. Rétt eins og í öðrum málum þá hlustum við á rök þeirra og erum þeim svo sannarlega sammála um að það sé nauðsynlegt að stórbæta aðstæður þessa mikilvæga hóps. Það er skammarlegt hvernig hefur verið komið fram við þennan hóp sem við eigum öll eftir að tilheyra þegar fram líða stundir. Það er ólíðandi að innan þessa hóps sé fólk sem þurfi að lifa undir fátæktarmörkum bara af því að stjórnmálamenn hunsa það. Það er algjörlega fáránlegt að ekki sé hægt að sinna fólki af mannúð af því að kerfin „segja nei“ þegar kemur að því að veita fólki persónulega nálgun á þá þjónustu sem það þarf. Hvað viljum við gera fyrir eldra fólk? Við Píratar viljum afnema allar tekjutengdar skerðingar sem eldra fólk verður fyrir og gefa því kost á að velja hvenær og hvernig það ákveður að hætta á vinnumarkaðnum. Starfslok eiga að ráðast af áhuga og færni fólks, ekki aldri. Jú, það mun kosta peninga en það kostar okkur líka ómældar fjárhæðir að halda fólki í skerðingafangelsi - svo ég tali nú ekki um hvað það er ómannúðlegt og tærandi. Við stefnum á framtíð þar sem kerfin okkar styðja fólk í að gera það sem það sjálft vill - frekar en að skipa því að gera það sem kerfið vill. Við viljum hækka og samræma skilgreiningar á lágmarksframfærslu og tryggja að eldra fólk þurfi ekki að lifa undir fátæktarmörkum. Við teljum að ellilífeyrir eigi að þróast í takt við launaþróun og höfum meira að segja lagt til að hann hækki jafn mikið hlutfallslega og laun þingmanna hækka hverju sinni. Við viljum auka möguleika eldra fólks þegar kemur að húsnæðisúrræðum og styðjum uppbyggingu millistig milli eigin heimilis og hjúkrunarheimila. Já, þessir skrýtnu Píratar sem margt eldra fólk heldur kannski að tengist sjóránum, er ný tegund af stjórnmálaflokki. Stjórnmálaflokkur sem berst fyrir réttindum fólks og trúir því að við eigum öll að geta lifað saman í velferðarsamfélagi. Markmið Pírata er að byggja betra samfélag fyrir alla, líka eldri borgara. Ísland fyrir alla aldurshópa. Heilbrigðisþjónusta fólks Við Píratar setjum forvarnir, fyrirbyggjandi aðgerðir, velferð sjúklinga og réttindi notenda heilbrigðisþjónustu í forgang. Við viljum að sjúklingurinn njóti vafans, ekki kerfið. Við viljum búa til langtíma heilbrigðisáætlun sem á að stuðla að mannúðlegu viðmóti og nærgætni í heilbrigðiskerfinu, lausu við fordóma. Við stefnum að gjaldfrjálsri heilbrigðisþjónustu og tryggja að réttindi notenda séu alltaf í forgangi. Það er hreinlega innbyggt í grunnstefnuna okkar, sjálft erfðaefni Pírata, að berjast fyrir réttindum fólks. Réttur allra einstaklinga er jafn sterkur og Píratar taka alltaf afstöðu með hinum valdaminni gegn hinum valdameiri. Það er okkar grundvallarsýn í stjórnmálum og frá henni verður ekki hvikað. Já, við Píratar erum tilbúin að berjast fyrir ykkar réttindum - sama á hvaða aldri þið eruð - og munum ekki ganga á bak loforðsins þegar kosningar eru búnar. Við munum berjast af því að það er það eina rétt, það sem drífur okkur áfram. Eldri borgarar - Þið eigið skýran valkost. Höfundur er miðaldra frambjóðandi í 2. sæti í framboðs Pírata í Suðvesturkjördæmi.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun