Náðu sátt í máli gegn konu erindreka sem varð unglingi að bana Kjartan Kjartansson skrifar 21. september 2021 15:35 Charlotte Charles, móðir Harry Dunn, og Bruce Charles, stjúpfaðir hans, við dómsmálaráðuneyti Bretlands. Bresk stjórnvöld hafa ítrekað tekið upp dauða sonar þeirra við bandaríska ráðamenn. Vísir/Getty Fjölskylda Harry Dunn sem lét lífið þegar eiginkona bandarísks erindreka ók hann niður árið 2019 hefur náð sátt í einkamáli sínu gegn konunni vestanhafs. Málið gæti enn endað á borði dómstóla sem sakamál. Anne Sacoolas, eiginkona erindreka sem starfaði við bandaríska herstöð í Northampton-skíri yfirgaf Bretland skömmu eftir að hún ók bíl sínum á Dunn sem var á mótorhjóli. Hún bar fyrir sig friðhelgi sem erlendir erindrekar njóta gegn saksókn. Talið er að Sacoolas hafi verið á röngum vegarhelmingi þegar hún ók á Dunn og olli dauða hans. Dunn var nítján ára gamall. Sacoolas var ákærð í Bretlandi en bandarísk stjórnvöld neituðu að framselja hana. Lögmaður hennar sagði í fyrra að hún myndi heldur ekki snúa sjálfviljug aftur til Bretlands til að svara til saka fyrir það sem hann kallaði „hræðilegt en óviljandi“ slys. Breska ríkisstjórnin hefur talað máli Dunn-fjölskyldunnar í málinu og ræddi Liz Truss, nýr utanríkisráðherra Bretlands, það meðal annars á fundi með Antony Blinke, bandaríska starfsbróður hennar, í gær. Nú segir lögmaður Dunn-fjölskyldunnar að sátt hafi náðst í miskabótamáli hennar gegn Sacoolas. Reuters-fréttastofan segir að lögmaðurinn hafi ekki veitt frekari upplýsingar um efni sáttarinnar. Mögulegt er að sakamál verði höfðað á hendur Sacoolas. Dominic Raab, þáverandi utanríkisráðherra Bretlands, sagði að til skoðunar væri hvort að bresk yfirvöld gætu réttað yfir Sacoolas í gegnum fjarfundartækni eða með öðrum hætti svo að fjölskylda Dunn gæti náð fram einhvers konar réttlæti vegna dauða sonar síns. „Fjölskyldunni finnst að hún geti nú snúið sér að sakamálinu og langþráðri rannsókn á dauða Harrys sem fylgir sakamálinu,“ hefur AP-fréttastofan eftir Radd Seiger, lögmanni Dunn-fjölskyldunnar. Bretland Bandaríkin Tengdar fréttir Töpuðu máli um friðhelgi konu sem ók á son þeirra Charlotte Charles og Timm Dunn, foreldrar hins heitna Harry Dunn, hafa tapað dómsmáli þar sem þau reyndu að fá friðhelgi bandarískrar konu sem ók á son þeirra fellda niður. 24. nóvember 2020 11:15 Loka smugu sem gerði eiginkonu diplómata kleift að krefjast friðhelgi Bresk og bandarísk stjórnvöld hafa náð samkomulagi um að loka smugu í reglum um friðhelgi erindreka sem gerði eiginkonu bandarísks starfsmanns herstöðvar í Englandi kleift að krefjast friðhelgi fyrir saksókn þegar hún olli banaslysi. 22. júlí 2020 13:32 Neituðu að hitta konuna sem sökuð er um að hafa banað syni þeirra Foreldrar nítján ára manns sem dó í bílslysi í Bretlandi höfnuðu óvæntu tilboði Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, að hitta konuna sem sökuð er um að hafa valdið dauða sonar þeirra. 16. október 2019 14:40 Mest lesið Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Sjá meira
Anne Sacoolas, eiginkona erindreka sem starfaði við bandaríska herstöð í Northampton-skíri yfirgaf Bretland skömmu eftir að hún ók bíl sínum á Dunn sem var á mótorhjóli. Hún bar fyrir sig friðhelgi sem erlendir erindrekar njóta gegn saksókn. Talið er að Sacoolas hafi verið á röngum vegarhelmingi þegar hún ók á Dunn og olli dauða hans. Dunn var nítján ára gamall. Sacoolas var ákærð í Bretlandi en bandarísk stjórnvöld neituðu að framselja hana. Lögmaður hennar sagði í fyrra að hún myndi heldur ekki snúa sjálfviljug aftur til Bretlands til að svara til saka fyrir það sem hann kallaði „hræðilegt en óviljandi“ slys. Breska ríkisstjórnin hefur talað máli Dunn-fjölskyldunnar í málinu og ræddi Liz Truss, nýr utanríkisráðherra Bretlands, það meðal annars á fundi með Antony Blinke, bandaríska starfsbróður hennar, í gær. Nú segir lögmaður Dunn-fjölskyldunnar að sátt hafi náðst í miskabótamáli hennar gegn Sacoolas. Reuters-fréttastofan segir að lögmaðurinn hafi ekki veitt frekari upplýsingar um efni sáttarinnar. Mögulegt er að sakamál verði höfðað á hendur Sacoolas. Dominic Raab, þáverandi utanríkisráðherra Bretlands, sagði að til skoðunar væri hvort að bresk yfirvöld gætu réttað yfir Sacoolas í gegnum fjarfundartækni eða með öðrum hætti svo að fjölskylda Dunn gæti náð fram einhvers konar réttlæti vegna dauða sonar síns. „Fjölskyldunni finnst að hún geti nú snúið sér að sakamálinu og langþráðri rannsókn á dauða Harrys sem fylgir sakamálinu,“ hefur AP-fréttastofan eftir Radd Seiger, lögmanni Dunn-fjölskyldunnar.
Bretland Bandaríkin Tengdar fréttir Töpuðu máli um friðhelgi konu sem ók á son þeirra Charlotte Charles og Timm Dunn, foreldrar hins heitna Harry Dunn, hafa tapað dómsmáli þar sem þau reyndu að fá friðhelgi bandarískrar konu sem ók á son þeirra fellda niður. 24. nóvember 2020 11:15 Loka smugu sem gerði eiginkonu diplómata kleift að krefjast friðhelgi Bresk og bandarísk stjórnvöld hafa náð samkomulagi um að loka smugu í reglum um friðhelgi erindreka sem gerði eiginkonu bandarísks starfsmanns herstöðvar í Englandi kleift að krefjast friðhelgi fyrir saksókn þegar hún olli banaslysi. 22. júlí 2020 13:32 Neituðu að hitta konuna sem sökuð er um að hafa banað syni þeirra Foreldrar nítján ára manns sem dó í bílslysi í Bretlandi höfnuðu óvæntu tilboði Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, að hitta konuna sem sökuð er um að hafa valdið dauða sonar þeirra. 16. október 2019 14:40 Mest lesið Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Sjá meira
Töpuðu máli um friðhelgi konu sem ók á son þeirra Charlotte Charles og Timm Dunn, foreldrar hins heitna Harry Dunn, hafa tapað dómsmáli þar sem þau reyndu að fá friðhelgi bandarískrar konu sem ók á son þeirra fellda niður. 24. nóvember 2020 11:15
Loka smugu sem gerði eiginkonu diplómata kleift að krefjast friðhelgi Bresk og bandarísk stjórnvöld hafa náð samkomulagi um að loka smugu í reglum um friðhelgi erindreka sem gerði eiginkonu bandarísks starfsmanns herstöðvar í Englandi kleift að krefjast friðhelgi fyrir saksókn þegar hún olli banaslysi. 22. júlí 2020 13:32
Neituðu að hitta konuna sem sökuð er um að hafa banað syni þeirra Foreldrar nítján ára manns sem dó í bílslysi í Bretlandi höfnuðu óvæntu tilboði Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, að hitta konuna sem sökuð er um að hafa valdið dauða sonar þeirra. 16. október 2019 14:40