Húsleit á heimili kærasta ungu konunnar sem hvarf Kjartan Kjartansson skrifar 21. september 2021 09:54 Frá aðgerð lögreglu við heimili fjölskyldu Laundrie á Flórída í gær. Laundrie sjálfs hefur verið saknað frá því á þriðjudag. AP/Curt Anderson Fulltrúar bandarísku alríkislögreglunnar gerðu húsleit á heimili unnusta Gabrielle Petito sem hvarf þegar þau voru saman á ferðalagi um Bandaríkin í sumar. Til stendur að kryfja lík sem talið er vera af Petito í dag. Petito var 22 ára gömul en ekkert hefur spurst til hennar frá því að hún og Brian Laundrie, 23 ára gamall unnusti hennar, voru saman á ferðalagi í Wyoming í ágúst. Parið hafði verið á ferðalagi frá því í byrjun júlí og skrásett það í fjölda myndbanda á samfélagsmiðlum. Laundrie kom einn heim úr ferðalaginu í byrjun þessa mánaðar og neitaði að veita fjölskyldu Petito og lögreglu nokkrar upplýsingar um afdrif hennar. Hans hefur nú verið saknað frá því á þriðjudag í síðustu viku. Lögregla leitaði hans í fenjum á sunnanverðu Flórída um helgina. Washington Post segir að lögregla hafi fengið heimild til að leggja hald á tölvu og flakkara í eigu Laundie. Fulltrúar alríkislögreglunnar gerðu húsleit á heimili foreldra hans í bænum North Port á Flórída. Sá Laundrie slá Petito í Utah Lík sem fannst í þjóðgarði í Wyoming á sunnudag er talið verið af Petito en réttarmeinarannsókn er ekki lokið. Kryfja átti líkið í dag. Eftir að Petito hvarf birti lögregla í Utah myndband frá lögreglumönnum sem höfðu afskipti af þeim Laundrie í ágúst. Tilkynning hafði borist frá vegafaranda um par að rífast og að maðurinn hefði slegið konuna. Á myndbandi lögregluþjónanna sást Petito í miklu uppnámi en Laundrie lýsti rifrildinu sem „minniháttar stimpingum“. Lögreglumennirnir skipuðu Laundrie að gista á hóteli þá um nóttina á meðan Petito varð eftir í breyttum sendiferðabíl sem þau ferðuðumst um landið á. Brian Laundrie á upptöku lögreglumanns sem hafði afskipti af parinu í Utah í ágúst. TIlkynnt var um að Laundrie hefði slegið Petito. Skipuðu lögreglumenn þeim að eyða nóttina hvort í sínu lagi.AP/lögreglan í Moab Bandaríkin Erlend sakamál Gabrielle Petito Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Barn meðal látinna í rútuslysi Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Þungar vikur framundan Innlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira
Petito var 22 ára gömul en ekkert hefur spurst til hennar frá því að hún og Brian Laundrie, 23 ára gamall unnusti hennar, voru saman á ferðalagi í Wyoming í ágúst. Parið hafði verið á ferðalagi frá því í byrjun júlí og skrásett það í fjölda myndbanda á samfélagsmiðlum. Laundrie kom einn heim úr ferðalaginu í byrjun þessa mánaðar og neitaði að veita fjölskyldu Petito og lögreglu nokkrar upplýsingar um afdrif hennar. Hans hefur nú verið saknað frá því á þriðjudag í síðustu viku. Lögregla leitaði hans í fenjum á sunnanverðu Flórída um helgina. Washington Post segir að lögregla hafi fengið heimild til að leggja hald á tölvu og flakkara í eigu Laundie. Fulltrúar alríkislögreglunnar gerðu húsleit á heimili foreldra hans í bænum North Port á Flórída. Sá Laundrie slá Petito í Utah Lík sem fannst í þjóðgarði í Wyoming á sunnudag er talið verið af Petito en réttarmeinarannsókn er ekki lokið. Kryfja átti líkið í dag. Eftir að Petito hvarf birti lögregla í Utah myndband frá lögreglumönnum sem höfðu afskipti af þeim Laundrie í ágúst. Tilkynning hafði borist frá vegafaranda um par að rífast og að maðurinn hefði slegið konuna. Á myndbandi lögregluþjónanna sást Petito í miklu uppnámi en Laundrie lýsti rifrildinu sem „minniháttar stimpingum“. Lögreglumennirnir skipuðu Laundrie að gista á hóteli þá um nóttina á meðan Petito varð eftir í breyttum sendiferðabíl sem þau ferðuðumst um landið á. Brian Laundrie á upptöku lögreglumanns sem hafði afskipti af parinu í Utah í ágúst. TIlkynnt var um að Laundrie hefði slegið Petito. Skipuðu lögreglumenn þeim að eyða nóttina hvort í sínu lagi.AP/lögreglan í Moab
Bandaríkin Erlend sakamál Gabrielle Petito Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Barn meðal látinna í rútuslysi Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Þungar vikur framundan Innlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira