Sex nú sagðir látnir í skotárásinni í Rússlandi Kjartan Kjartansson skrifar 20. september 2021 13:02 Áhyggjufullar nemendur við Ríkisháskólann í Perm í morgun. AP/Anastasia Jakovleva Háskólanemi sem hóf skothríð á skólafélaga sína í borginni Perm í Rússlandi í morgun drap að minnsta kosti sex manns og særði fjöldi annarra. Hann særðist sjálfur þegar hann streittist gegn handtöku og liggur á sjúkrahúsi. Upphaflega greindi alríkislögregla Rússlands frá því að átta manns hefðu fallið í skotárásinni í Ríkisháskólanum í Perm, um 1.300 kílómetra austur af Moskvu í morgnu. Reuters-fréttastofan segir nú að í það minnsta sex hafi fallið en fjöldi annarra særst. AP-fréttaveitan segir að 28 séu særðir. Þá sagði talskona háskólans í fyrstu að árásarmanninum hefði verið „útrýmt“. Nú segir hún að hann sé í haldi lögreglu. Innanríkisráðuneytið segir að árásarmaðurinn hafi særst í skotbardaga við lögreglumenn. Fjölmiðlar á svæðinu segja að árásarmaðurinn sé átján ára gamall nemandi við háskólann. Hann hafði birt myndbönd á samfélagsmiðlum fyrir árásina. Svo virðist sem að árásin hafi hvorki tengst stjórnmálum né trúarbrögðum heldur hafi ungi maðurinn verið knúinn áfram af hatri. Talið er að árásarmaðurinn hafi komist yfir riffilinn sem hann notaði við ódæðið í maí. Strangar reglur eru um skotvopnaeign óbreyttra borgara í Rússlandi en hægt er að kaupa byssur til veiða, íþróttaiðkunar og sjálfsvarnar að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Lög um skotvopnaeign voru hert eftir að unglingsdrengur myrti níu manns og særði fjölda annarra í skóla í borginni Kazan í maí. Aldursmörk til að kaupa skotvopn voru hækkuð úr átján árum í tuttugu og eins árs. Þau hafa þó enn ekki tekið gildi. AP hefur eftir heilbrigðisráðuneytinu að nítján þeirra sem særðust hafi verið skotnir en sagði ekki hvernig hinir særðust. Frásagnir hafa verið um að nemendur hafi stokkið út um glugga á skólastofum til þess að komast undan byssumanninum. Rússland Tengdar fréttir Átta féllu í skotárás í rússneskum háskóla Byssumaður skaut átta til bana og særði marga til viðbótar í háskóla í rússnesku borginni Perm í morgun. Að sögn innanríkisráðuneytis landsins er árásarmaðurinn í haldi en talsmaður skólans segir að hann hafi verið felldur. 20. september 2021 08:56 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Sjá meira
Upphaflega greindi alríkislögregla Rússlands frá því að átta manns hefðu fallið í skotárásinni í Ríkisháskólanum í Perm, um 1.300 kílómetra austur af Moskvu í morgnu. Reuters-fréttastofan segir nú að í það minnsta sex hafi fallið en fjöldi annarra særst. AP-fréttaveitan segir að 28 séu særðir. Þá sagði talskona háskólans í fyrstu að árásarmanninum hefði verið „útrýmt“. Nú segir hún að hann sé í haldi lögreglu. Innanríkisráðuneytið segir að árásarmaðurinn hafi særst í skotbardaga við lögreglumenn. Fjölmiðlar á svæðinu segja að árásarmaðurinn sé átján ára gamall nemandi við háskólann. Hann hafði birt myndbönd á samfélagsmiðlum fyrir árásina. Svo virðist sem að árásin hafi hvorki tengst stjórnmálum né trúarbrögðum heldur hafi ungi maðurinn verið knúinn áfram af hatri. Talið er að árásarmaðurinn hafi komist yfir riffilinn sem hann notaði við ódæðið í maí. Strangar reglur eru um skotvopnaeign óbreyttra borgara í Rússlandi en hægt er að kaupa byssur til veiða, íþróttaiðkunar og sjálfsvarnar að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Lög um skotvopnaeign voru hert eftir að unglingsdrengur myrti níu manns og særði fjölda annarra í skóla í borginni Kazan í maí. Aldursmörk til að kaupa skotvopn voru hækkuð úr átján árum í tuttugu og eins árs. Þau hafa þó enn ekki tekið gildi. AP hefur eftir heilbrigðisráðuneytinu að nítján þeirra sem særðust hafi verið skotnir en sagði ekki hvernig hinir særðust. Frásagnir hafa verið um að nemendur hafi stokkið út um glugga á skólastofum til þess að komast undan byssumanninum.
Rússland Tengdar fréttir Átta féllu í skotárás í rússneskum háskóla Byssumaður skaut átta til bana og særði marga til viðbótar í háskóla í rússnesku borginni Perm í morgun. Að sögn innanríkisráðuneytis landsins er árásarmaðurinn í haldi en talsmaður skólans segir að hann hafi verið felldur. 20. september 2021 08:56 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Sjá meira
Átta féllu í skotárás í rússneskum háskóla Byssumaður skaut átta til bana og særði marga til viðbótar í háskóla í rússnesku borginni Perm í morgun. Að sögn innanríkisráðuneytis landsins er árásarmaðurinn í haldi en talsmaður skólans segir að hann hafi verið felldur. 20. september 2021 08:56