Erlent

Fyrr­verandi fjár­málaráðherra Sví­þjóðar látinn

Atli Ísleifsson skrifar
Kjell-Olof Feldt var náinn bandamaður forsætisráðherra Olof Palme. Myndin er frá árinu 2016.
Kjell-Olof Feldt var náinn bandamaður forsætisráðherra Olof Palme. Myndin er frá árinu 2016. Wikipedia commons

Kjell-Olof Feldt, fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar og framámaður í sænska Jafnaðarmannaflokknum, er látinn, 93 ára að aldri.

SVT greinir frá andláti Feldt í morgun og vísar í tilkynningu frá syni ráðherrans fyrrverandi þar sem fram kemur að hann hafi andast í gær.

Kjell-Olof Feldt var náinn bandamaður forsætisráðherrans Olof Palme sem ráðinn var af dögum árið 1986, og síðar Ingvar Carlsson sem tók við forsætisráðherraembættinu við andlát Palme.

Feldt gegndi embætti fjármálaráðherra Svíþjóðar á árunum 1983 til 1990 og gegndi þar lykilhlutverki í að hrinda stefnumálum Jafnaðarmanna í framkvæmd. Hann hafði áður gegnt embætti viðskiptaráðherra á árunum 1970 til 1975.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×