Þegar hægri höndin veit ekki af þeirri vinstri Hrafnkell Brimar Hallmundsson skrifar 20. september 2021 14:31 Minjastofnun Íslands er ekki sú ríkisstofnun sem mest er milli tannanna á fólki frá degi til dags. Raunar ætla ég að leyfa mér að efast um að fólk þekki almennt til starfsemi stofnunarinnar eða viti endilega af tilvist hennar. Það er sök sér, enda menningararfurinn mis ofarlega í huga okkar. En það er öllu verra þegar stjórnkerfið virðist ekki vita af tilvist eigin stofnana eða skilja hlutverk þeirra þegar ákvarðanir eru teknar um aðgerðir og fjárveitingar. Minjastofnun varð til skv. lögum um menningarminjar nr. 80/2012 og tók við því hlutverki sem Fornleifavernd og Húsafriðunarnefnd höfðu áður. Stofnunin heyrir undir mennta- og menningarmálaráðuneyti og hefur m.a. það hlutverk að gefa út leyfi til fornleifarannsókna sem hafa jarðrask í för með sér (fornleifauppgreftir), en gegnir einnig lögbundnu hlutverki þegar kemur að skráningu, verndun og friðun minja og mótttöku og vörslu gagna. Minjastofnun á t.a.m. að halda skrá yfir allar þekktar fornleifar og gera aðgengilegar á miðlægum gagnagrunni. Þetta er æði kostnaðarsamt eins og gefur að skilja. Á því kjörtímabili sem nú er að líða undir lok var lögð rík áhersla á verndun náttúru, ekki síst vegna fjölgunar ferðamanna, sem er gott. Umhverfisstofnun lagðist í mikið friðlýsingarverkefni sem fylgdi mikið fjármagn. Þetta fé flæddi um umhverfis- og auðlindaráðuneytið, en eins og áður segir heyrir Minjastofnun undir mennta- og menningarmálaráðuneytið. Öllum þessum umsvifum hefur fylgt gríðarleg aukning verkefna til Minjastofnunar, en það er engu líkara en að gleymst hafi að taka með í reikninginn að víðast hvar í íslenskri náttúru er að finna menningarminjar, sem ber lögum samkvæmt að skrá og eftir atvikum rannsaka eða friðlýsa. Það sama gildir um aðalskipulög eða deiliskipulög á vegum sveitarfélaga, en fjöldi þeirra skipulagsmála hefur stóraukist með tilheyrandi kröfu um skráningar á fornleifum, án þess að fjármagn fylgi. Hvort vandinn liggur í því að Minjastofnun sé rangt staðsett innan stjórnkerfisins og ætti að heyra undir annað ráðuneyti get ég ekki sagt til um. En það er deginum ljósara að eitthvað skortir upp á skilvirkni kerfisins og heildarsýn þegar hægri höndin veit ekki af hinni vinstri, eða lætur sem hún sé ekki til. Menningararfurinn er forgengilegur og er eðli málsins samkvæmt að hverfa fyrir augunum á okkur. Ef við áttum okkur á mikilvægi hans, sem lagasetning virðist nú benda til, þá verður að gæta þess að hann verði ekki útundan þegar gerðar eru áætlanir um náttúruna sem hann er hluti af. Höfundur er fornleifa- og tölvunarfræðingur og skipar 3. sæti Pírata í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Píratar Suðurkjördæmi Menning Fornminjar Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû Skoðun Skoðun Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Minjastofnun Íslands er ekki sú ríkisstofnun sem mest er milli tannanna á fólki frá degi til dags. Raunar ætla ég að leyfa mér að efast um að fólk þekki almennt til starfsemi stofnunarinnar eða viti endilega af tilvist hennar. Það er sök sér, enda menningararfurinn mis ofarlega í huga okkar. En það er öllu verra þegar stjórnkerfið virðist ekki vita af tilvist eigin stofnana eða skilja hlutverk þeirra þegar ákvarðanir eru teknar um aðgerðir og fjárveitingar. Minjastofnun varð til skv. lögum um menningarminjar nr. 80/2012 og tók við því hlutverki sem Fornleifavernd og Húsafriðunarnefnd höfðu áður. Stofnunin heyrir undir mennta- og menningarmálaráðuneyti og hefur m.a. það hlutverk að gefa út leyfi til fornleifarannsókna sem hafa jarðrask í för með sér (fornleifauppgreftir), en gegnir einnig lögbundnu hlutverki þegar kemur að skráningu, verndun og friðun minja og mótttöku og vörslu gagna. Minjastofnun á t.a.m. að halda skrá yfir allar þekktar fornleifar og gera aðgengilegar á miðlægum gagnagrunni. Þetta er æði kostnaðarsamt eins og gefur að skilja. Á því kjörtímabili sem nú er að líða undir lok var lögð rík áhersla á verndun náttúru, ekki síst vegna fjölgunar ferðamanna, sem er gott. Umhverfisstofnun lagðist í mikið friðlýsingarverkefni sem fylgdi mikið fjármagn. Þetta fé flæddi um umhverfis- og auðlindaráðuneytið, en eins og áður segir heyrir Minjastofnun undir mennta- og menningarmálaráðuneytið. Öllum þessum umsvifum hefur fylgt gríðarleg aukning verkefna til Minjastofnunar, en það er engu líkara en að gleymst hafi að taka með í reikninginn að víðast hvar í íslenskri náttúru er að finna menningarminjar, sem ber lögum samkvæmt að skrá og eftir atvikum rannsaka eða friðlýsa. Það sama gildir um aðalskipulög eða deiliskipulög á vegum sveitarfélaga, en fjöldi þeirra skipulagsmála hefur stóraukist með tilheyrandi kröfu um skráningar á fornleifum, án þess að fjármagn fylgi. Hvort vandinn liggur í því að Minjastofnun sé rangt staðsett innan stjórnkerfisins og ætti að heyra undir annað ráðuneyti get ég ekki sagt til um. En það er deginum ljósara að eitthvað skortir upp á skilvirkni kerfisins og heildarsýn þegar hægri höndin veit ekki af hinni vinstri, eða lætur sem hún sé ekki til. Menningararfurinn er forgengilegur og er eðli málsins samkvæmt að hverfa fyrir augunum á okkur. Ef við áttum okkur á mikilvægi hans, sem lagasetning virðist nú benda til, þá verður að gæta þess að hann verði ekki útundan þegar gerðar eru áætlanir um náttúruna sem hann er hluti af. Höfundur er fornleifa- og tölvunarfræðingur og skipar 3. sæti Pírata í Suðurkjördæmi.
Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû Skoðun
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû Skoðun