Þegar litlu málin verða stóru málin Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar 19. september 2021 13:00 Þú startar bílnum og án aðvörunar heyrast háværar rökræður stjórnmálafólks úr útvarpinu. Það er á dagskrá dægurþáttur þar sem ræða á málefnum líðandi stundar. Tala um stóru málin. Þú keyrir úr stæðinu og skiptir um stöð í slíku offorsi að snúningstakkinn losnar nánast af. Þú hefur einfaldlega ekki áhuga á sjávarútvegsmálum, skilur hvorki upp né niður í efnahagsmálum og hvað þá skattamálum. Stóru málin. Þér er bara alveg sama. Ef þú heyrir orðið innviðauppbygging einu sinni enn þá muntu öskra. Þú hefur ekki áhuga á stjórnmálum. Þau koma þér ekki við. Það eru kosningar framundan en þér gæti ekki verið meira sama. Þessi lýsing á við marga í kringum mig. Marga einstaklinga sem fá hroll af því að því einu að hugsa um stjórnmál. Þau eru svo flókin. Raunveruleikinn er þó sá að stjórnmál lita allt okkar líf. Þú getur slökkt á útvarpinu eins oft og þú vilt, það er þá bara einhver annar sem tekur ákvörðun um þitt líf og án þín. Það eru nefnilega ótrúlega mörg stór mál sem snerta þitt líf í umræðunni. Þau geta stundum þótt lítil þegar á heildarmyndina er lítið en geta skipt þig sköpum. Því miður eru ákvarðanir oft teknar sem byggja eingöngu á útreikningum í Excel og mannlegi þátturinn gleymist. Það gleymist oft að við erum öll hluti af stærra mengi; samfélagi. Einstaklingar eru ekki Excel skjöl og lífið er ekki svart og hvít. Það eru rosalega margir gráir tónar. Viðreisn sér tækifæri á öllum sviðum mannlífsins, tækifæri sem geta skipt sköpum í daglegu lífi fólks. Við viljum tryggja raforkuöryggi og öflugar, stöðugar nettengingar um allt land. Mjög gott dæmi um mál sem lítið er rætt en getur verið mjög stórt í lífi einstaklinga. Á þessum grunni byggja nefnilega svo mörg önnur mál. Frelsi til búsetu, aðgengi að fjarvinnu og orkuskipti í samgöngum svo eitthvað sé nefnt. Fólk t.d. í dreifbýli þarf á raforkuöryggi að halda og með þrífasa rafmagni getur það fyrst tekið þátt í raunverulegum orkuskiptum. Býrð þú við óstöðugt rafmagn og hæga netttengingu? -- Við viljum innleiða valfrelsi varðandi lífslok sem mannúðlegan valkost fyrir þá sem kjósa að mæta örlögum sínum við vel skilgreindar aðstæður. Það óskar enginn eftir því að standa frammi fyrir þessari ákvörðun sem á sviði stjórnmálanna er kannski lítil í samhengi heillar þjóðar en getur verið ein stærsta ákvörðun sem þú stendur frammi fyrir á ævinni. Hefur þú verið aðstandandi einstaklings þar sem þessi valkostur hefði breytt miklu? -- Við viljum afnema frítekjumark og tryggja að framfærslulán hjá Menntasjóði Námsmanna sé í takti við neysluviðmið félagsmálaráðuneytisins. Flestir námsmenn eru í námi tiltölulega stuttan hluta ævi sinnar. Ákvörðun um frítekjumark hefur því aðeins áhrif yfir stuttan tíma ekki satt? Yfir námstímann getur þetta þó verið það hagsmunamál sem skiptir hvað mestu máli fyrir þig. Með einu pennastriki í lögum er hægt að afnema frítekjumark sem er ekki bara skerðing á ákvarðanatöku einstaklinga heldur yrði það viðurkenning á því að námslán séu í raun lán en ekki góðgerðarstarfsemi ríkisins eins og margir virðast halda. Að sama skapi yrði það svar við langþráðu kalli hagsmunasamtaka stúdenta um allt land. Myndi þessi breyting skipta þig máli? -- Viðreisn styður afglæpavæðingu neysluskammta fíkniefna. Fíkniefnastríðið fræga. Viðreisn lítur á notkun vímuefna sem heilbrigðismál. Afglæpavæðing fíknefna er mikilvægt skref til að tryggja vímuefnaneytendum hjálp úr klóm sölumanna undirheima og tryggja að veiku fólki sé ekki refsað heldur fái það hjálp. Áhersla skal lögð á skaðaminnkandi úrræði fyrir notendur vímuefna, t.a.m. með opnun neyslurýma. Samhliða afglæpavæðingu fíkniefna þarf að efla forvarnir og fræðslu. Góð lýðheilsa, upplýst samtal og aðgengi að virkum úrræðum er forsenda góðra lífsgæða í íslensku samfélagi. Þekkir þú einhvern sem er svo langt leiddur í neyslu fíkniefna að hann/hún finnur ekki leið út? Er rétt að refsa þessu fólki með sektum eða fangelsisvist? Þetta fólk þarf hjálp. Stjórnmál eru ekki bara óskiljanleg hugtök, sýndarmennska og háværar rökræður í útvarpinu. Stjórnmál snúast um þig. Gefðu framtíðinni tækifæri. Ég C þig á kjörstað! Höfundur skipar 8. sæti á lista Viðreisnar í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Viðreisn Mest lesið ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen Skoðun Skoðun Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson skrifar Sjá meira
Þú startar bílnum og án aðvörunar heyrast háværar rökræður stjórnmálafólks úr útvarpinu. Það er á dagskrá dægurþáttur þar sem ræða á málefnum líðandi stundar. Tala um stóru málin. Þú keyrir úr stæðinu og skiptir um stöð í slíku offorsi að snúningstakkinn losnar nánast af. Þú hefur einfaldlega ekki áhuga á sjávarútvegsmálum, skilur hvorki upp né niður í efnahagsmálum og hvað þá skattamálum. Stóru málin. Þér er bara alveg sama. Ef þú heyrir orðið innviðauppbygging einu sinni enn þá muntu öskra. Þú hefur ekki áhuga á stjórnmálum. Þau koma þér ekki við. Það eru kosningar framundan en þér gæti ekki verið meira sama. Þessi lýsing á við marga í kringum mig. Marga einstaklinga sem fá hroll af því að því einu að hugsa um stjórnmál. Þau eru svo flókin. Raunveruleikinn er þó sá að stjórnmál lita allt okkar líf. Þú getur slökkt á útvarpinu eins oft og þú vilt, það er þá bara einhver annar sem tekur ákvörðun um þitt líf og án þín. Það eru nefnilega ótrúlega mörg stór mál sem snerta þitt líf í umræðunni. Þau geta stundum þótt lítil þegar á heildarmyndina er lítið en geta skipt þig sköpum. Því miður eru ákvarðanir oft teknar sem byggja eingöngu á útreikningum í Excel og mannlegi þátturinn gleymist. Það gleymist oft að við erum öll hluti af stærra mengi; samfélagi. Einstaklingar eru ekki Excel skjöl og lífið er ekki svart og hvít. Það eru rosalega margir gráir tónar. Viðreisn sér tækifæri á öllum sviðum mannlífsins, tækifæri sem geta skipt sköpum í daglegu lífi fólks. Við viljum tryggja raforkuöryggi og öflugar, stöðugar nettengingar um allt land. Mjög gott dæmi um mál sem lítið er rætt en getur verið mjög stórt í lífi einstaklinga. Á þessum grunni byggja nefnilega svo mörg önnur mál. Frelsi til búsetu, aðgengi að fjarvinnu og orkuskipti í samgöngum svo eitthvað sé nefnt. Fólk t.d. í dreifbýli þarf á raforkuöryggi að halda og með þrífasa rafmagni getur það fyrst tekið þátt í raunverulegum orkuskiptum. Býrð þú við óstöðugt rafmagn og hæga netttengingu? -- Við viljum innleiða valfrelsi varðandi lífslok sem mannúðlegan valkost fyrir þá sem kjósa að mæta örlögum sínum við vel skilgreindar aðstæður. Það óskar enginn eftir því að standa frammi fyrir þessari ákvörðun sem á sviði stjórnmálanna er kannski lítil í samhengi heillar þjóðar en getur verið ein stærsta ákvörðun sem þú stendur frammi fyrir á ævinni. Hefur þú verið aðstandandi einstaklings þar sem þessi valkostur hefði breytt miklu? -- Við viljum afnema frítekjumark og tryggja að framfærslulán hjá Menntasjóði Námsmanna sé í takti við neysluviðmið félagsmálaráðuneytisins. Flestir námsmenn eru í námi tiltölulega stuttan hluta ævi sinnar. Ákvörðun um frítekjumark hefur því aðeins áhrif yfir stuttan tíma ekki satt? Yfir námstímann getur þetta þó verið það hagsmunamál sem skiptir hvað mestu máli fyrir þig. Með einu pennastriki í lögum er hægt að afnema frítekjumark sem er ekki bara skerðing á ákvarðanatöku einstaklinga heldur yrði það viðurkenning á því að námslán séu í raun lán en ekki góðgerðarstarfsemi ríkisins eins og margir virðast halda. Að sama skapi yrði það svar við langþráðu kalli hagsmunasamtaka stúdenta um allt land. Myndi þessi breyting skipta þig máli? -- Viðreisn styður afglæpavæðingu neysluskammta fíkniefna. Fíkniefnastríðið fræga. Viðreisn lítur á notkun vímuefna sem heilbrigðismál. Afglæpavæðing fíknefna er mikilvægt skref til að tryggja vímuefnaneytendum hjálp úr klóm sölumanna undirheima og tryggja að veiku fólki sé ekki refsað heldur fái það hjálp. Áhersla skal lögð á skaðaminnkandi úrræði fyrir notendur vímuefna, t.a.m. með opnun neyslurýma. Samhliða afglæpavæðingu fíkniefna þarf að efla forvarnir og fræðslu. Góð lýðheilsa, upplýst samtal og aðgengi að virkum úrræðum er forsenda góðra lífsgæða í íslensku samfélagi. Þekkir þú einhvern sem er svo langt leiddur í neyslu fíkniefna að hann/hún finnur ekki leið út? Er rétt að refsa þessu fólki með sektum eða fangelsisvist? Þetta fólk þarf hjálp. Stjórnmál eru ekki bara óskiljanleg hugtök, sýndarmennska og háværar rökræður í útvarpinu. Stjórnmál snúast um þig. Gefðu framtíðinni tækifæri. Ég C þig á kjörstað! Höfundur skipar 8. sæti á lista Viðreisnar í Norðausturkjördæmi.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun