Greindur með kvíðakast og sendur heim en reyndist vera með blóðtappa eftir Covid Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 18. september 2021 18:49 Daníel er 14 ára gamall. Þeim feðgum var sagt að þetta væri fyrsta tilfelli blóðtappa eftir Covid-19 hjá svo ungum einstaklingi hér á landi. vísir/nanna Foreldrar fjórtán ára drengs, sem greindist með blóðtappa í báðum lungum eftir Covid-19 smit, eru fegnir að ekki fór verr. Þegar þeir leituðu með hann til heilsugæslunnar var drengurinn greindur með kvíðakast og sendur aftur heim. Fjölskylda Daníels Indriðasonar, 14 ára drengs, greindist öll með Covid-19 fyrr í mánuðinum. Hann losnaði úr einangrun sinni síðasta mánudag og ætlaði því að rölta í skólann. Fyrst var greint frá málinu í Fréttablaðinu í dag. „Um morguninn þegar hann er að labba í skólann, þá er hann kominn hérna nokkur hús innar eftir götunni, og þá fær hann þessa yfirliðstilfinningu og á erfitt með að anda. Fæturnir eru að gefa sig og svo náttúrulega versnar þetta og versnar, fær köfnunartilfinningu og allur pakkinn,“ segir Indriði Björnsson, faðir Daníels. Daníel kom sér þó heim með herkjum og var þá allur orðinn bláleitur af súrefnisskorti. „Ég var beisikklí bara að kafna. Og það var mjög, mjög óþægilegt. Mér leið eins og ég væri að deyja,“ segir Daníel. „Og þegar ég kom inn þá datt ég niður á gólfið, sem var ekki gaman.“ Hér má sjá ítarlegra viðtal við feðgana síðan í dag: Læknirinn hélt að hann væri með ofsakvíðakast Foreldrar Daníels hringdu þá beint í Covid-göngudeildina sem segja þeim að fara með hann á heilsugæsluna. Þau grunuðu þá að hann væri kominn með einhvern asma eða lungnasjúkdóm í kjölfar Covid-19. Læknir á heilsugæslunni hlustaði Daníel þá en fann engin slík einkenni á lungum hans. „Hann telur að þetta sé bara kvíðakast, hann hafi fengið svona heiftarlegt kvíðakast sem hafi svo magnast upp þegar hann var byrjaður að eiga erfitt með að anda,“ segir Indriði. Með fullt af blóðtöppum í báðum lungum Þau voru þá send heim með Daníel en foreldrar hans fylgdust þó með honum þegar leið á daginn og tóku eftir því að ekki væri allt með feldu. Hann átti áfram afar erfitt með öndun, varð móður við minnsta álag og fór síðan að fá hitaköst. Daginn eftir vaknar hann litlu skárri og þau hafa samband upp á Barnaspítala sem vill fá hann beint í skoðun. „Þau höfðu grun um að þetta væri einn blóðtappi en svo var hann settur í myndatöku og þá kom í ljós bara fullt af blóðtöppum í báðum lungum,“ segir faðir hans. Hvernig var tilfinningin að heyra það? „Ég vissi ekki hvað blóðtappar voru þá. En svo varð ég mjög hræddur þegar mamma mín sagði mér hvað það var,“ svarar Daníel. Hefur ekki gerst hjá barni hérlendis Daníel er nú á blóðþynningarlyfjum og kveðst temmilega spenntur fyrir því að mæta aftur í skólann næsta mánudag. Foreldrarnir áfellast heilsugæsluna ekki sérstaklega í málinu fyrir að hafa sent Daníel heim með ranga greiningu. „Eins og þeir segja, þetta hefur ekki sést hérna á landi allavega hjá svona ungu fólki. Þannig jú, jú, þetta eru kannski mistök. Það hefði kannski átt að mæla blóðþrýsting en ég veit það ekki… Nei mér finnst bara að fólk þurfi að hafa það í huga að þetta geti gerst,“ segir Indriði. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilsugæsla Heilbrigðismál Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Fleiri fréttir Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Sjá meira
Fjölskylda Daníels Indriðasonar, 14 ára drengs, greindist öll með Covid-19 fyrr í mánuðinum. Hann losnaði úr einangrun sinni síðasta mánudag og ætlaði því að rölta í skólann. Fyrst var greint frá málinu í Fréttablaðinu í dag. „Um morguninn þegar hann er að labba í skólann, þá er hann kominn hérna nokkur hús innar eftir götunni, og þá fær hann þessa yfirliðstilfinningu og á erfitt með að anda. Fæturnir eru að gefa sig og svo náttúrulega versnar þetta og versnar, fær köfnunartilfinningu og allur pakkinn,“ segir Indriði Björnsson, faðir Daníels. Daníel kom sér þó heim með herkjum og var þá allur orðinn bláleitur af súrefnisskorti. „Ég var beisikklí bara að kafna. Og það var mjög, mjög óþægilegt. Mér leið eins og ég væri að deyja,“ segir Daníel. „Og þegar ég kom inn þá datt ég niður á gólfið, sem var ekki gaman.“ Hér má sjá ítarlegra viðtal við feðgana síðan í dag: Læknirinn hélt að hann væri með ofsakvíðakast Foreldrar Daníels hringdu þá beint í Covid-göngudeildina sem segja þeim að fara með hann á heilsugæsluna. Þau grunuðu þá að hann væri kominn með einhvern asma eða lungnasjúkdóm í kjölfar Covid-19. Læknir á heilsugæslunni hlustaði Daníel þá en fann engin slík einkenni á lungum hans. „Hann telur að þetta sé bara kvíðakast, hann hafi fengið svona heiftarlegt kvíðakast sem hafi svo magnast upp þegar hann var byrjaður að eiga erfitt með að anda,“ segir Indriði. Með fullt af blóðtöppum í báðum lungum Þau voru þá send heim með Daníel en foreldrar hans fylgdust þó með honum þegar leið á daginn og tóku eftir því að ekki væri allt með feldu. Hann átti áfram afar erfitt með öndun, varð móður við minnsta álag og fór síðan að fá hitaköst. Daginn eftir vaknar hann litlu skárri og þau hafa samband upp á Barnaspítala sem vill fá hann beint í skoðun. „Þau höfðu grun um að þetta væri einn blóðtappi en svo var hann settur í myndatöku og þá kom í ljós bara fullt af blóðtöppum í báðum lungum,“ segir faðir hans. Hvernig var tilfinningin að heyra það? „Ég vissi ekki hvað blóðtappar voru þá. En svo varð ég mjög hræddur þegar mamma mín sagði mér hvað það var,“ svarar Daníel. Hefur ekki gerst hjá barni hérlendis Daníel er nú á blóðþynningarlyfjum og kveðst temmilega spenntur fyrir því að mæta aftur í skólann næsta mánudag. Foreldrarnir áfellast heilsugæsluna ekki sérstaklega í málinu fyrir að hafa sent Daníel heim með ranga greiningu. „Eins og þeir segja, þetta hefur ekki sést hérna á landi allavega hjá svona ungu fólki. Þannig jú, jú, þetta eru kannski mistök. Það hefði kannski átt að mæla blóðþrýsting en ég veit það ekki… Nei mér finnst bara að fólk þurfi að hafa það í huga að þetta geti gerst,“ segir Indriði.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilsugæsla Heilbrigðismál Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Fleiri fréttir Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent