Tökum í hornin á tudda Aldís Schram skrifar 18. september 2021 08:00 „Metoo - og hvað svo?“ Erlendis eru þeir barnaníðingar sem í skjóli valdastöðu sinnar hafa áratugum saman komist upp með glæpinn nú sóttir til saka og sekir fundnir. Hér á landi hafa kynferðisbrotaþolar í þúsundatali verið rændir rétti sínum til að leggja fram kæru vegna fyrningarákvæða almennnra hegningarlaga er halda hlífiskildi yfir þeim sem ódæðin frömdu fyrir árið 2007 - og gerendurnir leika lausum hala. Hvað svo varðar þá brotaþola sem geta rekið réttar síns, láta nú 90% þeirra það ógert og ekki nema von því af þessum 10% kynferðisbrotamála sem rata inn á borð lögreglu eru 83% felld niður og 13% til lykta leidd með sakfellingu. Þetta réttarkerfi - sem er aðalástæða þess að við metoo-konur stigum fram, er það kerfi sem níðingarnir hampa ásamt málpípum sínum, þá þeir ávæna okkur um lygar, gargandi í kór: „Við búum í réttarríki.“ Sem er allsendis véfengjanlegt enda hafa nú níu konur á vegum Stígamóta lagt fram kæru vegna niðurfelldra kynferðisbrotamála til Mannréttindadómstóls Evrópu á hendur íslenska ríkinu, þar sem kæruefnið er m.a. þetta: Rannsókn lögreglu tók almennt of langan tíma. Mál fyrntist í höndum lögreglu á meðan það var til rannsóknar. Vitni sem höfðu lykilþýðingu í málum voru ekki boðuð í skýrslutöku og litið var fram hjá skýrslu þeirra vitna er studdu frásögn brotaþola. Framlögð sönnunargögn, sbr. votttorð sálfræðings um brotaþola, voru léttvæg fundin. Játningar sakborninga voru, að því er virðist, að engu hafðar. Neitun sakbornings virðist vega þyngra en framburður brotaþola. Ákæruvaldið hefur, með því að meta sönnunargögn brotaþola sem ófullnægjandi og fella mál þeirra niður, ranglega tekið sér dómsvavald og svipt þá rétti til málsmeðferðar fyrir dómi. Réttindi kvennanna skv. Mannréttindasáttmálanum voru ekki tryggð þar sem ákæruvaldið rannsakaði ekki mál þeirra nægilega og þær höfðu því engin raunhæf úrræði til að leita réttar síns fyrir dómstólum, enda hefur einungis ríkið saksóknaraðild. Íslenska ríkið brýtur m.ö.o. „kerfisbundið“ gegn rétti kvenna sem kæra kynbundið ofbeldi og „bregst þannig skyldum sínum“ til að tryggja rétt þeirra til réttlátrar málsmeðferðerðar samkvæmt Mannréttindasáttmála Evrópu, eins og segir í yfirlýsingu 13 kvenna- og jafnréttissamtaka þann 8. mars sl. en jafnframt hafa eftirlitsnefndir Sameinuðu þjóðanna lýst því yfir að það sé áhyggjuefni hversu vægt sé tekið á kynbundnu ofbeldi innan íslenska réttarkerfisins. Þetta rangláta réttarvörslukerfi er brotaþolum áfall á áfall ofan og tefur bataferlið enda er viðurkenning á því að brotið hafi verið framið, forsenda þess að þeir geti fengið meina sinna bót (sem og gerendurnir). Yfirvöldum ber skylda til að uppræta þann smánarblett sem kynbundið ofbeldi er á íslensku samfélagi og tryggja stjórnarskrárvarin réttindi þeirra til mannhelgi og jafnréttis. Breyta þarf lögum, þ.m.t. þeim sem kveða svo á um að brotaþoli skuli hafa stöðu vitnis, þess valdandi að hann - sem með réttu ætti að hafa aðild að málinu, hefur takmarkaðan rétt til að fylgjast með framgangi málsins og gera athugasemdir, enda hefur lögreglan verið staðin að því, eftir niðurfellingu máls, að hylma yfir hin kærðu brot í „samantekt“ sinni um munnlega skýrslutöku - eins og dómsmálráðherrann og forverar hans hafa verið upplýstir um og þeir skellt við skollaeyrum, rétt eins og forsætisráðherrann. Kynferðisbrot eru grafalvarleg brot sem a.m.k. þriðja hver kona hér á landi hefur liðið og fimmti hver karlmaður. Hundruð manns eru fórnarlömb kynferðisofbeldis árlega og heimilisofbeldi hefur stóraukist síðustu mánuði, á vakt núverandi yfirvalda. Það er ólíðandi. Góðu fréttirnar eru þær að nú býður fram til Alþingis stjórnmálaflokkur sem lætur sig varða um náungann eins og sést á tilboði Sósíalistaflokksins til kjósenda þar sem m.a. er lagt til að sett verði á laggirnar ofbeldiseftirlit og sjálfstæð ákærustofnun sem sérhæfi sig í rannsókn og málsmeðferð kynbundinna ofbeldismála. Sameinuð, undir fána samkenndar, samstöðu og samvinnu, flytjum við fjöll. Höfundur er lögfræðingur og frambjóðandi Sósíalistaflokksins í NV-kjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sósíalistaflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Skoðun: Kosningar 2021 Kynferðisofbeldi MeToo Dómstólar Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Sjá meira
„Metoo - og hvað svo?“ Erlendis eru þeir barnaníðingar sem í skjóli valdastöðu sinnar hafa áratugum saman komist upp með glæpinn nú sóttir til saka og sekir fundnir. Hér á landi hafa kynferðisbrotaþolar í þúsundatali verið rændir rétti sínum til að leggja fram kæru vegna fyrningarákvæða almennnra hegningarlaga er halda hlífiskildi yfir þeim sem ódæðin frömdu fyrir árið 2007 - og gerendurnir leika lausum hala. Hvað svo varðar þá brotaþola sem geta rekið réttar síns, láta nú 90% þeirra það ógert og ekki nema von því af þessum 10% kynferðisbrotamála sem rata inn á borð lögreglu eru 83% felld niður og 13% til lykta leidd með sakfellingu. Þetta réttarkerfi - sem er aðalástæða þess að við metoo-konur stigum fram, er það kerfi sem níðingarnir hampa ásamt málpípum sínum, þá þeir ávæna okkur um lygar, gargandi í kór: „Við búum í réttarríki.“ Sem er allsendis véfengjanlegt enda hafa nú níu konur á vegum Stígamóta lagt fram kæru vegna niðurfelldra kynferðisbrotamála til Mannréttindadómstóls Evrópu á hendur íslenska ríkinu, þar sem kæruefnið er m.a. þetta: Rannsókn lögreglu tók almennt of langan tíma. Mál fyrntist í höndum lögreglu á meðan það var til rannsóknar. Vitni sem höfðu lykilþýðingu í málum voru ekki boðuð í skýrslutöku og litið var fram hjá skýrslu þeirra vitna er studdu frásögn brotaþola. Framlögð sönnunargögn, sbr. votttorð sálfræðings um brotaþola, voru léttvæg fundin. Játningar sakborninga voru, að því er virðist, að engu hafðar. Neitun sakbornings virðist vega þyngra en framburður brotaþola. Ákæruvaldið hefur, með því að meta sönnunargögn brotaþola sem ófullnægjandi og fella mál þeirra niður, ranglega tekið sér dómsvavald og svipt þá rétti til málsmeðferðar fyrir dómi. Réttindi kvennanna skv. Mannréttindasáttmálanum voru ekki tryggð þar sem ákæruvaldið rannsakaði ekki mál þeirra nægilega og þær höfðu því engin raunhæf úrræði til að leita réttar síns fyrir dómstólum, enda hefur einungis ríkið saksóknaraðild. Íslenska ríkið brýtur m.ö.o. „kerfisbundið“ gegn rétti kvenna sem kæra kynbundið ofbeldi og „bregst þannig skyldum sínum“ til að tryggja rétt þeirra til réttlátrar málsmeðferðerðar samkvæmt Mannréttindasáttmála Evrópu, eins og segir í yfirlýsingu 13 kvenna- og jafnréttissamtaka þann 8. mars sl. en jafnframt hafa eftirlitsnefndir Sameinuðu þjóðanna lýst því yfir að það sé áhyggjuefni hversu vægt sé tekið á kynbundnu ofbeldi innan íslenska réttarkerfisins. Þetta rangláta réttarvörslukerfi er brotaþolum áfall á áfall ofan og tefur bataferlið enda er viðurkenning á því að brotið hafi verið framið, forsenda þess að þeir geti fengið meina sinna bót (sem og gerendurnir). Yfirvöldum ber skylda til að uppræta þann smánarblett sem kynbundið ofbeldi er á íslensku samfélagi og tryggja stjórnarskrárvarin réttindi þeirra til mannhelgi og jafnréttis. Breyta þarf lögum, þ.m.t. þeim sem kveða svo á um að brotaþoli skuli hafa stöðu vitnis, þess valdandi að hann - sem með réttu ætti að hafa aðild að málinu, hefur takmarkaðan rétt til að fylgjast með framgangi málsins og gera athugasemdir, enda hefur lögreglan verið staðin að því, eftir niðurfellingu máls, að hylma yfir hin kærðu brot í „samantekt“ sinni um munnlega skýrslutöku - eins og dómsmálráðherrann og forverar hans hafa verið upplýstir um og þeir skellt við skollaeyrum, rétt eins og forsætisráðherrann. Kynferðisbrot eru grafalvarleg brot sem a.m.k. þriðja hver kona hér á landi hefur liðið og fimmti hver karlmaður. Hundruð manns eru fórnarlömb kynferðisofbeldis árlega og heimilisofbeldi hefur stóraukist síðustu mánuði, á vakt núverandi yfirvalda. Það er ólíðandi. Góðu fréttirnar eru þær að nú býður fram til Alþingis stjórnmálaflokkur sem lætur sig varða um náungann eins og sést á tilboði Sósíalistaflokksins til kjósenda þar sem m.a. er lagt til að sett verði á laggirnar ofbeldiseftirlit og sjálfstæð ákærustofnun sem sérhæfi sig í rannsókn og málsmeðferð kynbundinna ofbeldismála. Sameinuð, undir fána samkenndar, samstöðu og samvinnu, flytjum við fjöll. Höfundur er lögfræðingur og frambjóðandi Sósíalistaflokksins í NV-kjördæmi.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun