Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Víkingur 1-2 | Ótrúleg dramatík er Víkingar fóru á topp deildarinnar Atli Arason skrifar 19. september 2021 21:15 Víkingar fagna fyrra marki sínu í dag. Vísir/Hulda Margrét Baltasar Kormákur hefði sennilega ekki getað skrifað handritið að leik KR og Víkings í Pepsi Max deild karla. Einhver ótrúlegasta dramatík síðari ára. Lokatölur 1-2 Víkingum í vil og þeir komnir á topp deildarinnar þegar ein umferð er eftir. Leikurinn fór rólega af stað og bæði lið voru frekar varkár. Hálfur Fossvogurinn var mættur í stúkuna og það heyrðist vel og mikið í báðum stuðninsmanna sveitum allan leikinn. Víkingar fjölmenntu á leikinn.Vísir/Hulda Margrét Það voru heimamenn sem komust yfir á 9. mínútu þegar Kennie Chopart, leikmaður KR, fær óáreittur að hlaupa upp hægri vænginn og á frábæra fyrirgjöf fyrir mark Víkinga þar sem Kjartan Henry Finnbogason, framherji KR, er nánast aleinn og fær að skila boltanum í netið með kollinum. Lítið sem Ingvar Jónsson, markvörður Víkings, gat gert. Víkingar voru þó ekki lengi að jafna leikinn. Á 15. mínútu vinna Víkingar boltann af KR-ingum á miðsvæðinu. Pablo Punyed og Nikolaj Hansen keyra á fámenna KR-inga og Pablo á sendingu á Atla Barkarson sem var kominn í utan á hlaupið vinstra megin og Atli þrumar boltanum upp í slánna á marki KR og þaðan skoppar hann af grasinu og aftur í slánna áður en að fótboltinn fer yfir marklínuna. Víkingar fagna.Vísir/Hulda Margrét Alvöru mark hjá Atla. Leikurinn var frekar jafn það sem eftir lifði fyrri hálfleiks. Bæði lið skiptust á að sækja og mikill hiti var í leiknum þar sem menn voru að henda sér í alls konar tæklingar. Leikurinn hélt áfram að vera æsispennandi í síðari hálfleik. Bæði lið fengu sín tækifæri til að koma boltanum í netið. Á 66. mínútu fær varamaðurinn Kwame Quee fyrsta gula spjald gestanna í leiknum fyrir slæma tæklingu á Kristni Jónssyni sem olli því að sá síðarnefndi þurfti að fara meiddur af velli. Fram af því höfðu heimamenn fengið öll fimm gulu spjöldin sem Þorvaldur Árnason, dómari leiksins, hafði lyft upp. Spjöldin áttu þó eftir að verða fleiri og litríkari. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, gerði nokkrar breytingar á liðinu sínu og fjölgaði í framlínunni hjá gestunum. Þegar allt stefni í að leikurinn myndi enda jafn þá skoraði Víkingur á 87. mínútu. Varamaðurinn Logi Tómasson tók þá hornspyrnu sem endaði á kollinum á öðrum varamanni, Helga Guðjónssyni, sem stýrði boltanum í netið þrátt fyrir að vera umkringdur KR-ingum. Þetta voru þó ekki lokaorðin því dramatíkin átti eftir að vera enn meiri, menn voru vel upptrekktir. Víkingar fagna.Vísir/Hulda Margrét Í uppbótatíma leiksins eru KR-ingar í sókn og þeir ná að opna vörn Víkings upp á gátt. Leikmenn úr báðum liðum féllu niður í teignum og mark Víkings var opið en heimamenn ná ekki að koma knettinum yfir línuna. Boltinn endar aftur fyrir endamörkum og Þorvaldur Árnason dæmir hornspyrnu. Allt í einu hópast flestir leikmenn liðanna og varamenn saman við mark Víkings og menn fóru að slást. Kjartan Henry fær rautt spjald fyrir að beita hnefum sínum og Þórður Ingason, varamarkvörður Víkings, fær sömuleiðis að sjá rauða spjaldið fyrir að rífa KR-inga niður. Eftir að Þorvaldur Árnason hafði ráðfært sig við aðstoðarmenn sína þá bendir hann á vítapunktinn og dæmir vítaspyrnu fyrir KR. Eftir leik þá höfðu leikmenn og þjálfarar mismunandi útskýringar á því hvað Þorvaldur var að dæma á, en líklegast þykir að Þorvaldur hafi verið að dæma hendi á Kára Árnason. Pálmi Rafn Pálmason steig á punktinn. Ingvar Jónsson, sem varði vítaspyrnu frá Orra Hrafni Kjartanssyni í síðasta leik gegn Fylki, gerði sér lítið fyrir og varði annað vítið í röð og allt í stúkunni varð gjörsamlega vitlaust. Pálmi Rafn brenndi af vítaspyrnu á ögurstundu.Vísir/Hulda Margrét Stuðningsmenn Víkings hlupu inn á leikvöllinn og gera þurfti hlé á leiknum til að leysa úr stöðunni. Þegar komið var ró á mannskapinn þá hófst leikurinn á ný en uppbótatíminn var þá löngu liðinn eftir alla dramatíkina á undan. Stuttu síðar flautaði Þorvaldur leikinn af og 1-2 sigur Víkings staðreynd. Víkingar taka því efsta sæti deildarinnar af Breiðablik sem tapaði á móti FH í Kaplakrika á sama tíma. Af hverju vann Víkingur? Bæði lið spiluðu vel og gerðu nóg til þess að sigra leikinn. Víkingar virtust þó vilja þetta meira og sá vilji gerði gæfumuninn. Hverjir stóðu upp úr? Ingvar Jónsson var öruggur í marki Víkings og þetta varða víti hjá honum í uppbótatíma síðari hálfleiks gerir það að verkum að hann verður valinn maður leiksins. Hvað gerist næst? Víkingar er nú komnir með þetta í sínar hendur. Með sigri gegn Leikni á heimavelli næstu helgi þá verða þeir krýndir Íslandsmeistarar. KR spilar á sama tíma gegn Stjörnunni í Garðabæ. Það verður allt vitlaust þarna inn á teig Rúnar Kristinsson var ekki sáttur í leikslok.Vísir/Hulda Margrét Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var svekktur í leikslok að hafa ekki fengið nein stig úr þessum leik. „Ofboðslega sárt að tapa leiknum, verandi með vítaspyrnu hérna í restina og geta ekki nýtt hana. Ég var líka fúll að við lendum undir 2-1. Mér fannst við ekki vera slakari aðilinn, við vorum sennilega betri aðilinn á þeim tímapunkti. Víkingarnir voru farnir að taka mikla sénsa og þeir voru í skyndisóknum á fullu því þeir urðu að vinna en þeir voru líka orðnir þreyttir. Við náðum bara ekki að nýta okkur possession. Við vorum aðeins meira með boltann og vorum að sækja á þá.“ „Ég er ósáttur við annað markið þeirra og hornspyrnuna sem þeir fengu því við vörðumst mjög illa í aðdraganda hennar. Við settum okkur í erfiða stöðu þegar þeir komast í 2-1. Við fáum svo vítaspyrnu til að bjarga stigi sem hefði sett okkur í ágætis stöðu, varðandi þriðja sætið en því miður þá varði Ingvar mjög vel,“ sagði Rúnar í viðtali eftir leik. „Mér fannst bæði lið spila flottan leik. Þetta var hörku barátta og fín spilamennska. Það er mikið undir, mikil spenna í andrúmsloftinu og stúkan var vel með á nótunum hjá báðum liðum. Það var hiti á bekkjunum, rifrildi og slagsmál. Það er gaman í fótboltanum stundum þegar það verða einhver læti. Þetta var gaman heilt yfir þrátt fyrir að við töpuðum.“ Rúnar var ekki viss um hvað skeði undir lok leiks sem varð til þess að menn fóru að slást og vítaspyrna var dæmd. „Ég því miður sá bara einhverja pústra þegar við erum að reyna að troða boltanum yfir línuna. Það verður allt vitlaust þarna inn á teig. Víkingar vissulega að reyna að bjarga sínu marki og við vorum að reyna að skora. Úr verður einhver hasar og svo koma einhver slagsmál. Það eru varamenn Víkinga að hita upp fyrir aftan markið og varamenn mínir á hliðarlínunni. Það fór svo bara allt í einhvern hönk og einhver rifrildi og læti.“ „Sem betur fer þá leysti Þorvaldur og hans aðstoðarmenn þetta ágætlega og úr varð þessi vítaspyrna sem ég hef ekki séð enn þá afhverju hún var dæmd. Mínir menn voru samt allir 100% sannfærðir um að eitthvað hefði gerst sem réttlætir vítaspyrnu. Maður verður bara að sjá þetta aftur í sjónvarpinu,“ svaraði Rúnar aðspurður út í atvikið umdeilda á 94. mínútu leiksins. Kjartan Henry sá rautt spjald fyrir að kýla leikmann Víkings og verður hann í leikbanni í lokaumferðinni. „Það er alltaf sárt að missa menn í leikbönn. En ef menn passa sig ekki og missa hausinn þá fá menn verðlaun frá dómaranum í formi gulra eða rauðra spjalda. Kjarri verður bara að sætta sig við það. Við breytum ekki þessu og hann spilar ekki næsta leik og er þá bara kominn í jólafrí.“ Evrópudraumar KR eru orðnir ansi daufir eftir þetta tap KR í dag. Rúnar setur fókus á að vinna næsta leik gegn Stjörnunni en hann verður sennilega án margra lykil leikmanna í þeim leik. „Við verðum að bíða og sjá hver úrslit í leik KA og Vals verða í kvöld. Vinni annað liðið þann leik þá erum við dottnir niður í fjórða sætið og þá eru möguleikarnir ekkert sérstaklega stórir en það er enn þá von. Við þurfum bara að reyna að vinna síðasta leik okkar í deildinni.“ „Við verðum bara að sleikja sárin eftir þennan leik. Þetta voru miklir pústrar og það eru leikmenn sem eru tæpir. Kennie var mjög tæpur fyrir þennan leik og ótrúlegt að hann hafi klárað leikinn. Kiddi fór út af meiddur, Kjarri fékk rautt spjald. Ég held að með öllum þessum gulu spjöldum sem við fengum þá eru tveir eða þrír að fara í leikbann.“ „Við verðum aðeins að telja í hópinn og sjá hvernig við getum stillt upp á laugardaginn. Morgundagurinn fer í það að telja í liðið og sjá hvort séum með nógu marga,“ sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, að lokum. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pepsi Max-deild karla KR Víkingur Reykjavík Fótbolti Íslenski boltinn
Baltasar Kormákur hefði sennilega ekki getað skrifað handritið að leik KR og Víkings í Pepsi Max deild karla. Einhver ótrúlegasta dramatík síðari ára. Lokatölur 1-2 Víkingum í vil og þeir komnir á topp deildarinnar þegar ein umferð er eftir. Leikurinn fór rólega af stað og bæði lið voru frekar varkár. Hálfur Fossvogurinn var mættur í stúkuna og það heyrðist vel og mikið í báðum stuðninsmanna sveitum allan leikinn. Víkingar fjölmenntu á leikinn.Vísir/Hulda Margrét Það voru heimamenn sem komust yfir á 9. mínútu þegar Kennie Chopart, leikmaður KR, fær óáreittur að hlaupa upp hægri vænginn og á frábæra fyrirgjöf fyrir mark Víkinga þar sem Kjartan Henry Finnbogason, framherji KR, er nánast aleinn og fær að skila boltanum í netið með kollinum. Lítið sem Ingvar Jónsson, markvörður Víkings, gat gert. Víkingar voru þó ekki lengi að jafna leikinn. Á 15. mínútu vinna Víkingar boltann af KR-ingum á miðsvæðinu. Pablo Punyed og Nikolaj Hansen keyra á fámenna KR-inga og Pablo á sendingu á Atla Barkarson sem var kominn í utan á hlaupið vinstra megin og Atli þrumar boltanum upp í slánna á marki KR og þaðan skoppar hann af grasinu og aftur í slánna áður en að fótboltinn fer yfir marklínuna. Víkingar fagna.Vísir/Hulda Margrét Alvöru mark hjá Atla. Leikurinn var frekar jafn það sem eftir lifði fyrri hálfleiks. Bæði lið skiptust á að sækja og mikill hiti var í leiknum þar sem menn voru að henda sér í alls konar tæklingar. Leikurinn hélt áfram að vera æsispennandi í síðari hálfleik. Bæði lið fengu sín tækifæri til að koma boltanum í netið. Á 66. mínútu fær varamaðurinn Kwame Quee fyrsta gula spjald gestanna í leiknum fyrir slæma tæklingu á Kristni Jónssyni sem olli því að sá síðarnefndi þurfti að fara meiddur af velli. Fram af því höfðu heimamenn fengið öll fimm gulu spjöldin sem Þorvaldur Árnason, dómari leiksins, hafði lyft upp. Spjöldin áttu þó eftir að verða fleiri og litríkari. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, gerði nokkrar breytingar á liðinu sínu og fjölgaði í framlínunni hjá gestunum. Þegar allt stefni í að leikurinn myndi enda jafn þá skoraði Víkingur á 87. mínútu. Varamaðurinn Logi Tómasson tók þá hornspyrnu sem endaði á kollinum á öðrum varamanni, Helga Guðjónssyni, sem stýrði boltanum í netið þrátt fyrir að vera umkringdur KR-ingum. Þetta voru þó ekki lokaorðin því dramatíkin átti eftir að vera enn meiri, menn voru vel upptrekktir. Víkingar fagna.Vísir/Hulda Margrét Í uppbótatíma leiksins eru KR-ingar í sókn og þeir ná að opna vörn Víkings upp á gátt. Leikmenn úr báðum liðum féllu niður í teignum og mark Víkings var opið en heimamenn ná ekki að koma knettinum yfir línuna. Boltinn endar aftur fyrir endamörkum og Þorvaldur Árnason dæmir hornspyrnu. Allt í einu hópast flestir leikmenn liðanna og varamenn saman við mark Víkings og menn fóru að slást. Kjartan Henry fær rautt spjald fyrir að beita hnefum sínum og Þórður Ingason, varamarkvörður Víkings, fær sömuleiðis að sjá rauða spjaldið fyrir að rífa KR-inga niður. Eftir að Þorvaldur Árnason hafði ráðfært sig við aðstoðarmenn sína þá bendir hann á vítapunktinn og dæmir vítaspyrnu fyrir KR. Eftir leik þá höfðu leikmenn og þjálfarar mismunandi útskýringar á því hvað Þorvaldur var að dæma á, en líklegast þykir að Þorvaldur hafi verið að dæma hendi á Kára Árnason. Pálmi Rafn Pálmason steig á punktinn. Ingvar Jónsson, sem varði vítaspyrnu frá Orra Hrafni Kjartanssyni í síðasta leik gegn Fylki, gerði sér lítið fyrir og varði annað vítið í röð og allt í stúkunni varð gjörsamlega vitlaust. Pálmi Rafn brenndi af vítaspyrnu á ögurstundu.Vísir/Hulda Margrét Stuðningsmenn Víkings hlupu inn á leikvöllinn og gera þurfti hlé á leiknum til að leysa úr stöðunni. Þegar komið var ró á mannskapinn þá hófst leikurinn á ný en uppbótatíminn var þá löngu liðinn eftir alla dramatíkina á undan. Stuttu síðar flautaði Þorvaldur leikinn af og 1-2 sigur Víkings staðreynd. Víkingar taka því efsta sæti deildarinnar af Breiðablik sem tapaði á móti FH í Kaplakrika á sama tíma. Af hverju vann Víkingur? Bæði lið spiluðu vel og gerðu nóg til þess að sigra leikinn. Víkingar virtust þó vilja þetta meira og sá vilji gerði gæfumuninn. Hverjir stóðu upp úr? Ingvar Jónsson var öruggur í marki Víkings og þetta varða víti hjá honum í uppbótatíma síðari hálfleiks gerir það að verkum að hann verður valinn maður leiksins. Hvað gerist næst? Víkingar er nú komnir með þetta í sínar hendur. Með sigri gegn Leikni á heimavelli næstu helgi þá verða þeir krýndir Íslandsmeistarar. KR spilar á sama tíma gegn Stjörnunni í Garðabæ. Það verður allt vitlaust þarna inn á teig Rúnar Kristinsson var ekki sáttur í leikslok.Vísir/Hulda Margrét Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var svekktur í leikslok að hafa ekki fengið nein stig úr þessum leik. „Ofboðslega sárt að tapa leiknum, verandi með vítaspyrnu hérna í restina og geta ekki nýtt hana. Ég var líka fúll að við lendum undir 2-1. Mér fannst við ekki vera slakari aðilinn, við vorum sennilega betri aðilinn á þeim tímapunkti. Víkingarnir voru farnir að taka mikla sénsa og þeir voru í skyndisóknum á fullu því þeir urðu að vinna en þeir voru líka orðnir þreyttir. Við náðum bara ekki að nýta okkur possession. Við vorum aðeins meira með boltann og vorum að sækja á þá.“ „Ég er ósáttur við annað markið þeirra og hornspyrnuna sem þeir fengu því við vörðumst mjög illa í aðdraganda hennar. Við settum okkur í erfiða stöðu þegar þeir komast í 2-1. Við fáum svo vítaspyrnu til að bjarga stigi sem hefði sett okkur í ágætis stöðu, varðandi þriðja sætið en því miður þá varði Ingvar mjög vel,“ sagði Rúnar í viðtali eftir leik. „Mér fannst bæði lið spila flottan leik. Þetta var hörku barátta og fín spilamennska. Það er mikið undir, mikil spenna í andrúmsloftinu og stúkan var vel með á nótunum hjá báðum liðum. Það var hiti á bekkjunum, rifrildi og slagsmál. Það er gaman í fótboltanum stundum þegar það verða einhver læti. Þetta var gaman heilt yfir þrátt fyrir að við töpuðum.“ Rúnar var ekki viss um hvað skeði undir lok leiks sem varð til þess að menn fóru að slást og vítaspyrna var dæmd. „Ég því miður sá bara einhverja pústra þegar við erum að reyna að troða boltanum yfir línuna. Það verður allt vitlaust þarna inn á teig. Víkingar vissulega að reyna að bjarga sínu marki og við vorum að reyna að skora. Úr verður einhver hasar og svo koma einhver slagsmál. Það eru varamenn Víkinga að hita upp fyrir aftan markið og varamenn mínir á hliðarlínunni. Það fór svo bara allt í einhvern hönk og einhver rifrildi og læti.“ „Sem betur fer þá leysti Þorvaldur og hans aðstoðarmenn þetta ágætlega og úr varð þessi vítaspyrna sem ég hef ekki séð enn þá afhverju hún var dæmd. Mínir menn voru samt allir 100% sannfærðir um að eitthvað hefði gerst sem réttlætir vítaspyrnu. Maður verður bara að sjá þetta aftur í sjónvarpinu,“ svaraði Rúnar aðspurður út í atvikið umdeilda á 94. mínútu leiksins. Kjartan Henry sá rautt spjald fyrir að kýla leikmann Víkings og verður hann í leikbanni í lokaumferðinni. „Það er alltaf sárt að missa menn í leikbönn. En ef menn passa sig ekki og missa hausinn þá fá menn verðlaun frá dómaranum í formi gulra eða rauðra spjalda. Kjarri verður bara að sætta sig við það. Við breytum ekki þessu og hann spilar ekki næsta leik og er þá bara kominn í jólafrí.“ Evrópudraumar KR eru orðnir ansi daufir eftir þetta tap KR í dag. Rúnar setur fókus á að vinna næsta leik gegn Stjörnunni en hann verður sennilega án margra lykil leikmanna í þeim leik. „Við verðum að bíða og sjá hver úrslit í leik KA og Vals verða í kvöld. Vinni annað liðið þann leik þá erum við dottnir niður í fjórða sætið og þá eru möguleikarnir ekkert sérstaklega stórir en það er enn þá von. Við þurfum bara að reyna að vinna síðasta leik okkar í deildinni.“ „Við verðum bara að sleikja sárin eftir þennan leik. Þetta voru miklir pústrar og það eru leikmenn sem eru tæpir. Kennie var mjög tæpur fyrir þennan leik og ótrúlegt að hann hafi klárað leikinn. Kiddi fór út af meiddur, Kjarri fékk rautt spjald. Ég held að með öllum þessum gulu spjöldum sem við fengum þá eru tveir eða þrír að fara í leikbann.“ „Við verðum aðeins að telja í hópinn og sjá hvernig við getum stillt upp á laugardaginn. Morgundagurinn fer í það að telja í liðið og sjá hvort séum með nógu marga,“ sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, að lokum. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.