Grunnskólakerfið er ein mikilvægasta stoð samfélagsins okkar Lárus Helgi Ólafsson skrifar 15. september 2021 16:02 Grunnskólakerfið er ein mikilvægasta stoð samfélagsins okkar. Í skólum landsins eru unnin þrekvirkvirki á hverjum degi, þrátt fyrir þann þrönga stakk sem þeim er oft sniðinn. Eftir að hafa starfað við kennslu í 5 ár hef hef ég séð mörg mikilvæg skref tekin i rétta átt og jákvæða þróun á mörgum sviðum. Þrátt fyrir það eru ákveðnir hlutir sem ég hef staldrað við. Mikil þörf er fyrir að auka þann stuðning sem börn með greiningar fá í skólum, þar þyrfti í mörgum tilfellum að fá utanaðkomandi sérfræðiaðstoð. Því miður er það alltof oft þannig að skólarnir hafa einfaldlega ekki ráð á að sækja slíkan stuðning. Þá tel ég mjög mikilvægt að skólasálfræðingar starfi í hverjum einasta skóla til að tryggja greitt aðgengi barna að viðeigandi stuðningi í þeirra umhverfi. Við sem samfélag getum ekki gert neina fjárfestingu sem er mikilvægari en að tryggja börnunum okkar þá þjónustu sem þau þurfa, þegar þau þurfa á henni að halda. Eins velti ég vöngum yfir því námsefni sem skólum ber skylda að kenna. Það er um margt mjög líkt því námsefni sem kennt var þegar ég var sjálfur í grunnskóla. Þarna tel ég að við þurfum að gera stórátak, yfirfara námsefnið í heild og skoða hvað það er sem er nauðsynlegt að nemendur læri í grunnskólum í dag.Þarna er til dæmis vert að velta upp hvers vegna við erum ennþá að kenna dönsku sem skyldufag árið 2021. Væri ekki nær að hafa það sem valfag og bjóða einnig upp á nám í öðrum tungumálum líkt og þýsku, frönsku, spænsku og fleiri tungumálum? Það er tímaskekkja að eyða miklum tíma í að læra tungumál sem fáir eru spenntir að læra og kemur að öllum líkindum ekki til með að vera mikil not fyrir í framtíðinni. Þá var umræða um það í þjóðfélaginu nýlega að nemendur þurfi að sýna mun meiri færni í sundi en margur telur nauðsynlegt. Þetta er aðeins brot af því sem ég tel að þurfi að skoða betur í kjölinn. Við þurfum að efla lausnamiðaða hugsun, hópavinnu, samskipti, gagnrýna hugsun, umhverfisvitund, fjármálalæsi, seiglu og svo margt annað. Ekki það að grunnskólarnir séu ekki í einhverju mæli að vinna með ofangreind atriði í dag en sú vinna þarf að vera markvissari. Samfélagið hefur til að mynda kallað eftir aukinni kynfræðslu í skólum þar sem nemendum er m.a. kennt að virða mörk hvors annars og hefur mikilvægi þess sannað sig í undanförnum Metoo byltingum. Fjórða iðnbyltingin er í augsýn og stórtækrar tækniframfarir fram undan. Það er stór áskorun að undirbúa börn og ungmenni fyrir atvinnumarkað framtíðarinnar. Til þess að vinna það verkefni eins vel úr hendi og kostur er þurfum við að gera allt sem í valdi okkar stendur til að undirbúa skólakerfið fyrir þær breytingar sem eru framundan. Að mínu mati er kominn tími til þess að skipaður verði stýrihópur innan Stjórnarráðsins sem taki að sér að endurskoða ýtarlega þá hæfni sem grunnskólanemar ættu að hafa að loknu grunnskólanámi. Annars eigum við það á hættu að unga fólkið okkar sitji eftir á hakanum. Er til dæmis nauðsynlegt að við kunnum dönsku? Ég held í fullri alvöru ekki. Höfundur er kennari, handboltamaður og er í 6. sæti á lista Framsóknar í Reykjavík norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Framsóknarflokkurinn Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Skoðun Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Grunnskólakerfið er ein mikilvægasta stoð samfélagsins okkar. Í skólum landsins eru unnin þrekvirkvirki á hverjum degi, þrátt fyrir þann þrönga stakk sem þeim er oft sniðinn. Eftir að hafa starfað við kennslu í 5 ár hef hef ég séð mörg mikilvæg skref tekin i rétta átt og jákvæða þróun á mörgum sviðum. Þrátt fyrir það eru ákveðnir hlutir sem ég hef staldrað við. Mikil þörf er fyrir að auka þann stuðning sem börn með greiningar fá í skólum, þar þyrfti í mörgum tilfellum að fá utanaðkomandi sérfræðiaðstoð. Því miður er það alltof oft þannig að skólarnir hafa einfaldlega ekki ráð á að sækja slíkan stuðning. Þá tel ég mjög mikilvægt að skólasálfræðingar starfi í hverjum einasta skóla til að tryggja greitt aðgengi barna að viðeigandi stuðningi í þeirra umhverfi. Við sem samfélag getum ekki gert neina fjárfestingu sem er mikilvægari en að tryggja börnunum okkar þá þjónustu sem þau þurfa, þegar þau þurfa á henni að halda. Eins velti ég vöngum yfir því námsefni sem skólum ber skylda að kenna. Það er um margt mjög líkt því námsefni sem kennt var þegar ég var sjálfur í grunnskóla. Þarna tel ég að við þurfum að gera stórátak, yfirfara námsefnið í heild og skoða hvað það er sem er nauðsynlegt að nemendur læri í grunnskólum í dag.Þarna er til dæmis vert að velta upp hvers vegna við erum ennþá að kenna dönsku sem skyldufag árið 2021. Væri ekki nær að hafa það sem valfag og bjóða einnig upp á nám í öðrum tungumálum líkt og þýsku, frönsku, spænsku og fleiri tungumálum? Það er tímaskekkja að eyða miklum tíma í að læra tungumál sem fáir eru spenntir að læra og kemur að öllum líkindum ekki til með að vera mikil not fyrir í framtíðinni. Þá var umræða um það í þjóðfélaginu nýlega að nemendur þurfi að sýna mun meiri færni í sundi en margur telur nauðsynlegt. Þetta er aðeins brot af því sem ég tel að þurfi að skoða betur í kjölinn. Við þurfum að efla lausnamiðaða hugsun, hópavinnu, samskipti, gagnrýna hugsun, umhverfisvitund, fjármálalæsi, seiglu og svo margt annað. Ekki það að grunnskólarnir séu ekki í einhverju mæli að vinna með ofangreind atriði í dag en sú vinna þarf að vera markvissari. Samfélagið hefur til að mynda kallað eftir aukinni kynfræðslu í skólum þar sem nemendum er m.a. kennt að virða mörk hvors annars og hefur mikilvægi þess sannað sig í undanförnum Metoo byltingum. Fjórða iðnbyltingin er í augsýn og stórtækrar tækniframfarir fram undan. Það er stór áskorun að undirbúa börn og ungmenni fyrir atvinnumarkað framtíðarinnar. Til þess að vinna það verkefni eins vel úr hendi og kostur er þurfum við að gera allt sem í valdi okkar stendur til að undirbúa skólakerfið fyrir þær breytingar sem eru framundan. Að mínu mati er kominn tími til þess að skipaður verði stýrihópur innan Stjórnarráðsins sem taki að sér að endurskoða ýtarlega þá hæfni sem grunnskólanemar ættu að hafa að loknu grunnskólanámi. Annars eigum við það á hættu að unga fólkið okkar sitji eftir á hakanum. Er til dæmis nauðsynlegt að við kunnum dönsku? Ég held í fullri alvöru ekki. Höfundur er kennari, handboltamaður og er í 6. sæti á lista Framsóknar í Reykjavík norður.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun