Grunnskólakerfið er ein mikilvægasta stoð samfélagsins okkar Lárus Helgi Ólafsson skrifar 15. september 2021 16:02 Grunnskólakerfið er ein mikilvægasta stoð samfélagsins okkar. Í skólum landsins eru unnin þrekvirkvirki á hverjum degi, þrátt fyrir þann þrönga stakk sem þeim er oft sniðinn. Eftir að hafa starfað við kennslu í 5 ár hef hef ég séð mörg mikilvæg skref tekin i rétta átt og jákvæða þróun á mörgum sviðum. Þrátt fyrir það eru ákveðnir hlutir sem ég hef staldrað við. Mikil þörf er fyrir að auka þann stuðning sem börn með greiningar fá í skólum, þar þyrfti í mörgum tilfellum að fá utanaðkomandi sérfræðiaðstoð. Því miður er það alltof oft þannig að skólarnir hafa einfaldlega ekki ráð á að sækja slíkan stuðning. Þá tel ég mjög mikilvægt að skólasálfræðingar starfi í hverjum einasta skóla til að tryggja greitt aðgengi barna að viðeigandi stuðningi í þeirra umhverfi. Við sem samfélag getum ekki gert neina fjárfestingu sem er mikilvægari en að tryggja börnunum okkar þá þjónustu sem þau þurfa, þegar þau þurfa á henni að halda. Eins velti ég vöngum yfir því námsefni sem skólum ber skylda að kenna. Það er um margt mjög líkt því námsefni sem kennt var þegar ég var sjálfur í grunnskóla. Þarna tel ég að við þurfum að gera stórátak, yfirfara námsefnið í heild og skoða hvað það er sem er nauðsynlegt að nemendur læri í grunnskólum í dag.Þarna er til dæmis vert að velta upp hvers vegna við erum ennþá að kenna dönsku sem skyldufag árið 2021. Væri ekki nær að hafa það sem valfag og bjóða einnig upp á nám í öðrum tungumálum líkt og þýsku, frönsku, spænsku og fleiri tungumálum? Það er tímaskekkja að eyða miklum tíma í að læra tungumál sem fáir eru spenntir að læra og kemur að öllum líkindum ekki til með að vera mikil not fyrir í framtíðinni. Þá var umræða um það í þjóðfélaginu nýlega að nemendur þurfi að sýna mun meiri færni í sundi en margur telur nauðsynlegt. Þetta er aðeins brot af því sem ég tel að þurfi að skoða betur í kjölinn. Við þurfum að efla lausnamiðaða hugsun, hópavinnu, samskipti, gagnrýna hugsun, umhverfisvitund, fjármálalæsi, seiglu og svo margt annað. Ekki það að grunnskólarnir séu ekki í einhverju mæli að vinna með ofangreind atriði í dag en sú vinna þarf að vera markvissari. Samfélagið hefur til að mynda kallað eftir aukinni kynfræðslu í skólum þar sem nemendum er m.a. kennt að virða mörk hvors annars og hefur mikilvægi þess sannað sig í undanförnum Metoo byltingum. Fjórða iðnbyltingin er í augsýn og stórtækrar tækniframfarir fram undan. Það er stór áskorun að undirbúa börn og ungmenni fyrir atvinnumarkað framtíðarinnar. Til þess að vinna það verkefni eins vel úr hendi og kostur er þurfum við að gera allt sem í valdi okkar stendur til að undirbúa skólakerfið fyrir þær breytingar sem eru framundan. Að mínu mati er kominn tími til þess að skipaður verði stýrihópur innan Stjórnarráðsins sem taki að sér að endurskoða ýtarlega þá hæfni sem grunnskólanemar ættu að hafa að loknu grunnskólanámi. Annars eigum við það á hættu að unga fólkið okkar sitji eftir á hakanum. Er til dæmis nauðsynlegt að við kunnum dönsku? Ég held í fullri alvöru ekki. Höfundur er kennari, handboltamaður og er í 6. sæti á lista Framsóknar í Reykjavík norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Framsóknarflokkurinn Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Sjá meira
Grunnskólakerfið er ein mikilvægasta stoð samfélagsins okkar. Í skólum landsins eru unnin þrekvirkvirki á hverjum degi, þrátt fyrir þann þrönga stakk sem þeim er oft sniðinn. Eftir að hafa starfað við kennslu í 5 ár hef hef ég séð mörg mikilvæg skref tekin i rétta átt og jákvæða þróun á mörgum sviðum. Þrátt fyrir það eru ákveðnir hlutir sem ég hef staldrað við. Mikil þörf er fyrir að auka þann stuðning sem börn með greiningar fá í skólum, þar þyrfti í mörgum tilfellum að fá utanaðkomandi sérfræðiaðstoð. Því miður er það alltof oft þannig að skólarnir hafa einfaldlega ekki ráð á að sækja slíkan stuðning. Þá tel ég mjög mikilvægt að skólasálfræðingar starfi í hverjum einasta skóla til að tryggja greitt aðgengi barna að viðeigandi stuðningi í þeirra umhverfi. Við sem samfélag getum ekki gert neina fjárfestingu sem er mikilvægari en að tryggja börnunum okkar þá þjónustu sem þau þurfa, þegar þau þurfa á henni að halda. Eins velti ég vöngum yfir því námsefni sem skólum ber skylda að kenna. Það er um margt mjög líkt því námsefni sem kennt var þegar ég var sjálfur í grunnskóla. Þarna tel ég að við þurfum að gera stórátak, yfirfara námsefnið í heild og skoða hvað það er sem er nauðsynlegt að nemendur læri í grunnskólum í dag.Þarna er til dæmis vert að velta upp hvers vegna við erum ennþá að kenna dönsku sem skyldufag árið 2021. Væri ekki nær að hafa það sem valfag og bjóða einnig upp á nám í öðrum tungumálum líkt og þýsku, frönsku, spænsku og fleiri tungumálum? Það er tímaskekkja að eyða miklum tíma í að læra tungumál sem fáir eru spenntir að læra og kemur að öllum líkindum ekki til með að vera mikil not fyrir í framtíðinni. Þá var umræða um það í þjóðfélaginu nýlega að nemendur þurfi að sýna mun meiri færni í sundi en margur telur nauðsynlegt. Þetta er aðeins brot af því sem ég tel að þurfi að skoða betur í kjölinn. Við þurfum að efla lausnamiðaða hugsun, hópavinnu, samskipti, gagnrýna hugsun, umhverfisvitund, fjármálalæsi, seiglu og svo margt annað. Ekki það að grunnskólarnir séu ekki í einhverju mæli að vinna með ofangreind atriði í dag en sú vinna þarf að vera markvissari. Samfélagið hefur til að mynda kallað eftir aukinni kynfræðslu í skólum þar sem nemendum er m.a. kennt að virða mörk hvors annars og hefur mikilvægi þess sannað sig í undanförnum Metoo byltingum. Fjórða iðnbyltingin er í augsýn og stórtækrar tækniframfarir fram undan. Það er stór áskorun að undirbúa börn og ungmenni fyrir atvinnumarkað framtíðarinnar. Til þess að vinna það verkefni eins vel úr hendi og kostur er þurfum við að gera allt sem í valdi okkar stendur til að undirbúa skólakerfið fyrir þær breytingar sem eru framundan. Að mínu mati er kominn tími til þess að skipaður verði stýrihópur innan Stjórnarráðsins sem taki að sér að endurskoða ýtarlega þá hæfni sem grunnskólanemar ættu að hafa að loknu grunnskólanámi. Annars eigum við það á hættu að unga fólkið okkar sitji eftir á hakanum. Er til dæmis nauðsynlegt að við kunnum dönsku? Ég held í fullri alvöru ekki. Höfundur er kennari, handboltamaður og er í 6. sæti á lista Framsóknar í Reykjavík norður.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun