Moltugerð í Gaju stöðvuð tímabundið vegna myglu Kjartan Kjartansson skrifar 15. september 2021 11:46 Frá framkvæmdum við Gaju, gas- og jarðgerðarstöð SORPU á Álfsnesi. Vísir/Arnar Fullvinnsla á lífrænum úrgangi í moltu í Gaju, gas- og jarðgerðarstöð SORPU, var stöðvuð tímabundið eftir að myglugró fundust í þaki og burðarvirki hennar í ágúst. SORPA ætlar að hækka gjaldskrár sínar til að standa undir kostnaði við að flytja úrgang úr landi til brennslu. Rúmt ár er liðið frá því að Gaja var tekin í notkun en stöðin framleiðir metan og moltu úr heimilissorpi. Kostnaður við byggingu stöðvarinnar fór langt fram úr áætlun. Björn H. Halldórsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri, var meðal annars leystur frá störfum eftir skýrslu um framúrkeyrsluna. Komið hefur fram að moltan sem er framleidd í stöðinni standist ekki gæðakröfur. Varað var við því áður en stöðin var tekin í notkun. Plast, gler og þungmálmar hafa greinst í henni. Vélræn flokkun hafi skilað 85-90% árangri en það sé ekki nóg. Sveitarfélögin sem standa að SORPU vinna nú að því að sérsafna lífrænum úrgangi til að tryggja stöðinni hreint hráefni Í tilkynningu sem SORPA sendi frá sér í dag kemur fram að myglugró hafi greinst í límtréseiningum í þaki og burðarvirki Gaju. Því hafi fullvinnsla á lífrænum úrgangi í moltu verið stöðvuð tímabundið á meðan umfang vandans er metið og öryggi starfsfólks tryggt. „Myndun myglugróa er hluti af moltugerðarferli þar sem lífrænn úrgangur brotnar niður og eðlilegt að mygla finnist við vinnslu,“ segir í tilkynningunni. Stöðvunin á að ekki að hafa áhrif á getu Gaju til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda frá lífrænum úrgangi með söfnun metangass. Óháðir sérfræðingar hafa verið fengnir til þess að gera úttekt á umfangi vandans og leggja fram tillögu til úrbóta. Í tilkynningu segir að upplýsingagjöf til stjórnar SORPU hafi verið verulega ábótavant og jafnvel villandi á byggingartíma stöðvarinnar eins og hafi meðal annars komið fram í skýrslu innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar. Spurningar eru sagðar vakna um hvernig staðið var að hönnun stöðvarinnar og efnisvali fyrir húsnæðið. Hækka gjaldskrána Brennanlegur úrgangur er nú fluttur úr landi til brennslu en markmið SORPU er að hættta að urða úrgang af umhverfissjónarmiðum. Í tilkynningu SORPU segir að útflutningurinn sé dýrari en urðun. SORPA þurfi að hækka verðskrár sínar vegna reglna um innheimtu kostnaðar við meðhöndlun úrgangs. Til þess að draga úr kostnaði, losun gróðurhúsalofttegunda og auka endurvinnslu er sagt mikilvægt að heimili og fyrirtæki flokki enn betur og skili endurvinnsluefnum í réttan farveg. Fjögur sorpsamlög á suðvesturhorninu ásamt umhverfis- og auðlindaráðuneytinu vinni nú að undirbúningi á framtíðarlausn til meðhöndlunar á brennanlegum úrgangi í stað urðunar. Sorpa Umhverfismál Heilbrigðismál Mygla Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Rúmt ár er liðið frá því að Gaja var tekin í notkun en stöðin framleiðir metan og moltu úr heimilissorpi. Kostnaður við byggingu stöðvarinnar fór langt fram úr áætlun. Björn H. Halldórsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri, var meðal annars leystur frá störfum eftir skýrslu um framúrkeyrsluna. Komið hefur fram að moltan sem er framleidd í stöðinni standist ekki gæðakröfur. Varað var við því áður en stöðin var tekin í notkun. Plast, gler og þungmálmar hafa greinst í henni. Vélræn flokkun hafi skilað 85-90% árangri en það sé ekki nóg. Sveitarfélögin sem standa að SORPU vinna nú að því að sérsafna lífrænum úrgangi til að tryggja stöðinni hreint hráefni Í tilkynningu sem SORPA sendi frá sér í dag kemur fram að myglugró hafi greinst í límtréseiningum í þaki og burðarvirki Gaju. Því hafi fullvinnsla á lífrænum úrgangi í moltu verið stöðvuð tímabundið á meðan umfang vandans er metið og öryggi starfsfólks tryggt. „Myndun myglugróa er hluti af moltugerðarferli þar sem lífrænn úrgangur brotnar niður og eðlilegt að mygla finnist við vinnslu,“ segir í tilkynningunni. Stöðvunin á að ekki að hafa áhrif á getu Gaju til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda frá lífrænum úrgangi með söfnun metangass. Óháðir sérfræðingar hafa verið fengnir til þess að gera úttekt á umfangi vandans og leggja fram tillögu til úrbóta. Í tilkynningu segir að upplýsingagjöf til stjórnar SORPU hafi verið verulega ábótavant og jafnvel villandi á byggingartíma stöðvarinnar eins og hafi meðal annars komið fram í skýrslu innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar. Spurningar eru sagðar vakna um hvernig staðið var að hönnun stöðvarinnar og efnisvali fyrir húsnæðið. Hækka gjaldskrána Brennanlegur úrgangur er nú fluttur úr landi til brennslu en markmið SORPU er að hættta að urða úrgang af umhverfissjónarmiðum. Í tilkynningu SORPU segir að útflutningurinn sé dýrari en urðun. SORPA þurfi að hækka verðskrár sínar vegna reglna um innheimtu kostnaðar við meðhöndlun úrgangs. Til þess að draga úr kostnaði, losun gróðurhúsalofttegunda og auka endurvinnslu er sagt mikilvægt að heimili og fyrirtæki flokki enn betur og skili endurvinnsluefnum í réttan farveg. Fjögur sorpsamlög á suðvesturhorninu ásamt umhverfis- og auðlindaráðuneytinu vinni nú að undirbúningi á framtíðarlausn til meðhöndlunar á brennanlegum úrgangi í stað urðunar.
Sorpa Umhverfismál Heilbrigðismál Mygla Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira