Mannréttindi, ekki munaðarvara Gunnar Karl Ólafsson skrifar 15. september 2021 08:31 Við þurfum að bæta heilbrigðiskerfi okkar. Til þess þurfum við að vita hvert við ætlum að stefna, hvaða breytingar þarf til. Það þarf að líta á heilbrigðisþjónustu sem mannréttindi og að hún sé samfélagslegt verkefni og viðurkenna um leið að þessi þjónusta er verkefni hins opinbera að mestu leyti. Þá fyrst hefjum við góða stefnumótun til framtíðar. Að færa heilbrigðisþjónustu frá hinu opinbera í einkarekstur er einkavæðing, annað er útúrsnúningur. Embætti landlæknis gerði úttekt árið 2017 sem sýnir fram á að fjöldi óþarfa aðgerða eru gerðar á einkareknum læknastofum og kostnaðurinn hlaupi á hundruðum miljóna sem að ríkið greiðir að mestu . Raunútgjöld ríkisins til einkarekinnar heilbrigðisþjónustu hafa aukist um 40% frá 2010 til 2017 á meðan að raunútgjöld til reksturs opinberrar þjónustu dróst saman um 10%. Leiðin áfram er að hlusta á heilbrigðisstarfsfólk, fjárfesta í og byggja upp félagslegt heilbrigðiskerfi. En samkvæmt rannsóknum þá skila félagsleg heilbrigðiskerfi lang bestu aðgengi og þjónustustigi ásamt því að kostnaðurinn þar er lægstur. Þar á eftir koma blönduð kerfi og allra lakasta staðan er í einkareknum kerfum. Það er því ljóst að aukinn einkarekstur er ekki lausnin við vandanum né það sem að almenningur vill gera, en samkvæmt könnunum er mjög lítill stuðningur við að einkaaðilar reki nokkurn skapaðan hlut í heilbrigðiskerfinu okkar. Því fyrr sem að við tökum ákvörðun um að hætta að þrengja að félagslega heilbrigðiskerfinu okkar, því fyrr getur heilbrigðiskerfið risið á ný og þjónustað okkur á manneskjulegan hátt. Þess vegna þurfum við nýja ríkisstjórn eftir kosningar, því að atkvæði með núverandi ríkisstjórn er atkvæði með frekari einkavæðingu, minna eftirliti og dýrara heilbrigðiskerfi fyrir okkur öll. Við þurfum nýja ríkisstjórn sem ætlar að beita sér að uppbyggingu heilbrigðiskerfisins með samtali við heilbrigðisstarfsfólk, ráðast í aðgerðir gegn undirmönnun í heilbrigðisgreinunum, byggja upp þreytta innvið og stytta biðlista með því að auka fjármagn til opinberrar heilbrigðisþjónustu. Við verðum að taka ákvörðun sem þjóð að heilbrigðisþjónusta sé mannréttindi, ekki munaðarvara. Höfundur er í 18. sæti Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfylkingin Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen Skoðun Skoðun Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson skrifar Sjá meira
Við þurfum að bæta heilbrigðiskerfi okkar. Til þess þurfum við að vita hvert við ætlum að stefna, hvaða breytingar þarf til. Það þarf að líta á heilbrigðisþjónustu sem mannréttindi og að hún sé samfélagslegt verkefni og viðurkenna um leið að þessi þjónusta er verkefni hins opinbera að mestu leyti. Þá fyrst hefjum við góða stefnumótun til framtíðar. Að færa heilbrigðisþjónustu frá hinu opinbera í einkarekstur er einkavæðing, annað er útúrsnúningur. Embætti landlæknis gerði úttekt árið 2017 sem sýnir fram á að fjöldi óþarfa aðgerða eru gerðar á einkareknum læknastofum og kostnaðurinn hlaupi á hundruðum miljóna sem að ríkið greiðir að mestu . Raunútgjöld ríkisins til einkarekinnar heilbrigðisþjónustu hafa aukist um 40% frá 2010 til 2017 á meðan að raunútgjöld til reksturs opinberrar þjónustu dróst saman um 10%. Leiðin áfram er að hlusta á heilbrigðisstarfsfólk, fjárfesta í og byggja upp félagslegt heilbrigðiskerfi. En samkvæmt rannsóknum þá skila félagsleg heilbrigðiskerfi lang bestu aðgengi og þjónustustigi ásamt því að kostnaðurinn þar er lægstur. Þar á eftir koma blönduð kerfi og allra lakasta staðan er í einkareknum kerfum. Það er því ljóst að aukinn einkarekstur er ekki lausnin við vandanum né það sem að almenningur vill gera, en samkvæmt könnunum er mjög lítill stuðningur við að einkaaðilar reki nokkurn skapaðan hlut í heilbrigðiskerfinu okkar. Því fyrr sem að við tökum ákvörðun um að hætta að þrengja að félagslega heilbrigðiskerfinu okkar, því fyrr getur heilbrigðiskerfið risið á ný og þjónustað okkur á manneskjulegan hátt. Þess vegna þurfum við nýja ríkisstjórn eftir kosningar, því að atkvæði með núverandi ríkisstjórn er atkvæði með frekari einkavæðingu, minna eftirliti og dýrara heilbrigðiskerfi fyrir okkur öll. Við þurfum nýja ríkisstjórn sem ætlar að beita sér að uppbyggingu heilbrigðiskerfisins með samtali við heilbrigðisstarfsfólk, ráðast í aðgerðir gegn undirmönnun í heilbrigðisgreinunum, byggja upp þreytta innvið og stytta biðlista með því að auka fjármagn til opinberrar heilbrigðisþjónustu. Við verðum að taka ákvörðun sem þjóð að heilbrigðisþjónusta sé mannréttindi, ekki munaðarvara. Höfundur er í 18. sæti Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun