Þú ert sósíalisti Kristbjörg Eva Andersen Ramos skrifar 13. september 2021 16:30 Sósíalismi hefur verið á allra vörum síðastliðna mánuði og er það ekki seinna vænna. Á meðan ég skrifa þennan pistil breiðist fátæktin og óréttlandið víða um samfélagið. Háværum köllum alþýðunnar um betra samfélag hafa verið þögguð niður af auðvaldinu sem vill telja þér trú um að þú hafir það gott og annað sé bara frekja. Auðvaldið vill ýta undir sjónarhorn hins vestræna heims um að sósíalismi sé dauður og því sé eina svarið að hagræða og fórna plánetunni í leiðinni. Stjórnvöld eru því miður í litlu sambandi við þarfir og raunveruleika fólks. Veruleikafirringin er það mikil. Heimurinn blæðir en skaðinn er þó skeður. Meðal eldri kynslóðanna er sósíalismi ennþá talið vera skítugt og eitrað. Hvað með það, byltingin lifir þar til byltingin sigrar og það er tímabært að fá eina róttæka byltingu hér á Íslandi. Ég vona að við getum verið sammála að allir eiga skilið að lifa mannsæmandi lífi með mannsæmandi kjör og að eiginleikar hvers og eins séu metnir að verðleikum. Við getum verið sammála um að við viljum að komandi kynslóðir geti notið góðs af jörðinni okkar. Í kapítalisma er fátækt og eyðilegging óhjákvæmleg, alheimsklukkan tifar og er stutt í algera eyðileggingu. Unga kynslóðin öskrar á breytingar. Þeir sem búa yfir einhverri samúð og náungakærleik og myndu jafnframt ekki skilgreina sig sem sósíópata vilja búa í samfélagi þar sem jafnrétti og mannsæmandi kjör fyrirfinnast. Það er kominn tími til að svipta hulunni af leiksýningu stjórnvalda og horfast í augu við þá staðreynd að gjörðir þeirra eru skaðlegar núverandi og komandi framtíð. Þú vilt búa í heimi þar sem að hagnaður er ekki tekinn fram yfir mannslíf, þitt mannslíf. Marx dró fram spurninguna: „Ef kapitalismi er ekki að fara að hverfa eins síns liðs hvernig ættu sósíalistar að koma betri heim á framfæri?“ Sannleikurinn er sá að breytingarnar eru í okkar höndum og hver og einn hefur færnina til að breyta heiminum. Við getum komið fram róttækum breytingum á kerfinu og hagsmunagæslu almennings. Með tilkomu sósíalistaflokksins má segja að vindur hafi færst í seglinn. Við erum búin að reyna kapítalismann og hann hefur sannað það of oft að hann er ekki svarið. Það er tímabært að fara að svara kalli krísunnar sem við lifum í. Höfundur er í 7. sæti Sósíalistaflokksins fyrir Reykjavík Norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Sósíalistaflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Mest lesið ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen Skoðun Skoðun Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson skrifar Sjá meira
Sósíalismi hefur verið á allra vörum síðastliðna mánuði og er það ekki seinna vænna. Á meðan ég skrifa þennan pistil breiðist fátæktin og óréttlandið víða um samfélagið. Háværum köllum alþýðunnar um betra samfélag hafa verið þögguð niður af auðvaldinu sem vill telja þér trú um að þú hafir það gott og annað sé bara frekja. Auðvaldið vill ýta undir sjónarhorn hins vestræna heims um að sósíalismi sé dauður og því sé eina svarið að hagræða og fórna plánetunni í leiðinni. Stjórnvöld eru því miður í litlu sambandi við þarfir og raunveruleika fólks. Veruleikafirringin er það mikil. Heimurinn blæðir en skaðinn er þó skeður. Meðal eldri kynslóðanna er sósíalismi ennþá talið vera skítugt og eitrað. Hvað með það, byltingin lifir þar til byltingin sigrar og það er tímabært að fá eina róttæka byltingu hér á Íslandi. Ég vona að við getum verið sammála að allir eiga skilið að lifa mannsæmandi lífi með mannsæmandi kjör og að eiginleikar hvers og eins séu metnir að verðleikum. Við getum verið sammála um að við viljum að komandi kynslóðir geti notið góðs af jörðinni okkar. Í kapítalisma er fátækt og eyðilegging óhjákvæmleg, alheimsklukkan tifar og er stutt í algera eyðileggingu. Unga kynslóðin öskrar á breytingar. Þeir sem búa yfir einhverri samúð og náungakærleik og myndu jafnframt ekki skilgreina sig sem sósíópata vilja búa í samfélagi þar sem jafnrétti og mannsæmandi kjör fyrirfinnast. Það er kominn tími til að svipta hulunni af leiksýningu stjórnvalda og horfast í augu við þá staðreynd að gjörðir þeirra eru skaðlegar núverandi og komandi framtíð. Þú vilt búa í heimi þar sem að hagnaður er ekki tekinn fram yfir mannslíf, þitt mannslíf. Marx dró fram spurninguna: „Ef kapitalismi er ekki að fara að hverfa eins síns liðs hvernig ættu sósíalistar að koma betri heim á framfæri?“ Sannleikurinn er sá að breytingarnar eru í okkar höndum og hver og einn hefur færnina til að breyta heiminum. Við getum komið fram róttækum breytingum á kerfinu og hagsmunagæslu almennings. Með tilkomu sósíalistaflokksins má segja að vindur hafi færst í seglinn. Við erum búin að reyna kapítalismann og hann hefur sannað það of oft að hann er ekki svarið. Það er tímabært að fara að svara kalli krísunnar sem við lifum í. Höfundur er í 7. sæti Sósíalistaflokksins fyrir Reykjavík Norður.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun