Viðskipti innlent

Bein út­sending: Grænir iðn­garðar á Ís­landi

Atli Ísleifsson skrifar
Frá Þeystareykjum.
Frá Þeystareykjum. Íslandsstofa

Niðurstöður vinnu og næstu skref þegar kemur að uppsetningu grænna iðngarða á Íslandi verða kynnt á fundi sem streymt verður úr Hörpu klukkan 13 í dag.

Að fundinum standa Íslandsstofa, atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið, Landsvirkjun og Norðurþing, en þar verður gerð grein fyrir því hvernig efla megi atvinnulífið, auka samkeppnishæfni Íslands og treysta byggð á landsbyggðinni með uppbyggingu grænna iðngarða.

„Verðmæt tækifæri eru fólgin í uppsetningu grænna iðngarða á Íslandi. Undanfarna mánuði hafa aðilar úr ýmsum áttum unnið að kortlagningu þeirra og hvar helstu sóknarfærin liggja,“ segir í tilkynningu frá Íslandsstofunni.

Fundurinn hefst klukkan 13 og er áætlað að hann standi til klukkan 14. Hægt er að fylgjast með í spilaranum að neðan.

Dagskrá fundarins:

  • Grænir iðngarðar – tækifæri í samkeppni. Karl Guðmundsson, forstöðumaður útflutnings og fjárfestinga hjá Íslandsstofu.
  • Gerum heiminn grænan saman – nýtum alla strauma auðlindar. Kristín Linda Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar.
  • Tækifæri á Bakka. Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri Norðurþings.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×