Gefum sjávarbyggðunum næringu í æð! Inga Sæland skrifar 13. september 2021 09:01 Það er kunnara en frá þurfi að segja að kvótakerfið leiðir til samþjöppunar aflaheimilda og þar með atvinnuleysis og fátæktar í þeim byggðarlögum sem missa aflaheimildir. Íbúar þorpanna, sem ávallt gátu treyst á náttúruauðlindina, eiga nú búsetu sína og barna sinna undir dyntum eins eða tveggja kvótagreifa. Þessir valdamiklu menn geta ráðstafað öllum veiðiheimildum úr þorpinu og skilið íbúa þess eftir bjargarlausa, þó nægur fiskur sé við mynni fjarðarins, þar sem þorpið stendur. Staðsetning sjávarþorpanna Sjávarþorpin eru þar sem þau eru vegna nálægðar sinnar við staðbundin fiskimið. Vissulega óx togaraflotinn hratt upp úr miðjum áttunda áratugnum þegar Íslendingar voru í þann veginn að losa sig við mörg hundruð erlenda togara af Íslandsmiðum. Hugsanlega mátti fækka þeim eitthvað en sá blóðugi niðurskurður aflaheimilda, sem nú á sér stað í sjávarþorpunum, er kominn fram yfir sársaukamörk og á ekkert skylt við hagræðingu. Kröpp staða íbúa fyrrum sjávarbyggða hefur greitt götu norskra lukkuriddara, sem þurft hafa að sæta miklum takmörkunum í Noregi en sjá hér í hillingum Villta-vestrið í laxeldi. Fyrir tilstuðlan stjórnvalda eiga íbúar þorpanna fárra kosta völ. Hvað vill Flokkur fólksins gera? Flokkur fólksins vill tafarlaust gera handfæraveiðar frjálsar og auka línuveiðar, sérstaklega í þeim þorpum sem misst hafa aflaheimildir. Útilokað er að ógna fiskistofnum með krókaveiðum. Krókafiskur er alla jafna besti fiskurinn. Þessar aðgerðir eru ekki nægar einar og sér en myndu þó strax hleypa nýju lífi í sjávarþorpin. Við viljum nýja nýtingarstefnu fiskimiðanna þar sem sjávarauðlindin okkar er sameign þjóðarinnar en ekki einkaeign fárra útvalinna sægreifa eins og nú háttar til. Höfundur er alþingismaður og formaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Inga Sæland Skoðun: Kosningar 2021 Flokkur fólksins Sjávarútvegur Byggðamál Mest lesið ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen Skoðun Skoðun Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson skrifar Sjá meira
Það er kunnara en frá þurfi að segja að kvótakerfið leiðir til samþjöppunar aflaheimilda og þar með atvinnuleysis og fátæktar í þeim byggðarlögum sem missa aflaheimildir. Íbúar þorpanna, sem ávallt gátu treyst á náttúruauðlindina, eiga nú búsetu sína og barna sinna undir dyntum eins eða tveggja kvótagreifa. Þessir valdamiklu menn geta ráðstafað öllum veiðiheimildum úr þorpinu og skilið íbúa þess eftir bjargarlausa, þó nægur fiskur sé við mynni fjarðarins, þar sem þorpið stendur. Staðsetning sjávarþorpanna Sjávarþorpin eru þar sem þau eru vegna nálægðar sinnar við staðbundin fiskimið. Vissulega óx togaraflotinn hratt upp úr miðjum áttunda áratugnum þegar Íslendingar voru í þann veginn að losa sig við mörg hundruð erlenda togara af Íslandsmiðum. Hugsanlega mátti fækka þeim eitthvað en sá blóðugi niðurskurður aflaheimilda, sem nú á sér stað í sjávarþorpunum, er kominn fram yfir sársaukamörk og á ekkert skylt við hagræðingu. Kröpp staða íbúa fyrrum sjávarbyggða hefur greitt götu norskra lukkuriddara, sem þurft hafa að sæta miklum takmörkunum í Noregi en sjá hér í hillingum Villta-vestrið í laxeldi. Fyrir tilstuðlan stjórnvalda eiga íbúar þorpanna fárra kosta völ. Hvað vill Flokkur fólksins gera? Flokkur fólksins vill tafarlaust gera handfæraveiðar frjálsar og auka línuveiðar, sérstaklega í þeim þorpum sem misst hafa aflaheimildir. Útilokað er að ógna fiskistofnum með krókaveiðum. Krókafiskur er alla jafna besti fiskurinn. Þessar aðgerðir eru ekki nægar einar og sér en myndu þó strax hleypa nýju lífi í sjávarþorpin. Við viljum nýja nýtingarstefnu fiskimiðanna þar sem sjávarauðlindin okkar er sameign þjóðarinnar en ekki einkaeign fárra útvalinna sægreifa eins og nú háttar til. Höfundur er alþingismaður og formaður Flokks fólksins.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun