Keflavíkurflugvöllur skilgreindur sem framvarðarstöð B-2 til sprengjuárása Kristján Már Unnarsson skrifar 12. september 2021 13:40 Um tvöhundruð liðsmenn bandaríska flughersins fylgja flugsveitinni til Íslands. Myndin var tekin þann 7. september, fyrir fimm dögum. U.S. Air Force/Victoria Hommel Tvær af þremur B-2 Spirit sprengjuþotum bandaríska flughersins, sem staðsettar eru á Keflavíkurflugvelli um þessar mundir, æfðu með norska flughernum yfir Norðursjó í vikunni. Samkvæmt frétt norska hersins fóru æfingarnar fram á mánudag og miðvikudag með þátttöku F-35 orustuþotna Norðmanna sem komu frá Evenes-flugvellinum í Norður Noregi. Í fréttum Stöðvar 2 fyrir þremur vikum voru sýndar myndir af komu flugsveitarinnar til Íslands. B-2 sprengjuþoturnar eru taldar einhver skæðustu árásarvopn mannkyns en þeim fylgja um tvöhundruð liðsmenn hersins. Þrjár B-2 Spirit sprengjuþotur hafa sinnt verkefnum frá Keflavíkurflugvelli undanfarnar þrjár vikur.U.S. Air National Guard/John E. Hillier Í frétt norska flughersins sem og þess bandaríska kemur fram að æfingarnar í síðustu viku hafi verið flóknar. Notkun vopnabúnaðar og eyðing loftvarna hafi verið æfð, fylgdaraðferðir verið prófaðar og verkferlar samræmdir. „Þessi verkefni sýna fram á gildi áframhaldandi viðveru okkar og tengsla,“ segir hershöfðinginn Jeff Harrigian, yfirmaður bandaríska flughersins í Evrópu, í yfirlýsingu. B-2 er stundum líkt við leðurblöku vegna óvenjulegrar lögunar hennar, sem gerir hana torséða á ratsjám.U.S. Air National Guard/John E. Hillier. „Það sem flugmenn okkar ná fram í þessum verkefnum er mikilvægt fyrir bandalag okkar og til að viðhalda hæfni okkar þegar við höldum inn í framtíðina." Verkefni Bomber Task Force sýni skuldbindingu Bandaríkjanna til sameiginlegra varna NATO og stuðli að stöðugleika í Evrópu. Þessi verkefni sýni að bandarískar hersveitir séu reiðubúnar til að starfa með farsælum hætti í krefjandi öryggisumhverfi á óvissutímum. Hermenn koma æfingasprengju af gerðinni BDU-50 fyrir í B-2 sprengjuþotu. Þetta er reyksprengja ætluð til æfinga.U.S. Air Force/Victoria Hommel Yfirmaður Whiteman-flugherstöðvarinnar í Missouri, þaðan sem B-2 sprengjuþoturnar koma, lýsir einnig ánægju sinni í yfirlýsingu. „Tækifærið til að þjálfa og sinna verkefnum með bandamönnum okkar og samstarfsaðilum er ómetanlegt,“ segir ofurstinn Matthew Howard. „Þessi verkefni gera flugmönnum okkar kleift að auka viðbúnað og bregðast við öllum áskorunum um heim allan. Þó að B-2 hafi æft eldsneytistöku i á Keflavíkurflugvelli árið 2019 þá er þetta í fyrsta skipti sem B-2 er gerð út frá Íslandi og fyrir Whiteman flugherstöðina er frábært að taka þátt í þessu sögulega verkefni,“ segir ofurstinn, sem jafnframt er leiðangursstjóri. „Við erum með mjög öflugt teymi og erum reiðubúnir til að gera út frá Keflavíkurflugvelli og framkvæma verkefni okkar til stuðnings öllum markmiðum evrópsku herstjórnarinnar,“ segir Howard og minnir á að B-2 haldi enn stöðu sinni sem fremsta torséða sprengjuþota heims. B-2 Spirit-sprengjuþoturnar eru dýrustu flugvélar sem smíðaðar hafa verið. Aðeins tuttugu eru í notkun og eru þrjár þeirra núna gerðar út frá Keflavík.U.S. Air National Guard/John E. Hillier Í fréttatilkynningu bandaríska flughersins fyrir tveimur árum var Keflavíkurherstöðinni lýst sem útstöð fyrir B-2 sprengjuþotuna. Þessi skilgreining er núna ítrekuð og raunar kveðið skýrar að orði. Með því að gera Keflavík að nýrri framvarðarstöð til að hefja sprengjuárásir sé stutt við stefnu varnarmálaráðuneytisins um að viðhalda valdajafnvægi á svæðinu. Koma sprengjuflugvéla stuðli að árvekni á öllum sviðum, þar sem norðurheimskautið sé stefnumarkandi svæði sem hafi vaxandi geopólitískt og alþjóðlegt mikilvægi. Að vinna þvert á sameiginlegar hersveitir sé þýðingarmikið vegna mikilla vegalengda og margra áskorana á svæðinu. Hér má sjá myndskeið frá komu B-2 sprengjuflugvélanna til Keflavíkur fyrir þremur vikum: Hér má sjá myndskeið frá komu fyrstu B-2 til Íslands fyrir tveimur árum: Keflavíkurflugvöllur NATO Norðurslóðir Bandaríkin Noregur Öryggis- og varnarmál Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Skæðustu sprengjuþotur heims við æfingar á Íslandi næstu daga Þrjár bandarískar sprengjuþotur af gerðinni Northrop B-2 Spirit lentu í Keflavík í gærkvöldi og verða þær við æfingar hér við land næstu daga. Þoturnar eru þær dýrustu í flugsögunni og taldar einhver skæðustu árásarvopn sem mannkyn hefur smíðað. 24. ágúst 2021 22:31 Öflugustu sprengjuþotur Bandaríkjahers æfðu undan ströndum Íslands í fyrrinótt Tvær B-2 Spirit-herþotur og tvær B-1B Lancers-herþotur voru látnar hittast undan ströndum Íslands í fyrrinótt í æfingaflugi, sem Bandaríkjaher segir að hafi verið til að undirstrika þá miklu áherslu sem flugherinn leggi á norðurslóðir. Önnur tegundin er hljóðfrá, hin torséð og getur borið kjarnorkuvopn, og eru þær taldar skæðustu sprengjuþotur NATO-herja. 18. mars 2021 06:32 B-2 sprengjuþotur í oddaflugi yfir Íslandi með norskum herþotum Heræfingin er sögð til marks um aukna spennu í samskiptum NATO og Rússa á Norðurslóðum. Þetta nýjasta flug B-2 undirstriki hernaðarlegt mikilvægi Íslands. 19. mars 2020 23:31 Skilgreina Keflavík sem útstöð skæðustu sprengjuþotu heims Bandaríkjaher lítur á Keflavík sem útstöð fyrir torséðu B-2 sprengjuþotuna, sem hönnuð er til kjarnorkuárása. Þetta má sjá í fréttatilkynningu flughersins vegna komu þotunnar fyrir helgi. 2. september 2019 21:00 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 fyrir þremur vikum voru sýndar myndir af komu flugsveitarinnar til Íslands. B-2 sprengjuþoturnar eru taldar einhver skæðustu árásarvopn mannkyns en þeim fylgja um tvöhundruð liðsmenn hersins. Þrjár B-2 Spirit sprengjuþotur hafa sinnt verkefnum frá Keflavíkurflugvelli undanfarnar þrjár vikur.U.S. Air National Guard/John E. Hillier Í frétt norska flughersins sem og þess bandaríska kemur fram að æfingarnar í síðustu viku hafi verið flóknar. Notkun vopnabúnaðar og eyðing loftvarna hafi verið æfð, fylgdaraðferðir verið prófaðar og verkferlar samræmdir. „Þessi verkefni sýna fram á gildi áframhaldandi viðveru okkar og tengsla,“ segir hershöfðinginn Jeff Harrigian, yfirmaður bandaríska flughersins í Evrópu, í yfirlýsingu. B-2 er stundum líkt við leðurblöku vegna óvenjulegrar lögunar hennar, sem gerir hana torséða á ratsjám.U.S. Air National Guard/John E. Hillier. „Það sem flugmenn okkar ná fram í þessum verkefnum er mikilvægt fyrir bandalag okkar og til að viðhalda hæfni okkar þegar við höldum inn í framtíðina." Verkefni Bomber Task Force sýni skuldbindingu Bandaríkjanna til sameiginlegra varna NATO og stuðli að stöðugleika í Evrópu. Þessi verkefni sýni að bandarískar hersveitir séu reiðubúnar til að starfa með farsælum hætti í krefjandi öryggisumhverfi á óvissutímum. Hermenn koma æfingasprengju af gerðinni BDU-50 fyrir í B-2 sprengjuþotu. Þetta er reyksprengja ætluð til æfinga.U.S. Air Force/Victoria Hommel Yfirmaður Whiteman-flugherstöðvarinnar í Missouri, þaðan sem B-2 sprengjuþoturnar koma, lýsir einnig ánægju sinni í yfirlýsingu. „Tækifærið til að þjálfa og sinna verkefnum með bandamönnum okkar og samstarfsaðilum er ómetanlegt,“ segir ofurstinn Matthew Howard. „Þessi verkefni gera flugmönnum okkar kleift að auka viðbúnað og bregðast við öllum áskorunum um heim allan. Þó að B-2 hafi æft eldsneytistöku i á Keflavíkurflugvelli árið 2019 þá er þetta í fyrsta skipti sem B-2 er gerð út frá Íslandi og fyrir Whiteman flugherstöðina er frábært að taka þátt í þessu sögulega verkefni,“ segir ofurstinn, sem jafnframt er leiðangursstjóri. „Við erum með mjög öflugt teymi og erum reiðubúnir til að gera út frá Keflavíkurflugvelli og framkvæma verkefni okkar til stuðnings öllum markmiðum evrópsku herstjórnarinnar,“ segir Howard og minnir á að B-2 haldi enn stöðu sinni sem fremsta torséða sprengjuþota heims. B-2 Spirit-sprengjuþoturnar eru dýrustu flugvélar sem smíðaðar hafa verið. Aðeins tuttugu eru í notkun og eru þrjár þeirra núna gerðar út frá Keflavík.U.S. Air National Guard/John E. Hillier Í fréttatilkynningu bandaríska flughersins fyrir tveimur árum var Keflavíkurherstöðinni lýst sem útstöð fyrir B-2 sprengjuþotuna. Þessi skilgreining er núna ítrekuð og raunar kveðið skýrar að orði. Með því að gera Keflavík að nýrri framvarðarstöð til að hefja sprengjuárásir sé stutt við stefnu varnarmálaráðuneytisins um að viðhalda valdajafnvægi á svæðinu. Koma sprengjuflugvéla stuðli að árvekni á öllum sviðum, þar sem norðurheimskautið sé stefnumarkandi svæði sem hafi vaxandi geopólitískt og alþjóðlegt mikilvægi. Að vinna þvert á sameiginlegar hersveitir sé þýðingarmikið vegna mikilla vegalengda og margra áskorana á svæðinu. Hér má sjá myndskeið frá komu B-2 sprengjuflugvélanna til Keflavíkur fyrir þremur vikum: Hér má sjá myndskeið frá komu fyrstu B-2 til Íslands fyrir tveimur árum:
Keflavíkurflugvöllur NATO Norðurslóðir Bandaríkin Noregur Öryggis- og varnarmál Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Skæðustu sprengjuþotur heims við æfingar á Íslandi næstu daga Þrjár bandarískar sprengjuþotur af gerðinni Northrop B-2 Spirit lentu í Keflavík í gærkvöldi og verða þær við æfingar hér við land næstu daga. Þoturnar eru þær dýrustu í flugsögunni og taldar einhver skæðustu árásarvopn sem mannkyn hefur smíðað. 24. ágúst 2021 22:31 Öflugustu sprengjuþotur Bandaríkjahers æfðu undan ströndum Íslands í fyrrinótt Tvær B-2 Spirit-herþotur og tvær B-1B Lancers-herþotur voru látnar hittast undan ströndum Íslands í fyrrinótt í æfingaflugi, sem Bandaríkjaher segir að hafi verið til að undirstrika þá miklu áherslu sem flugherinn leggi á norðurslóðir. Önnur tegundin er hljóðfrá, hin torséð og getur borið kjarnorkuvopn, og eru þær taldar skæðustu sprengjuþotur NATO-herja. 18. mars 2021 06:32 B-2 sprengjuþotur í oddaflugi yfir Íslandi með norskum herþotum Heræfingin er sögð til marks um aukna spennu í samskiptum NATO og Rússa á Norðurslóðum. Þetta nýjasta flug B-2 undirstriki hernaðarlegt mikilvægi Íslands. 19. mars 2020 23:31 Skilgreina Keflavík sem útstöð skæðustu sprengjuþotu heims Bandaríkjaher lítur á Keflavík sem útstöð fyrir torséðu B-2 sprengjuþotuna, sem hönnuð er til kjarnorkuárása. Þetta má sjá í fréttatilkynningu flughersins vegna komu þotunnar fyrir helgi. 2. september 2019 21:00 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Sjá meira
Skæðustu sprengjuþotur heims við æfingar á Íslandi næstu daga Þrjár bandarískar sprengjuþotur af gerðinni Northrop B-2 Spirit lentu í Keflavík í gærkvöldi og verða þær við æfingar hér við land næstu daga. Þoturnar eru þær dýrustu í flugsögunni og taldar einhver skæðustu árásarvopn sem mannkyn hefur smíðað. 24. ágúst 2021 22:31
Öflugustu sprengjuþotur Bandaríkjahers æfðu undan ströndum Íslands í fyrrinótt Tvær B-2 Spirit-herþotur og tvær B-1B Lancers-herþotur voru látnar hittast undan ströndum Íslands í fyrrinótt í æfingaflugi, sem Bandaríkjaher segir að hafi verið til að undirstrika þá miklu áherslu sem flugherinn leggi á norðurslóðir. Önnur tegundin er hljóðfrá, hin torséð og getur borið kjarnorkuvopn, og eru þær taldar skæðustu sprengjuþotur NATO-herja. 18. mars 2021 06:32
B-2 sprengjuþotur í oddaflugi yfir Íslandi með norskum herþotum Heræfingin er sögð til marks um aukna spennu í samskiptum NATO og Rússa á Norðurslóðum. Þetta nýjasta flug B-2 undirstriki hernaðarlegt mikilvægi Íslands. 19. mars 2020 23:31
Skilgreina Keflavík sem útstöð skæðustu sprengjuþotu heims Bandaríkjaher lítur á Keflavík sem útstöð fyrir torséðu B-2 sprengjuþotuna, sem hönnuð er til kjarnorkuárása. Þetta má sjá í fréttatilkynningu flughersins vegna komu þotunnar fyrir helgi. 2. september 2019 21:00