Netárásin umfangsmikil en þrjótarnir náðu engum upplýsingum um viðskiptavini Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. september 2021 13:00 Herdís Fjeldsted, forstjóri Valitor, segir netárás sem gerð var á greiðslumiðlunarfyrirtæki í gærkvöldi hafa verið umfangsmikla. Vísir/Getty Umfangsmiklar netárásir voru gerðar á íslensk fjármálafyrirtæki í gærkvöldi. Talsverðar truflanir urðu á þjónustu greiðslumiðlunarfyrirtækja vegna þessa. Fjöldi fólks hefur eflaust lent í miklum vandræðum í gærkvöldi þegar bilanir urðu á þjónustu greiðslumiðlunarfyrirtækja í gærkvöldi. Um var að ræða svokallað DDOS-árás en slík árás felst í því að netkerfi fyrirtækisins fær tímabundið yfir sig gríðarlegan fjölda beiðna úr mörgum ólíkum áttum. „Þetta er svokölluð D Dos-árás sem er dreifð álagsárás á netkerfinu. Það þýðir að það er mikill fjöldi beiðna sem berast úr mörgum áttum sem fara inn á netkerfið,“ segir Herdís Dröfn Fjeldsted, forstjóri Valitor. Þjónustan var komin að mestu leyti í lag á tíunda tímanum í gærkvöldi en verulegt þjónusturof varð í um klukkustund. „Kerfið virkar allt mjög vel í dag. þetta hafði áhrif á þjónusturof í um það bil klukkustund í gær. Þetta hófst klukkan átta og það varð ákveðið þjónusturof á þessu tímabili.“ Árásin hafði engin áhrif á innri kerfi fyrirtækjanna. „Það hafði engin áhrif á okkar innri kerfi og ógnaði aldrei gagnaöryggi viðskiptavina Valitor,“ segir Herdís. Hún segir engan grun uppi um hvaðan árásin barst. „Nei, við vitum ekkert hvaðan þetta kemur. Þetta kemur víðs vegar að úr heiminum. Þannig að við vitum ekki alveg hvaðan eða hvers vegna Árásin hafi verið mjög umfangsmikil. „Sko þessi árás í gær var mjög umfangsmikil. Þið sáuð að það var líka árás í síðustu viku, á fyrirtæki á Íslandi, já, hún var mjög umfangsmikil í gær,“ segir Herdís. Greiðslumiðlun Netglæpir Netöryggi Tengdar fréttir Veitingamenn í vandræðum: Netárás olli truflunum á greiðslumiðlun Truflun hefur verið á þjónustu greiðslumiðlunarfyrirtækja í kvöld líkt og síðasta föstudagskvöld. 11. september 2021 21:48 Netárás skýri truflanir á þjónustu SaltPay Fjármálafyrirtækið SaltPay segir að síðdegis í dag hafi verið gerð tölvuárás á fyrirtækið sem varð til þess að talsverðar truflanir hafa orðið á þjónustufyrirtækisins. Þetta segir í tilkynningu frá fyrirtækinu. 3. september 2021 22:46 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Fjöldi fólks hefur eflaust lent í miklum vandræðum í gærkvöldi þegar bilanir urðu á þjónustu greiðslumiðlunarfyrirtækja í gærkvöldi. Um var að ræða svokallað DDOS-árás en slík árás felst í því að netkerfi fyrirtækisins fær tímabundið yfir sig gríðarlegan fjölda beiðna úr mörgum ólíkum áttum. „Þetta er svokölluð D Dos-árás sem er dreifð álagsárás á netkerfinu. Það þýðir að það er mikill fjöldi beiðna sem berast úr mörgum áttum sem fara inn á netkerfið,“ segir Herdís Dröfn Fjeldsted, forstjóri Valitor. Þjónustan var komin að mestu leyti í lag á tíunda tímanum í gærkvöldi en verulegt þjónusturof varð í um klukkustund. „Kerfið virkar allt mjög vel í dag. þetta hafði áhrif á þjónusturof í um það bil klukkustund í gær. Þetta hófst klukkan átta og það varð ákveðið þjónusturof á þessu tímabili.“ Árásin hafði engin áhrif á innri kerfi fyrirtækjanna. „Það hafði engin áhrif á okkar innri kerfi og ógnaði aldrei gagnaöryggi viðskiptavina Valitor,“ segir Herdís. Hún segir engan grun uppi um hvaðan árásin barst. „Nei, við vitum ekkert hvaðan þetta kemur. Þetta kemur víðs vegar að úr heiminum. Þannig að við vitum ekki alveg hvaðan eða hvers vegna Árásin hafi verið mjög umfangsmikil. „Sko þessi árás í gær var mjög umfangsmikil. Þið sáuð að það var líka árás í síðustu viku, á fyrirtæki á Íslandi, já, hún var mjög umfangsmikil í gær,“ segir Herdís.
Greiðslumiðlun Netglæpir Netöryggi Tengdar fréttir Veitingamenn í vandræðum: Netárás olli truflunum á greiðslumiðlun Truflun hefur verið á þjónustu greiðslumiðlunarfyrirtækja í kvöld líkt og síðasta föstudagskvöld. 11. september 2021 21:48 Netárás skýri truflanir á þjónustu SaltPay Fjármálafyrirtækið SaltPay segir að síðdegis í dag hafi verið gerð tölvuárás á fyrirtækið sem varð til þess að talsverðar truflanir hafa orðið á þjónustufyrirtækisins. Þetta segir í tilkynningu frá fyrirtækinu. 3. september 2021 22:46 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Veitingamenn í vandræðum: Netárás olli truflunum á greiðslumiðlun Truflun hefur verið á þjónustu greiðslumiðlunarfyrirtækja í kvöld líkt og síðasta föstudagskvöld. 11. september 2021 21:48
Netárás skýri truflanir á þjónustu SaltPay Fjármálafyrirtækið SaltPay segir að síðdegis í dag hafi verið gerð tölvuárás á fyrirtækið sem varð til þess að talsverðar truflanir hafa orðið á þjónustufyrirtækisins. Þetta segir í tilkynningu frá fyrirtækinu. 3. september 2021 22:46