Fór sem skemmtikraftur en snýr aftur til að vinna titla Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. september 2021 14:01 Ronaldo kemur inn af bekknum í sínum fyrsta leik fyrir Manchester United. Alex Livesey/Getty Images Samfélagsmiðlateymi Manchester United hefur unnið yfirvinnu við að sýna öllum og ömmum þeirra að Cristiano Ronaldo sé mættur aftur á Old Trafford í Manchester. Það þarf vart að segja fótboltaunnendum að Ronaldo sé mættur aftur í raðir Manchester United. Portúgalinn hefur verið einn besti fótboltamaður heims undanfarin ár en margt hefur breyst frá því hann steig fyrst fram á sjónarsviðið haustið 2003. A simply mood @Cristiano #MUFC | #RonaldoReturns pic.twitter.com/o0ifX9vpI0— Manchester United (@ManUtd) September 9, 2021 Aðeins fjórum dögum eftir að hinn 18 ára gamli Ronaldo skrifaði undir hjá Manchester United var hann á bekknum gegn Bolton Wanderers. Hann var á þeim tíma dýrasti táningur í heimi og sýndi af hverju á þeim 30 mínútum sem hann spilaði þann daginn. Staðan var 1-0 Man Utd í vil en Bolton var að færa sig upp á skaftið og Sir Alex Ferguson ákvað því að setja Ronaldo inn á. Portúgalinn ungi setti einfaldlega upp sýningu það sem eftir lifði leiks. „Það var svo erfitt að halda í við hann. Ég var að horfa á fæturna á honum þegar ég hefði átt að vera horfa á boltann. Hann tók þessi skæri og var með allar þessar gabbhreyfingar. Thierry Henry og Ryan Giggs gerðu það sama en ekki á þessum hraða og ekki svona mikið af því. Þetta var endalaust,“ sagði Nicky Hunt, bakvörður Bolton þann daginn - þá 19 ára gamall. „Hann gat notað báða fætur, gat farið til hægri eða vinstri. Það var erfitt að horfa á hann, boltann og mína eigin fætur því maður var við það að detta. Ég spilaði gegn honum fimm eða sex sinnum og átti nokkur skelfileg eftirmiðdegi sem fóru í að reyna elta hann,“ bætti Hunt við. Leik Man Utd og Bolton haustið 2003 lauk með 4-0 sigri Ronaldo og félaga. Ronaldo í leiknum gegn Bolton.Neal Simpson/Getty Images Þegar Ronaldo kom fyrst fram á sjónvarsviðið var hann skemmtikraftur. Hann eyddi miklum tíma í að taka skæri og leika allskyns kúnstir með boltann. Þegar hann skoraði þá voru mörkin oftar en ekki glæsileg. Það hefur nú breyst en Ronaldo er ekki sami skemmtikrafturinn í dag og hefur í raun ekki verið síðan hann fór til Real Madríd. Hans aðalmarkmið er að skora mörk og vinna leiki, það er næg skemmtun fyrir áhorfendur. Hann snýr aftur á Old Trafford sem framherji skorar óstjórnlega mikið af mörkum. Hann snýr ekki aftur sem lunkni vængmaðurinn sem bakverðir hræddust að myndi niðurlægja þá. „Ég er ekki hér til þess að fara í frí. Ég er hér til að vinna aftur, ég og liðsfélagar mínir getum það. Ég er klár í slaginn og ég tel að þetta sé gott tækifæri fyrir mig, stuðningsfólkið og félagið að taka skref fram á við,“ sagði Ronaldo í viðtali við Wes Brown, fyrrum liðsfélaga sinn hjá Man Utd. Alls hefur Ronaldo skorað 674 mörk fyrir Sporting, Manchester United, Real Madríd og Juventus. Það er spurning hvort mörkin verði orðin 675 eftir leik Man Utd og Newcastle United um helgina. Klippa: Ronaldo er klár í slaginn Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn „Svona er úrslitakeppnin“ Handbolti ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Handbolti „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Körfubolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Sjá meira
Það þarf vart að segja fótboltaunnendum að Ronaldo sé mættur aftur í raðir Manchester United. Portúgalinn hefur verið einn besti fótboltamaður heims undanfarin ár en margt hefur breyst frá því hann steig fyrst fram á sjónarsviðið haustið 2003. A simply mood @Cristiano #MUFC | #RonaldoReturns pic.twitter.com/o0ifX9vpI0— Manchester United (@ManUtd) September 9, 2021 Aðeins fjórum dögum eftir að hinn 18 ára gamli Ronaldo skrifaði undir hjá Manchester United var hann á bekknum gegn Bolton Wanderers. Hann var á þeim tíma dýrasti táningur í heimi og sýndi af hverju á þeim 30 mínútum sem hann spilaði þann daginn. Staðan var 1-0 Man Utd í vil en Bolton var að færa sig upp á skaftið og Sir Alex Ferguson ákvað því að setja Ronaldo inn á. Portúgalinn ungi setti einfaldlega upp sýningu það sem eftir lifði leiks. „Það var svo erfitt að halda í við hann. Ég var að horfa á fæturna á honum þegar ég hefði átt að vera horfa á boltann. Hann tók þessi skæri og var með allar þessar gabbhreyfingar. Thierry Henry og Ryan Giggs gerðu það sama en ekki á þessum hraða og ekki svona mikið af því. Þetta var endalaust,“ sagði Nicky Hunt, bakvörður Bolton þann daginn - þá 19 ára gamall. „Hann gat notað báða fætur, gat farið til hægri eða vinstri. Það var erfitt að horfa á hann, boltann og mína eigin fætur því maður var við það að detta. Ég spilaði gegn honum fimm eða sex sinnum og átti nokkur skelfileg eftirmiðdegi sem fóru í að reyna elta hann,“ bætti Hunt við. Leik Man Utd og Bolton haustið 2003 lauk með 4-0 sigri Ronaldo og félaga. Ronaldo í leiknum gegn Bolton.Neal Simpson/Getty Images Þegar Ronaldo kom fyrst fram á sjónvarsviðið var hann skemmtikraftur. Hann eyddi miklum tíma í að taka skæri og leika allskyns kúnstir með boltann. Þegar hann skoraði þá voru mörkin oftar en ekki glæsileg. Það hefur nú breyst en Ronaldo er ekki sami skemmtikrafturinn í dag og hefur í raun ekki verið síðan hann fór til Real Madríd. Hans aðalmarkmið er að skora mörk og vinna leiki, það er næg skemmtun fyrir áhorfendur. Hann snýr aftur á Old Trafford sem framherji skorar óstjórnlega mikið af mörkum. Hann snýr ekki aftur sem lunkni vængmaðurinn sem bakverðir hræddust að myndi niðurlægja þá. „Ég er ekki hér til þess að fara í frí. Ég er hér til að vinna aftur, ég og liðsfélagar mínir getum það. Ég er klár í slaginn og ég tel að þetta sé gott tækifæri fyrir mig, stuðningsfólkið og félagið að taka skref fram á við,“ sagði Ronaldo í viðtali við Wes Brown, fyrrum liðsfélaga sinn hjá Man Utd. Alls hefur Ronaldo skorað 674 mörk fyrir Sporting, Manchester United, Real Madríd og Juventus. Það er spurning hvort mörkin verði orðin 675 eftir leik Man Utd og Newcastle United um helgina. Klippa: Ronaldo er klár í slaginn
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn „Svona er úrslitakeppnin“ Handbolti ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Handbolti „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Körfubolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Sjá meira