Agla María: Einhverjar eru spenntar fyrir Barcelona Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. september 2021 19:47 Agla María Albertsdóttir skoraði þriðja mark Breiðabliks gegn Osijek. vísir/hulda margrét Agla María Albertsdóttir er spennt fyrir því að spila í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Breiðablik vann 3-0 sigur á Osijek frá Króatíu í dag og tryggði sér þar með sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Agla María skoraði eitt mark í leiknum og lagði upp annað. „Þetta er forréttindastaða, að spila svona lengi og mæta svona góðum liðum. Ég kvarta ekki,“ sagði Agla María við Helenu Ólafsdóttur á Stöð 2 Sport eftir leikinn. Blikar voru mun sterkari aðilinn í leiknum og sigur þeirra var sanngjarn og öruggur. „Það var gott að fá mark snemma. Það hjálpaði mikið til. Það var gott hversu agaðar og skipulagðar við vorum í vörninni. Það skilaði sér í dag. Þær þurftu að fara framar og þá opnaðist pláss fyrir okkur,“ sagði Agla María. Dregið verður í riðla í Meistaradeildinni á mánudaginn og verða mörg stór lið í pottinum. En á Agla María sér einhverja óskamótherja í riðlakeppninni? „Ég veit ekki, einhverjar eru spenntar fyrir Barcelona en við tökum öllu,“ svaraði Agla María. Hún segir að mikil eining og góður liðsandi sé í leikmannahópi Breiðabliks. „Það er mjög góð stemmning í hópnum og það hefur sýnt sig. Við höfum spilað mjög þétt undanfarið og staðið vel saman og ætlum að klára þetta tímabil með stæl,“ sagði Agla María að endingu. Meistaradeild Evrópu Breiðablik Tengdar fréttir Umfjöllun: Breiðablik - Osijek 3-0 | Blikar komnir í riðlakeppni Meistaradeildarinnar Breiðablik er komið í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu eftir 3-0 sigur á Osijek á Kópavogsvelli í dag. Fyrri leikurinn í Króatíu fór 1-1 en Breiðablik vann einvígið, 4-1 samanlagt. 9. september 2021 19:00 Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Sjá meira
Breiðablik vann 3-0 sigur á Osijek frá Króatíu í dag og tryggði sér þar með sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Agla María skoraði eitt mark í leiknum og lagði upp annað. „Þetta er forréttindastaða, að spila svona lengi og mæta svona góðum liðum. Ég kvarta ekki,“ sagði Agla María við Helenu Ólafsdóttur á Stöð 2 Sport eftir leikinn. Blikar voru mun sterkari aðilinn í leiknum og sigur þeirra var sanngjarn og öruggur. „Það var gott að fá mark snemma. Það hjálpaði mikið til. Það var gott hversu agaðar og skipulagðar við vorum í vörninni. Það skilaði sér í dag. Þær þurftu að fara framar og þá opnaðist pláss fyrir okkur,“ sagði Agla María. Dregið verður í riðla í Meistaradeildinni á mánudaginn og verða mörg stór lið í pottinum. En á Agla María sér einhverja óskamótherja í riðlakeppninni? „Ég veit ekki, einhverjar eru spenntar fyrir Barcelona en við tökum öllu,“ svaraði Agla María. Hún segir að mikil eining og góður liðsandi sé í leikmannahópi Breiðabliks. „Það er mjög góð stemmning í hópnum og það hefur sýnt sig. Við höfum spilað mjög þétt undanfarið og staðið vel saman og ætlum að klára þetta tímabil með stæl,“ sagði Agla María að endingu.
Meistaradeild Evrópu Breiðablik Tengdar fréttir Umfjöllun: Breiðablik - Osijek 3-0 | Blikar komnir í riðlakeppni Meistaradeildarinnar Breiðablik er komið í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu eftir 3-0 sigur á Osijek á Kópavogsvelli í dag. Fyrri leikurinn í Króatíu fór 1-1 en Breiðablik vann einvígið, 4-1 samanlagt. 9. september 2021 19:00 Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Sjá meira
Umfjöllun: Breiðablik - Osijek 3-0 | Blikar komnir í riðlakeppni Meistaradeildarinnar Breiðablik er komið í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu eftir 3-0 sigur á Osijek á Kópavogsvelli í dag. Fyrri leikurinn í Króatíu fór 1-1 en Breiðablik vann einvígið, 4-1 samanlagt. 9. september 2021 19:00